Gríma - 01.09.1933, Side 11
TVÆR FARANDSÖGUR
9
um, og fannst mér verða óglatt. En blessaður post-
ulinn tók eftir þessu, og sagði við mig: »Viljið þér
ekki fá yður dramm, kammerráð Magnúsen, eg held
þér hefðuð gott af því«.
»Já, þakka yður fyrir, blessaður postulahöfðing-
inn«, sagði ég, »það er ailtaf gott að fá sér ferða-
bikar, og eg mun víst eiga að fara bráðum til inann-
heima aftur«.
»Já, það var yður nú ætlaö«, sagði Sankti Pétur.
Og svo tók hann ofan af hillu rósótta flösku úr
bláu gleri, og úr henni skenkti hann mér svo þann
dýrðlegasta drykk, sem eg á æfi minni hef smakk-
að, — og við það vaknaði eg«.
Menn hlógu mikið að draumi kammerráðsins, sem
hafði sagt hann vel og áheyrilega. Séra Friðrik
glotti um tönn. Allir biðu eftir því, að hann svar-
aði einhverju gegn svo svæsinni árás á klerkastétt-
ina, en hann þagði áfram glottandi. Loks spurði
kammerráðið:
»Nú, hvernig lízt þér á drauminn minn, séra
Friðrik?«
»Ja«, svaraði séra Friðrik dræmt, »eg ætlaði sein
minnst um hann að tala, en ekki megið þið halda að
eg hafi þykkzt út af honum vegna okkar prestanna,
því eg tel það okkar stétt til heiðurs, að bæði Guð
og menn ætlist til meira af okkur en öðrum mönn-
um, og það er ósköp trúlegt í sjálfu sér, að íáir af
okkur uppfylli þær kröfur, sem með fullum rétti
mætti gera til okkar. En skrítið er það nú annars,
að mig hefur líka hér 1 nótt dreymt draum, sem að
sumu leyti svipar til draums kammerráðsins«.