Gríma - 01.09.1933, Side 66

Gríma - 01.09.1933, Side 66
M SAGAN AP NÆPRAKOLLU lirædd við manninn, að hún þorði ekki annað en stíga á klæðið hjá honum. Hann tautaði þá fyrir munni sér einhver orð, sem Helga skildi ekki, og samstundis tókst klæðið með þau í háa loft, svo aö kotið hvarf bráðlega sjónum hennar; sá hún jörðina aðeins í óglöggri móðu, en tungl og stjörnur skýr- ara en áður. Bað hún þá karlinn að fara með sig heim aftur, en hann svaraði engu öðru en því, að hann hefði lofað henni að sýna henni margt hulið og enn væri nokkuð eftir, sem hún yrði að fá að sjá. Sá hún þá,að ekki var til neins að biðjast vægð- ar, en fyrr vildi hún lífinu týna en að láta nema sig nauðuga á burtu; ætlaði hún að kasta sér út af klæðinu, en þá var hún föst við það og mátti sig hvergi hræra. Svifu þau nú áfram yfir lög og lönd, þangað til klæðið loksins lækkaði flugið og leið niður á jörð í fögru skógarrjóðri; stóð þar lítið hús í skógarjaðrinum. Stigu þau af klæðinu og sá Helga ekki, hvað karl gerði af því. Þá ætlaði karl að leiða hana heim að húsinu, en hún bað hann grátandi að fylgja sér heim aftur eða að lofa sér að deyja að öðrum kosti. »Þú ert nú algerlega á mínu valdk, svaraði karl, »og verður þú að una því, sem orðið er. Sótti eg þig ekki til þess að sleppa aftur af þér hendinni; en óhrædd máttu vera, ef þú sýnir mér ekki mótþróa. Þetta er þér hæfileg ráðning fyrir það, að þú neitaðir mörgu góðu gjaforði. Nú skal eg líka minnast þess, að móðir þín neitaði forðum bróður mínum um eiginorð, og svo atvikaðist, að það varð hans bani. Eg er nú sjálfur konulaus og er því ekki nema sanngjarnt, að þú gangir mér á hönd. íhugaðu nú það, sem eg segi þér, og sjá muntu það, að hér duga engin mótmælk. Brá Helgu

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.