Bændablaðið - 19.09.2019, Page 48

Bændablaðið - 19.09.2019, Page 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201948 SKÓGRÆKT&LANDGRÆÐSLA Ber að neðan, aflimun trjáa Að ganga um skóg þykir flestum yndislegt. Maður endurhleður batteríin í kyrrðinni og hreina loftinu. Fátt toppar þó að ganga um skóg og snyrta tré. Það er gott fyrir sálartetrið okkar, er góð lík- amsrækt og gerir gæfumuninn fyrir skóginn. Að vera einn í skóginum eða vera með hóp, það er bæði gaman. Þetta er eitthvað sem allir þyrftu að prófa. Það er alltaf eitthvað hægt að möndla í skóginum. Í útgáfu Bændablaðsins frá 15. mars 2019, á blaðsíðu 50, kom út greinin „Toppnum náð“ sem fjallaði um helstu atriði tvítoppaklippingar. Þessi grein er sjálfstætt framhald af henni og fjallar um uppkvistun trjáa. Orðið „uppkvistun“ Til eru nokkur orð sem notuð eru yfir að fjarlægja greinar af stofni trés. Með orðinu „uppkvistun“ er átt við greinahreinsun á lifandi tré. „Afkvistun“ er þegar greinar eru fjarlægðar af stofni trés sem hefur þegar verið fellt, t.d. við grisjun eða stormfall. Í báðum tilfellum er um greinahreinsun að ræða, þó í mis­ munandi tilgangi. Tilgangur Það geta legið margar ástæður fyrir að uppkvista tré. Í görðum er gjarnan um fegrunaraðgerð að ræða eða bót á aðgengi. Þegar tré í nytjaskógi eru uppkvistuð er venjulega verið að gera góð tré betri og eftirsóknarverðari söluafurð síðar meir. Með uppkvistun verður álag viðarins jafnara og þar af leiðandi sterkari sé verkið unnið af kostgæfni. Uppkvistun er því hluti af ræktunarferli úrvals timburs. Timbrið Allar tegundir trjáa má uppkvista og gerir það öllum trjám gott. Greinar geta verið harðar eins og á greni, mjúkar eins og fura, stökkar eins og lerki og allt þar á milli. Markaðurinn ræður eftirspurn á nytjaviði en fram­ boð á innlendum viði er og verður í höndum skógræktenda. Því fjöl­ breyttari sem skógarauðlindin er þeim mun meira úrval er á mark­ aðnum. Vænta má að eftirspurn eftir kvistlausu timbri eigi eftir að aukast á næstu árum og áratugum vegna vaxandi vitundar almennings kostum tumburs. Ekki á haustin Það skal varast að uppkvista í skógum á haustin, eða frá byrjun september fram að kuldatíð vetrarins. Á því tímabili eru skógarnir að leggjast í dvala og geta illa varið sig fyrir sveppagróum sem ennþá eru í loftinu á þessum tíma og geta stundum farið illa með trén, komist þau í bert sár. Heppilegast er að klippa að vetri því þá eru greinar meðfærilegastar. Á sumrin er það í lagi trjánna vegna en það getur verið erfiðara að meta form trjánna þegar skógurinn er í skrúða. Á vorin er mikil vatnsupptaka í trjánum og sár eiga það til að „blæða“ mikið á þeim tíma. Það getur skemmt viðinn. Auk þess eru fiðraðir vinir okkar óhressir með langvarandi heimsóknir á vorin. Undirbúningur Þegar snyrta á tré er best að hafa meðferðis viðeigandi verkfæri, vinnuföt, vinnuhanska, skyndi­ hjálparbúnað og öryggisgleraugu. Viðeigandi verkfæri eru greinasagir sem passa vel í hönd, ýmist með stuttu skafti eða löngu. Greinaklippur geta einnig komið að gagni. Keðjusagir, rafmagns eða bensín, eru ekki æskileg verkfæri því yfirleitt er ekki verið er saga sverari greinar en puttaþykkt og hættan á skemmdum á berki eftir slík verkfæri er meir en með handsög, þar sem auðveldara er að hafa stjórn á handsög en keðjusög. Það er góður siður að þrífa verkfærin vel og sótthreinsa ef ætlunin er að fara á milli landshluta eða skógarreita með verkfærin. Sárið á trénu Þegar grein er söguð eða klippt af stofni trés skal alltaf hafa sem og hreinastan skurð og skiptir þá miklu máli að verfærin séu beitt. Gæta þarf að særa ekki nærliggjandi greinar. Það er mismunandi milli trjátegunda hvað má klippa nærri stofni en í flestum tilvikum má hafa tvennt að leiðarljósi: að klippa sem næst stofni og að skilja eftir sem minnst yfirborð á sárinu. Furugreinar Við skilin, þar sem grein furu gengur í stofninn, má smá „krumpu“ og er hún greinlegri eftir því sem greinin er sverari. Þetta nefnist „greinarháls“ eða „hulsa“ og þar eru mikilvæg varnarhormón fyrir tréð. Þegar grein er söguð á furu skal komast hjá því að særa greinarhálsinn, heldur saga alveg upp að henni. Varfærni er besta færnin Tré sem brotnar í stormi brotnar þar sem það er veikast fyrir, eins og við tvístofn. Eitt viðmið er að uppkvista ekki mikið hærra en nemur hálfri hæð trésins. Tré, sem hafa fíngerða krónu og fella barr eða lauf, (t.d. lerki og birki) þola hærri uppkvistun en sígræn tré og krónumikil (fura og greni). Við þau tré getur jafnvel verið varasamt að afgreina hærra en þriðjung neðan af trénu. Tré í skógi veitir skjól fyrir hvert annað. Eftir því sem skógurinn er þéttari minnkar notagildi greina neðst á trjánum og með tímanum drepast þær og eru engum til gagns. Gæðaviður Þegar ætlunin er að rækta gæðavið er gott viðmið að uppkvista þegar stofn trésins er um það bil 5­7 cm í þvermál í brjósthæð (ÞBH) og þá eru trén venjulega 3­5 metra há. Það hefur lítið upp á sig að eiga við tré lægri en mannhæð. Þegar greinar eru sagaðar af tré sem er mikið sverara en 7 cm ÞBH þá eru greinarnar gjarnan orðnar sverari en fingur og skapar það mögulega skemmd í viðinn og eykur sýkingarhættu. Ef það er gert þarf lagni við þegar um sverar greinar er að ræða. T.d. er gott að saga rauf undir greininni fyrst og svo saga afganginn ofanfrá. Ef um mjög svera grein er að ræða er árangursríkast að saga greinina svolítið frá stofni með fyrrgreindri tækni til að létta á greininni svo að hún rífi ekki börkinn niður eftir trénu. Eftir á má saga stubbinn af stofninum. Eftir að tré hefur náð yfir 12 cm ÞBHgagnast uppkvistunin lítið við að búa til gæðavið því sárin stækka eftir því sem greinarnar gildna og það tekur lengri tíma fyrir tréð að loka sárunum og hlutfall gæðaviðar verður lítið. Alls ekki má notast við barefli og berja greinar af trjám. Við þannig athafnir brotna greinar ekki alltaf alveg af, greinar geta rifið börkinn niður eftir stofninum og slæmar holur geta opnast inn í stofninn. Ef ætlunin er að nota axir þarf mikla lagni við og vert að benda á að eitt rangt högg getur bæði skaðað tré og mann. Eftir að grein er klippt eða – Uppkvistun og heilbrigður skógur Í skógi þar sem vaxa saman tvær kynslóðir skóga eða tvær ólíkar tegundir er æskilegt að greinahreinsa stóru trén svo trén í skógarbotninum hljóti ekki skaða af greinum þeirra. Mynd / Hlynur Gauti Sigurðsson Hér eru dæmigerðar hulsur á furugrein. Best er að saga greinina við hulsuna en ekki slétt við stofninn. Mynd / Hlynur Gauti Sigurðsson Á þessari mynd má sjá merki um bæði góð og slæm vinnubrögð. Getur þú greint á milli? Mynd / HGS Beit og skógrækt fer vel saman, sérstaklega í uppkvistuðum skógi. Mynd / Hlynur Gauti Sigurðsson Með uppkvistun má komast hjá niðurrifi vegna íss. Mynd / Kolbrún Guðmundsdóttir Alltaf er von. Hér er mikið álag á bolnum eftir að aukastofn var fjar- lægður. Þetta er þó betra en að hafa tvo stofna, eða fleiri. Mikilvægt er að fjarlægja aukastofna af trjám þegar þau eru ung. Mynd / HGS Jaðra má, ekki snyrta, en ekki of mikið því vindur og snjór á annars greiða leið í skóginn. Mynd / HGS Ágætt er að uppkvista tré sem er komið í rúmlega mannhæð. Mynd / HGS Fura kvistuð upp í 1/3 af hæðinni. Mynd / HGS

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.