Gríma - 01.09.1933, Side 57

Gríma - 01.09.1933, Side 57
SKATAN í HVITÁ 5S 23. Skatan i Hvítá. (Handrit skólastjóra séra Magnúsar Helgasonar). Pétur Einarsson, er kunnur er frá »mannskaöan- um á Mosfellsheiði« og síðar var bóndi í Áhrauni og að Felli, bjó fyrst í Auðsholti í Biskupstungum. Þar bjó þá og Eyjólfur tengdafaðir hans, faðir Helgu fyrri konu hans. Auðsholtsbændur hafa löng- um stundaö laxveiði í Hvítá með ádrætti og haft bát til veiða. Einu sinni sem oftar voru þeir Eyjólf- ur og Pétur að veiðum. Þeir voru staddir neðanvert við Tunguey, nálægt því er Tungufljót kemur í Hvítá. Kemur þá upp rétt fyrir framan netið og syndir hægt á undan því grátt bak allbreitt og langt, líkt og þar færi gríðarstór skata; kvaðst Pétur, sem sjálfur sagði mér þessa sögu, glöggt hafa séð, hvernig hún bærði börðin. Pétur varð allur á lofti og vildi róa bátnum að þessari skepnu og fá af henni nánari kynni, en Eyjólfur tók því fjarri að glettast neitt við hana, og kvað það ekki vera í fyrsta sinn að hann sæi hana á þessum slóð- um. Hlaut hann að ráða, en Pétur undi illa við. Ekki sá hann skepnu þessa síðary enda varð eigi vist hans löng í Auðsholti eftir þetta. Svo glöggt kvaðst hann hafa séð þetta, að um enga missýningu gæti verið að ræða; fjarlægðin hefði eigi verið nema fáar álnir. Skatan fór hægt undan netinu lítinn spotta og stakk sér þá á kaf. Þetta var um sumar og gat ekki verið um sandjaka að ræða, sern oft geta orðið til blekkingar í leysingum vetur og vor.

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.