Gríma - 01.09.1933, Qupperneq 72

Gríma - 01.09.1933, Qupperneq 72
70 SAGAN AF NÆFRAKOLLU pabbi?« »Ekki svo sem til neins«, svaraði karl. »en fallegur er hann, það er satt«. Helga lézt nú vera að skoða steininn, hélt á honum í vinstri lófa sér og óskaði sér þess í huganum, að hún kynni að ráða rúnirnar á klæðinu og hagnýta sér náttúru þess. Þá var sem augu hennar opnuðust og að henni væri hvíslað, hvernig hún skyldi haga sér í því efni, en ekki lét hún á neinu bera. »Lofaðu mér að hafa þenna stein, pabbi«, mælti hún, »hann er svo fallegur, að eg held að eg gleymi allri sorg minni, ef eg fæ að leika mér að honum«. Karl jánkaði því með dræmingi, en auðséð var, að nú þótti honum nóg um keipa dóttur sinnar. Helga ætlaði að þreifa á klæðinu, en þá skellti karl kistlinum í lás og nuelti: »Nóg er nú að gert, og er engu líkara en að mér sé farið að förlast. Má vel vera, að móðir þín hafi vitað meira en mér var hollt, og síðan sagt þér. Henni hef eg þó bezt trúað, og þess nýtur þú nú, að hún er dáin; var hún mér svo hugþekk, að eg mátti ekki án hennar vera. En þín má eg ekki missa fyrir nokkurn mun. Sé eg það raunar, að eg hef ver- ið þér of leiðitamur; má ekki sköpum renna og dregur til þess, sem verða á«. Var karl allþung- brýnn orðinn, en Helga lét sem hún skyldi ekki, við hvað hann ætti. Tók hún óskasteininn í sínar vörzlur og gætti hans vandlega. Um kvöldið ætlaði karl þegar að leggja Helgu í sæng hjá sér; tók hún því ekki ólíklega, en sagði að sér bæri skylda til að vaka yfir líki móður sinn- ar þrjár fyrstu næturnar, svo sem siður væri með kristnum mönnum. Lét karl það gott heita og gekk einn til sængur. Lagðist Helga í hægindi hjá líkinu, en er á leið nóttina, seig henni svefn í brjóst.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Gríma

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.