Gríma - 01.09.1933, Page 39

Gríma - 01.09.1933, Page 39
HULDUK.IND FÓÐRUÐ 37 sínum í sumargjöf, því að hann notaði munntóbak. Þótti mönnum undarlegt, að húsfreyja skyldi liafa tóbaksráð um það leyti árs, því að þá var tóbaks- laust í næstu verzlunarstöðum og engin sigling komin. Silfurskeiðina átti hún lengi og sáu hana margir nafnkenndir menn; ekki var hún sérstak- lega fagurlega smíðuð, en íburðarmikil. Ekki er þess getið, að neinn gröftur hafi á henni verið, svo sem smiðir eru vanir að setja á smíðisgripi sína. — Húsfreyja sagði engum frá atburði þessum fyrr en nokkuð var liðið frá. 13. Álfabðrnin í Mfiðroielli. (Eftir liandriti Þorsteins Þorkelssonar frá Hvarfi). Um aldamótin 1700 bjó sá maður í Möðrufelli í Eyjafirði, er Jón hét og var Magnússon; hann var í betri bænda röð. Hann var faðir Einars spítala- haldara í Möðrufelli, föður séra Magnúsar, er var prestur á Tjörn 1769—94. Það var eitt vor, að Jón bóndi ætlaði að hlaða sér UPP nýjan stekk; þóttu honum ærnar gera of mik- inn ágang á túnið, af því að stekkjarstæðið var ekki nógu hagkvæmlega valið. Þótti tiltækilegast að hlaða nýja stekkinn uppi á hól, sem var ekki all- skammt frá bænum. Einn góðan veðurdag fór hann að stinga upp hnausa á hólnum; var ætlun hans að lækka hólinn nokkuð, en nota hnausana til hleðslu. Þegar hann hafði stungið nokkra hnausa, komu til hans fjögur börn, mismunandi að stærð. Þau heils-

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.