Gríma - 01.09.1933, Qupperneq 49

Gríma - 01.09.1933, Qupperneq 49
MóBERGS-HJÁLMÁ 47 en í vikunni fyrir jólin gerði hláku og frysti á eftir í hreinu, svo að jörð var auð, en svellalög nokkur. Á Þorláksdag hleypti bóndi Hjálmu liclu út til að leika sér; ekki þorði hann að sleppa henni lausri, heldur hafði hann band um hálsinn á henni og hélt í endann, en lofaði henni að hlaupa um túnið eftir vild. Vildi þá svo óheppilega til, að bóndi rasaði á svelli og missti af bandinu, en Hjálma stökk upp eftir fjallshlíðinni upp á klettabelti það, sem bærinn dregur nafn af. Bóndi hljóp á eftir henni allt hvað hann gat, og var rétt að kalla bú- inn að ná í bandið uppi á klettabeltinu, en þá tók hún viðbragð og hrataði fram af því, þar sem hæst var. Varð bónda fyrir að setjast og kasta mæðinni, því að hann þóttist þess fullviss, að kvígan væri steindauð. Fór hann síðan niður klettabandið á öðr- um stað, gekk heim og tók húskarl sinn með sér tii þess að sækja ræfilinn af kvígunni. Brá þeim mjög í brún, þegar þeir komu upp undir klettana, því að þar sáust engin örmul eftir af Hjálmu, svo að. þeir urðu að snúa heim aftur við svo búið. Þótti ekki sjálfrátt um afdrif kvígunnar og þó einkum það, að hræ hennar skyldi ekki finnast. — Var svo tíðindalaust til sumarmála. Á sumardagsnóttina fyrstu dreymdi bónda, að til hans kæmi mjög vingjarnlegur maður, sem hann þekkti ekki. Kvaðst hann vera kominn til að tjá bónda innilegustu þakkir sínar fyrir það, að hann amaðist ekki við byggð sinni í landareign hans. Bóndi sagðist eiga bágt með að amast við henni, því að hann hafi ekkert um hana vitað. »Eg hef samt verið hér svo árum skiftir«, mælti draummaðuriim, »og eg þóttist ekki geta launaö þér það á neinn hátt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Gríma

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.