Gríma - 01.09.1933, Page 26

Gríma - 01.09.1933, Page 26
24 DAUÐI GUÐMUNDAR BERGSSONAR stundu fyrir miðnætti. Eg fór þá að tína af mér fötin, en Guðmundur var eitthvað að dunda og veitti eg honum raunar enga sérstaka eftirtekt. Um það leyti sem eg fór upp í rúmið, gekk Guðmundur út. Skeytti eg því ekki, en lagðist út af og sofnaði fljótt. — Þá dreymdi mig, að við Guðmundur værum á ferð um. Víkina með tveim elztu dætrum prestsins, séra Steins. Þótti mér önnur þeirra ríða Skjóna Guðmundar, en Guðmundur sjálfur þótti mér ríða bleikum hesti. Komum við öll að á, sem um Víkina rennur og kölluð er Bæjará eða Árnesá — hún rennur milli bæjanna Árness og Bæjar — og þótti mér hún velta fram kolmórauð. Leizt mér hún ófær og vildi frá hverfa, en Guðmundur sagði, að fær mundi hún þeim, er Skjóna sínum riði. Hleyptí hann í ána, og þótti mér Guðmundur og Bleikur fara á kaf, en áin lykjast yfir þeim. Við þetta vakn- aði eg, en sofnaði fljótt aftur án þess að hugsa meira um þennan draum. Þá þótti mér nafni minn koma inn á gólfið svefnhússins og vera venju frein- ur upprifinn. Fannst mér hann vera góðglaður og sagðist hann hafa skroppið yfir að Finnbogastöðum þar í Víkinni. í svefnhúsinu var gamall kirkju- bekkur af tré; þótti mér Guðmundur leggjast aftur á bak í bekkinn, og kvarta um, að illa færi um höf- uðið á sér. Bað hann mig að hagræða því, og fannst mér eg vilja gjöra það, án þess þó að geta hreyít mig til þess. Allt í einu varð eg glaðvakandi við það, að mér fannst Guðmundur hnippa við mér og segja, að eg flýtti mér ekki að hagræða sér. Sá eg Guðmund þá ganga frá rúminu, yfir gólfið og út úr húsinu. Þá þóttist eg þess fullviss, að Guðmundur væri búinn að ráða sig af dögum, klæddist í skyndi

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.