Gríma - 01.09.1933, Blaðsíða 56
54
HULDUÆR
greiðlega að hýsa heimaærnar, en öllu verr með þær
ókunnu; þó tókst honum það að lokum með aðstoð
mjaltakvennanna. Síðan var fjárhúshurðin tekin af
hjörum og lögð þversum fyrir dyrnar, svo að nokk-
urt autt bil var fyrir ofan hana. Þegar ókunnu ærn-
ar voru komnar inn, var sem þær kynnu mjög illa
við sig, því að þær þefuðu af heimaánum, voru ijón-
styggar og létu ólmlega. Þó fékk smalinn hand-
samað þær og skoðað mörkin; var sama mark á
báðum, þrígagnbitað bæði eyru, og þótti smalanum
það undarlegt mark. Gripu þá mjaltakonurnar á
jugrum þeirra; voru þau full, en einkennileg að
því leyti, að einn speni stóð beint niður úr hvoru
þeirra. Var ánum síðan sleppt, en jafnskjótt tóku
þær viðbragð og stukku út fyrir fjárhúshurðina;
hlupu þær síðan í einum spretti ofan allar mýrar,
unz þær hurfu ofan í Litladalsárgil. Menn, sem voru
að slá á túninu, sáu ærnar á hlaupunum, og fóru
þær svo hart yfir, að mönnum sýndist í fyrstu, að
tvær álftir flýgju þar lágt með jörð. Mark það, er
á ánum var, hafði enginn heyrt fyrr og ekki var þaö
finnanlegt í gildandi markaskrám. Var því ætlun
manna, að ær þessar hafi verið huldufólks eign,
enda spurðist aldrei til þeirra framar.
Sögukonan, Gróa húsfreyja i Árnesi, er dóttir
Steins bónda í Litladal, sem fyrr er getið. Var hun
ung að aldri, er þetta gerðist; söguna hefur hún
eftir foreldrum sínum; en Iíallgerður móðir hennar
var önnur mjaltakonan, sem sá og skoðaði huldu-
ærnar,