Gríma - 01.09.1933, Side 35

Gríma - 01.09.1933, Side 35
DYRNAR A FJÁRHÚSVEGGNUM 33 eldnim sínum á Kerhóli í Sölvadal í Eyjafirði. Það var eitt sinn að vetrarlagi, að foreldrar hennar fóru til kirkju að Möðruvöllum. Bað faðir Rann- veigar hana að láta inn ærnar um kvöldið og gefa þeirn, ef hann yrði ekki kominn í tæka tíð. Leið svo dagur að kveldi, að hjónin komu ekki heim frá kirkjunni. Gekk Eannveig þá til fjárhúsa, lét inn ærnar og gaf á garðann. En þegar hún ætlaði út úr húsinu aftur, gat hún með engu móti fundið dyrnar, hvernig sem hún leitaði; þóttist hún þó vita með vissu, hvar þær ættu að vera. Var hún nú í stand- andi vandræðum, nam staðar, og hugleiddi, hverra bragða hún ætti að neyta til þess að ná útgöngu. Sá hún þá allt í einu dyr beint á móti sér, en þótt- ist fullviss um að þær væru á miðjum vegg og þvi ekki ráðlegt að leita þangað. Varð henni það fyrir að taka Ijámýs og hrossataðsköggla úr garðanum og fleygja þeim í dyrnar. Brá þá svo við, að dyr þessar luktust aftur, en í sömu svipan sá hún hinar réttu dyr. Fór hún svo út og gekk til bæjar. — Morguninn eftir, þegar bjart var orðið, gekk hún til fjárhúsanna. Lágu þá undir húsveggnum köggl- ar þeir, er hún hafði kastað í dyrnar á veggnum. Hugði hún, að átt hefði að ginna sig inn í dyrnar: mundi þá veggurinn hafa luktzt saman um hana, áður en hún hefði komizt út. Qilma IX, 3

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.