Gríma - 01.09.1933, Qupperneq 17
JÓN A MÖÐRUDAL OG ÚTILEGUMENNIRNIR 15
um féllst mikið um þetta, því að Jón var maður
gæfur í umgengni og enginn gapi. Fóru vinnumenn
til sláttar og stóðu að slætti til kvölds. — Þegar
leið að miðaftni kom Jón heim og þótti heimamönn-
um Skjóni vera illa til reika eftir ferðina. Jón gekk
að orfi sínu eins og ekkert hefði í skorizt, og ekki
minntist hann á ferðalag sitt við nokkurn mann.
Laugardagsmorguninn næsta tók Jón Skjóna með
sér heim um leið og hann sótti ærnar. Kvaðst hann
þurfa að skreppa til Vopnafjarðar, og þótti það
undarlegt, því að nýlega hafði verið farin kaup-
staðarferð þangað og var einskis vant í búi. — Reið
Jón síðan til Vopnafjarðar og hitti kaupmann aö
máli. Spurði Jón hvort nokkrir aðkomumenn hefðu
verið þar á ferð mánudaginn síðastliðinn og játti
kaupmaður því; þangað hefðu komið menn úr Fell-
um, lagt inn ull og tólg, en tekið út kornmat og járn
og auk þess trjávið á einn hest. Fékk Jón uppskrif-
uð á miða nöfn mannanna og heimilisfang. Þaðan
reið hann á Smjörvatnsheiði, yfir Brú á Jökuldal og
létti ekki ferð sinni fyrr en hann kom að Ási í
Fellum og hitti prest að máli. Spurði Jón prest,
hvort hann þekkti þau mannanöfn og bæjanöfn, sem
á miðanum stóðu, en ekki kannaðist prestur við þau
og kvað engan mann þar í sveit hafa farið á því
sumri verzlunarferð til Vopnafjarðar, því að allir
sæktu verzlun sína í syðri firðina. Þó sagði pre3t-
ur sem svo, að ef Jón vildi vita vissu sína í þessu
efni, þá skyldi hann hitta hreppstjóra að máli.
Gerði Jón það, en fékk þar hin sömu svör. Við
þessi málalok reið Jón heimleiðis yfir Skjöldólfs-
staðaheiði. Þegar hann kom heim, spurði kona hans
þann margs um ferðalagið, en Jón varðist allra