Bændablaðið - 19.09.2019, Side 7

Bændablaðið - 19.09.2019, Side 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 2019 7 LÍF&STARF Kristinn Reyr (1914–1999) var sér­lega fjölhæfur listamaður. Fékkst mikið við listmálun, var þekktur rithöfundur og fékkst einnig talsvert við lagasmíðar. Eftir Kristin lifa líka fjölmargar vísur sem urðu landfleygar, eins og þessi fyrsta vísa þáttarins: Víða til þess vott ég fann víðar en í Kana, er andinn kemur yfir mann eins og postulana. Sennilega er næsta vísa ort á skömmtunar­ árunum: Ástandið er ekki gott, ýmsir telja samt, að þjóðin hafi þurrt og vott. Þetta vota er skammtað. Næstu þrjár vísur Kristins þurfa ekki sérstakra skýringa með: Gott er fjáðum að glotta, glott ber um hagsæld vottinn, drottinn. Ég er að dotta, dottinn í lukkupottinn. Hver sem beint á hausinn fer hafi á því gætur, að halla sér og halla sér, já halla sér á fætur. Köld ertu kæra veröld, kaldari‘en ég á skilið, heimasætan er háttuð hinu megin við þilið. Hér áður fyrr voru læknar, og ekki síður prestar, vinsælt efni til vísnagerðar. Þá voru nefnilega persónuverndarlög ekki fullmótuð og því sitthvað látið vaða án verulegra eftir­ mála. Ólafur Ólafsson Briem á Sauðárkróki orti forðum um framantalda embættismenn. Þótt beygingarvillu sé að finna í fyrri vís­ unni, þá verður hún ekki lagfærð hér, enda smámunir hreinir ef miðað er við allt níðið sem framið er í dag, bæði í tal­ og ritmáli: Læknirarnir lífga þá lítið til sem finna, meðul þeirra munu á mörgum hraustum vinna. Prestar stólnum eru í eins og hrossabrestir. Tilfinningu tapa því tilheyrendur flestir. Svo orti Ólafur líka til kaupmanna stéttar­ innar: Faktorar með svarta sál samviskuna fela, hjarta þeirra er hart sem stál og hlakkar til að stela. Einnig orti Ólafur um verkamenn þess tíma: Vinnumenn með verkin létt víða liggja flatir, svikulir í sinni stétt, svörulir og latir. Þegar hér er komið vísnaverki, og styttist til jóla og áramóta, er ráð að breyta frá vammyrtum kveðskap til hátíðlegri vísna. Í „ Flóanum“, tímariti sem gefið var út á Blönduósi um árabil, birtist þessi vísa eftir öðlinginn Óskar Sigurfinnsson í Meðalheimi á Ásum: Útlitið er afar ljótt, úfinn Húnaflóinn. Kertasníkir kom í nótt með kartöflu í skóinn. Ingólfur Ómar Ármannsson á svo síðustu hátíðarkveðju ársins: Vetur sjóli kreppir klær, kuldagjóla næðir. Hátíð jóla helg og skær hugarbólið glæðir. Með kærum jóla- og nýársóskum. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 240MÆLT AF MUNNI FRAM Fanndís Viðarsdóttir, Vignir Sigurðsson og Viðar Bragason, sem kjörinn var íþróttamaður ársins hjá Létti fjórða sinn í röð. Viðar íþróttamaður Léttis fjórða árið í röð Viðar Bragason hjá Hestamannafélaginu Létti hlaut nafnbótina íþróttamaður Léttis fyrir árið 2019 og er það fjórða árið í röð sem hann hlýtur þá viðurkenningu og þykir vel að titlinum kominn eitt árið enn. Afreksknapi Léttis í ungmennaflokki 2019 var kjörin Valgerður Sigurbergsdóttir sem stóð sig frábærlega á árinu. Léttismenn efndu til uppskeruhátíðar á dögunum og héldu þá í leiðinni jólaboð fyrir sjálfboðaliða þar sem boðið var upp á hátíðlega umgjörð um samkomuna. Þetta er í fimmta sinn sem Léttir býður sjálfboðaliðum í félagsstarfinu til jólaboðs og er það jafnan vel heppnað, andi þakklætis og virðingar svífur yfir vötnum. Sigfús Ólafur Helgason, fram­ kvæmdastjóri Léttis, segir að án þess ómet­ anlega starfs sem ótal sjálfboðaliðar leggja fram væri félagsstarfið ekki í líkingu við það sem raun ber vitni. Á samkomunni var Andrea Margrét Þorvaldsdóttir, fyrrverandi formaður Léttis og fleira, sæmd silfurmerki Léttis fyrir frábær störf í þágu félagsins í árafjöld. /MÞÞ Andrea Margrét Þorvaldsdóttir, fyrrverandi formaður Léttis og fleira, var sæmd silfurmerki félagsins fyrir frábært starf í þágu Léttis til fjölda ára. Atli Freyr Maríönnuson, Eva María Aradóttir og Valgerður Sigurbergsdóttir, afreksknapi Léttis í ungmennaflokki. Björn Jóhann Jónsson, for- maður Léttis, er þeim við hlið. Jólaboð sjálfboðaliðans var haldið samhliða uppskeruhátíðinni, en um er að ræða fastan og skemmtilegan lið í félagsstarfinu þar sem því fólki sem dregur vagninn er þakkað sitt framlag. Góður andi er jafnan í jólaboðunum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.