Gríma - 01.09.1933, Qupperneq 49
MóBERGS-HJÁLMÁ
47
en í vikunni fyrir jólin gerði hláku og frysti á
eftir í hreinu, svo að jörð var auð, en svellalög
nokkur. Á Þorláksdag hleypti bóndi Hjálmu liclu
út til að leika sér; ekki þorði hann að sleppa henni
lausri, heldur hafði hann band um hálsinn á henni
og hélt í endann, en lofaði henni að hlaupa um
túnið eftir vild. Vildi þá svo óheppilega til, að bóndi
rasaði á svelli og missti af bandinu, en Hjálma
stökk upp eftir fjallshlíðinni upp á klettabelti það,
sem bærinn dregur nafn af. Bóndi hljóp á eftir
henni allt hvað hann gat, og var rétt að kalla bú-
inn að ná í bandið uppi á klettabeltinu, en þá tók
hún viðbragð og hrataði fram af því, þar sem hæst
var. Varð bónda fyrir að setjast og kasta mæðinni,
því að hann þóttist þess fullviss, að kvígan væri
steindauð. Fór hann síðan niður klettabandið á öðr-
um stað, gekk heim og tók húskarl sinn með sér tii
þess að sækja ræfilinn af kvígunni. Brá þeim mjög
í brún, þegar þeir komu upp undir klettana, því
að þar sáust engin örmul eftir af Hjálmu, svo að.
þeir urðu að snúa heim aftur við svo búið. Þótti
ekki sjálfrátt um afdrif kvígunnar og þó einkum
það, að hræ hennar skyldi ekki finnast. — Var svo
tíðindalaust til sumarmála.
Á sumardagsnóttina fyrstu dreymdi bónda, að
til hans kæmi mjög vingjarnlegur maður, sem hann
þekkti ekki. Kvaðst hann vera kominn til að tjá
bónda innilegustu þakkir sínar fyrir það, að hann
amaðist ekki við byggð sinni í landareign hans.
Bóndi sagðist eiga bágt með að amast við henni, því
að hann hafi ekkert um hana vitað. »Eg hef samt
verið hér svo árum skiftir«, mælti draummaðuriim,
»og eg þóttist ekki geta launaö þér það á neinn hátt