Gríma - 01.09.1933, Blaðsíða 62
60
SAGAN AF NÆFRAKOLLU
25.
Sagan af Næfrakolla.
(Eftir handriti Baldvins Jónatanssonar. — Sögn Ásdísar
ólafsdóttur).
í fymdinni bjug-gu karl og kerling í koti, langt
frá öðrum mannabyggðum; þau voru engir útilegu-
menn, heldur höfðu þau af frjálsum vilja tekið sér
bólfestu þar. Kerling hafði á yngri árum þótt
forkunnar-fríð sýnum og verið hin mesta hann-
yrðakona; höfðu því margir efnilegir menn leitað
ráðahags við hana, en hún neitað öllum. Unni h.ún
manni nokkrum snauðum, sem kominn var af heið-
arlegu alþýðufólki og hafnaði góðum gjaforðum og
miklum arfi til þess að fá að njóta hans. Settust
þau að á koti þessu, til þess að forðast glaum heims-
ins og aðkast mannanna. Voru hjónin öldruð orðin,
er saga þessi byrjar. Þau áttu þrjár gjafvaxta dæt-
ur, allar fríðar sýnum og gervilegar; sú elzta hét
Ása, önnur Signý, en sú yngsta Helga; bar hún af
systrum sínum að vitsmunum, dyggðum og fegurð.
Gamla konan kenndi Helgu allar kvenlegar listir,
sem bezt hún gat, enda unni hún Helgu mest sinna
barna. Vegna þessa öfunduðu eldri systurnar liana
svo mjög, að lá hatri næst, en Helga bar það með
þolinmæði og stillingu. Þegar fram liðu stundir,
urðu margir góðir menn til að biðja hennar, en hún
neitaði þeim öllum og barði við æsku sinni; sat hún
við sinn keip, þótt ýmsir leituðu liðs hjá foreldrum
hennar til kvonbænanna. Ásu og Signýju þótti nú
sem Helga stæði þeim í ljósi fyrir gjaforðum og
reyndu með ýmsu móti að láta henni það í koll