Gríma - 01.09.1933, Side 21

Gríma - 01.09.1933, Side 21
FRÁ SÉRA ÞORSTEINI OG SÉRA STEFÁNI 19 mundi hann veita þeim einhverja ásjá. Elín fór síðan að Stærra-Árskógi, varð fyrst bústýra hjá presti og síðan giftist hún honum. Áttu þau tvær dætur; var önnur þeirra ættmóðir séra Zóphóniasar prófasts í Viðvík. — Séra Þorsteinn sá börnum Kol- beins og Elínar fyrir fóstri. Halldór sigldi nokkrum árum síðar til Kaupmannahafnar og bjó þar, þang- að til hann dó, nálægt miðri nítjándu öld. Benja- mín varð bóndi í Svarfaðardal. Hann var faðir hreppstjóranna Zóphóníasar í Sökku í Svarfaðar- dal og Jóns á Ytri-Brekkum í Þingeyjarþingi. Elená giftist bónda í Svarfaðardal og átti afkvæmi. Séra Þorsteinn var af kunnugum mönnum talinn gáfumaður mikill og hneigður til dulvísi. Þegar Stefán sonur hans var barn að aldri, var sá mein- bugur á ráði hans, að hann reis á fætur sofandi og gekk úr bænum; þurfti að hafa nákvæmar gæt.ur á honum í þessu efni. Kona sú, sem fóstraði börnin, leiddi hann einu sinni til prests, skýrði honum frá þessu og bað hann að ráða bót á því, ef hann gæti ráð til fundið. »ÆtIi hann dreymi nokkuð?« spurði prestur. »Hann dreymir stundum«, svaraði fóstran, »að einhver falleg stúlka sé að leiða hann einhver- staðar úti«. »Fleirum en mér þykir þú fallegur, drengur minn«, sagði prestur við son sinn, en við fóstruna sagði hann: »Finndu mig aftur seinna, þeg- ar enginn veit«. Um kvöldið kom hún aftur til prests; þá sagði hann: »Þegar þú í næsta skifti verður þess vör, að drengurinn gengur sofandi út úr bænum, þá skaltu fara á eftir honum með vönd, og þegar hann er kominn nokkum spöl áleiðis, skaltu vekja hann með því að hrökkva á hann vend- 2*

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.