Gríma - 01.09.1933, Side 37

Gríma - 01.09.1933, Side 37
LÍKFYLGDIN ;5o hafa orðið of hrædd við atburð þann, sem greint hefur verið frá, og af því mundi sjúkdómur hennar stafa. — Hún hélt sjálf að þetta hefði verið álfa- fólk, sem hún sá til og heyrði. Ekki er getið um, að nein nývirki hafi sézt í kirkjugarðinum, þar sem henni sýndist gröfin vera tekin. Allan seinni hluta æfi sinnar var Ingibjörg rúm- föst, en vann mikið i höndunum og hafði bæði um- sjón og fyrirhyggju fyrir ýmsu á heimilinu. Var hún vel þokkuð og mikils metin af öllum, er hana þekktu. Aldrei var hún við karlmann kennd, og varð kona gömul. Á seinni árum sínum var hún í Svarfaðardal og dó á Jarðbrú nálægt miðri nítjándu öld. — Mjög fáum sagði hún sögu þessa, en hér er hún höfð eftir konu, sem var Ingibjörgu ná- kunnug og dó 1875. Huldukind fdSruí. (Eftir handriti Þorsteins Þorkelssonar frá Hvarfi). Á fyrri hluta nítjándu aldar bjuggu á Hriflu í Ljósavatnshreppi hjón þau, er hétu Jón og Itagn- hildur. Jón var ráðvendnismaður og þótti heldur einfaldur, en húsfreyja var skynsemdarkona. — Það var einu sinni seint á sumri, að Ragnhildi dreymdi að til hennar kæmi huldukona og segði við hana: »Þú hefur fengið meiri heyskap í sumar en eg. Taktu nú af mér eina á til fóðurs í vetur«. »Það 3* L

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.