Bændablaðið - 19.09.2019, Síða 27

Bændablaðið - 19.09.2019, Síða 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 2019 27 Í byrjun desember var haldin áhugaverð ráðstefna í Noregi um notkun á trjátrefjum í stað plasts við framleiðslu á ýmsum vörum svo sem umbúðum fyrir matvæla- iðnað. Norska rannsóknarstofn- unin RISE PFI, sem er viðurkennd fyrir ferla og vörur sem byggja á sellulósatrefjum áttu fulltrúa á ráðstefnunni. Þetta fjallar um trefjar frá trjám, það sem við búum til pappír og umbúðir af í dag. Ekki er hægt að skipta út öllu plasti með trefj- um unnum úr timbri í dag en nú er þróunarvinna í gangi með nýjar vörur sem byggja á þessari tegund af trefjum sem er hundrað prósent niðurbrjótanlegt í náttúrunni,“ segir Kristin Syverud, rannsóknarstjóri hjá RISE PFI, og bætir við: „Í Noregi eru framleiddar trefjar úr trjám en það eru mismunandi ferlar sem gefa okkur trefjar með mismunandi eiginleikum. Þetta eru efna- og eða vélrænir ferlar eða blanda af hvoru tveggja. Við framleiðsluna eru bæði notuð barr- og lauftré en í Noregi er mest af því fyrrnefnda. Enn sem komið er verður ekki auðvelt að fara úr plasti yfir í vörur sem framleiddar eru úr trjátrefjum. Það er mikill áhugi á því að finna eitthvað sem hægt er að nota í stað plasts og til að mynda mörg fyrirtæki sem í dag nota plastumbúðir sem horfa í möguleikana á því að skipta þeim út fyrir umhverfisvænni lausnum.“ /ehg Vondu veðri fylgir mjög oft rafmagnsleysi. Látum það ekki koma okkur á óvart! KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 / 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Allar stærðir af CAT rafstöðvum: Opnar stöðvar Stöðvar í húsi Stöðvar í gám Ásamt aukabúnaði eins og sjálfvifvirkum skiptirofa og fl. Öflug og góð þjónusta Allar stærðir af AJ Power rafstöðvum: Opnar stöðvar Stöðvar í húsi Stöðvar í gám Ásamt aukabúnaði eins og sjálfvifvirkum skiptirofa og fl. Öflug og góð þjónusta Norska rannsóknarstofnunin RISE PFI: Horfa í trjátrefjar í stað plasts Kristin Syverud, rannsóknarstjóri hjá RISE PFI. óskar lesendum sínum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Gróðureldar í Ástralíu: 250 milljón tonn af CO2 Andfætlingar okkar í Ástralíu hafa undanfarna mánuði barist við gríðarlega runna-, gresju- og skógarelda vegna mikilla þurrka. Reiknuð losun CO2 vegna eldanna eru 250 milljón tonn sem jafngild- ir um helmingi af árlegri losun álfunnar. Eldarnir eru mestir í New South Wakes og Queensland og hafa logað síðan í ágúst. Samkvæmt útreikning- um er losunin í New South Wakes um 195 milljón tonn og talsvert meiri en í Queensland þar sem los- unin er áætluð um 55 milljón tonn. Áætluð heildarlosun í Ástralíu árið 2018 var 532 milljón tonn. Um 2,7 milljón hektarar af landi hafa brunnið í New South Wakes með geigvænlegum afleiðingum fyrir dýralíf og íbúa svæðisins. Gert er ráð fyrir að eldarnir muni halda áfram þar sem ekki er gert ráð fyrir rigningu á svæðinu á næstunni. Eldar á gresjum og runnagróðri eru ekki óalgengir þar sem þurrkar eru árlegir og jafnvel nauðsynlegir til að gróður nái að endurnýja sig. CO2 losun við slíka bruna binst yfir- leitt fljótt aftur þegar gróðurinn tekur að vaxa á ný. Öðru máli gegnir um skógar- elda þar sem tré eru iðulega lengi að vaxa og getur endurheimt þeirra og binding CO2 í þeim tekið marga áratugi. Einnig hefur verið bent á að vegna þurrkanna undanfarið hafi dregið verulega úr bindingu gróð- urs í Ástralíu á CO2 þar sem vöxtur gróðurs er í lágmarki. /VH Staðsetning helstu gróðurelda í Ástralíu.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.