Gríma - 01.09.1933, Page 36
4
34 LÍKFYLGDIN
11.
Líkfflgdin.
(Eftir handriti Þorsteins Þorkelssonar frá Hvarfi).
Ingibjörg hét kona og var Þorleifsdóttir, ættuð
af Ársskógsströnd og uppalin þar. Hún var mjög vel
gefin til munns og handa. — Þegar hún var um tví-
tugsaldur, var hún vinnukona í Stærra-Árskógi. Þá
var það eina nótt um vortíma, að hún vakti við að
hreinsa á túni og stóð svo á, að hún var ein. Hún
var á suðurtúriinu, skamrnt frá bænum. Nokkurri
stundu eftir háttatíma sá hún að líkfylgd var að
koma og stefndi til bæjar. Ekki voru líkmenn marg-
ir og ekki þekkti hún hestalitinn, svo að hún gæti af
því vitað, frá hvaða bæ væri komið. Ekki gerðu
komumenn vart við sig á bænum, heldur gengu þeir
rakleitt út í kirkjugarð með kistuna. Ingíbjörg stóð
á þeim stað á túninu, að ekki horfði svo við, að hún
sæi, hvort líkkistan væri borin í kirkju, eða ekki,
en hún sá mennina taka gröfina, og stóð það ekki
á löngu. Hún heyrði líka einkennilegan söng, á
meðan moldinni var mokað ofan í gröfina og svo
hringingu á eftir. Að því búnu fóru líkmennirnir
sömu leiðina aftur. Enginn ávarpaði Ingibjörgu,
eða leit við henni, en þó fannst henni þetta, sem
hún sá og heyrði, hafa svo mikil áhrif á sig, að
hún var nærri fallin í ómegin. Lengi á eftir var hún
hjá sér og undarleg. — Fáum árum síðar fór hún
að kenna sjúkleika á þann hátt, að hún varð afl-
laus í fótum og færðist aflleysið síðan um allan
neðri hluta h'kamans; ætluðu margir, að hún mundi