Bændablaðið - 19.09.2019, Síða 60

Bændablaðið - 19.09.2019, Síða 60
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201960 LESENDABÁS Jólakveðja frá Framsókn Þau lýsa fegurst, er lækkar sól, í blámaheiði mín bernsku jól. Á þessu erindi hefst ljóð Stefáns frá Hvítadal sem heitir einfald- lega Jól. Og nú eru þau að koma, jólin, með öllum sínum hefðum og minningum. Fjölskyldur koma saman og gleðjast og svo eru ein- hverjir sem búa við það að eiga fáa að ef nokkurn. Það tíðkaðist oft til sveita og gerir enn að ein- stæðingum sé boðið til kvöldverð- ar á aðfangadag. Það er fallegur siður. Síðustu vikur hafa víða verið erfiðar á norðanverðu landinu. Óveðrið sem gekk yfir landið og afhjúpaði marga veikleika í grundvallarkerfum okkar, rafmagnskerfinu og fjar- skiptakerfinu, hefur orðið til þess að mikil umræða hefur skapast um hversu misjöfn aðstaða fólks er eftir því hvar það býr á landinu. Skaðinn sem óveðrið olli er mikill, stundum óbæt- anlegur, en vonandi getum við nú sameinast um að bæta úr þeim ágöllum sem upp hafa komið. Það væri virðingarleysi við þá sem eiga um sárt að binda eftir ofviðrið að gera það ekki. Ríkisstjórnin hefur sett á laggirn- ar starfshóp sem hefur þegar tekið til starfa. Hlutverk hópsins er að safna saman upplýsingum og koma með tillögur að úrbótum. Við það verður ekki unað að hluti þjóðarinnar búi við það öryggisleysi sem kom í ljós í óveðrinu fyrir norðan. Frá því ég byrjaði í stjórnmálum hafa byggðamálin staðið mér nærri. Árið 2013 skrifaði ég grein sem bar yfirskriftina Ljós í fjós og boðaði ljósleiðaravæðingu alls landsins. Hún er nú langt komin undir nafn- inu Ísland ljóstengt og verður staðan sú árið 2021 að 99,9% heimila og fyrirtækja verða tengd við háhraða- internet. Það er heimsmet. Ég hef einnig lagt mikla áherslu á að flytja störf frá höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðirnar. Það hefur vakið mismikla hrifningu en ég trúi því að og berst fyrir því að opinber störf eigi að vera um allt land, sérstaklega þegar kemur að störfum og stofnun- um sem tengjast náið grundvallaratvinnuvegum okkar. Það er enda einn af lærdómum óveðursins að opinberum störfum, til dæmis í orkugeiranum, hefur fækkað úti á landi. Ekki aðeins vegna meiri sjálfvirknivæðingar, heldur einnig vegna þess að störf, sérstaklega stjórnunarstörf, hafa sogast til höfuðborgarsvæðisins. Þekking á byggðunum og skilningur á aðstæðum hefur því minnkað eftir sem tíminn líður. Þetta hefur gerst á sama tíma og yfirlýst stefna stjórn- valda hefur jafnan verið að styrkja byggðirnar. Það er yfirlýst stefna ríkisstjórn- arinnar að færa opinber störf út á land. Það er meðal annars gert með stefnu um störf án staðsetningar. Þar hefur ráðuneyti mitt riðið á vaðið og nú hefur einn lögfræðingur verið ráðinn til starfa og er hann staðsettur á Sauðárkróki. Það er mikilvægt fyrir stjórnsýsluna að hafa annað sjónarhorn á landið en það sem er uppi í miðborg Reykjavíkur. Annar veruleiki sem hefur dregist inn í sviðsljósið er eignarhald á jörð- um. Við höfum séð að nauðsynlegar umbætur í vegamálum á sunnan- verðum Vestfjörðum hafa tafist vegna kæra frá sumarbústaðaeigend- um í Teigsskógi. Lagning ljósleiðara hefur einnig tafist á einstaka stað vegna svipaðra aðstæðna. Í raforku- kerfinu eru sömu vandamál uppi. Auðvitað þarf náttúran að njóta vafans en eins og ég hef áður sagt þá hljóta hagsmunir einstakra aðila sem snúa til dæmis að sjónmengun að víkja þegar almannahagsmunir eru meiri. Jarðamálin svokölluðu hafa verið mikið í umræðunni, sérstak- lega vegna uppkaupa auðkýfings á hátt 40 jörðum á norðausturhorni landsins. Því tengist einnig óskýrt eignarhald sem einhverra hluta vegna hefur liðist. Ríkisstjórnin hefur sett af stað vinnu varðandi það hvernig hægt er að takmarka jarðakaup og vinna að því að styrkja byggð því að jarðir án ábúenda hafa áhrif á atvinnustig byggðanna. Vinnan er í fullum gangi og vonast ég til að út úr henni komi aðgerðir sem tekið verður eftir og skipta máli fyrir byggðir um allt land. Enginn sættir sig við í nafni viðskiptafrelsis að hægt sé að kaupa heilu dalina eða héruð. Stórkostleg jarðauppkaup geta skaðað fullveldi landsins. Þau hafa áhrif á uppbyggingu samfélagsins. Slík jarðarsöfnun dregur kraft úr byggðum landsins. Dæmin sýna að heilu landsvæðunum er lokað fyrir frjálsri för. Við viljum ekki sjá slíka auðlindasöfnun. Þessi þróun gengur gegn hugsun framsóknar. Verkefni framsóknar er að tryggja fjölbreytta nýtingu auðlindar í þágu samfélags og þjóðar. Landbúnaður er ein af grund- vallaratvinnugreinum okkar og mikilvægt að henni sé búið gott umhverfi. Málið sem jafnan er tengt við hrátt kjöt var á borði þings og ríkisstjórnar fyrr á árinu og var niðurstaðan sú að snúa vörn í sókn. Framsókn stóð í febrúar fyrir fjöl- mennum fundi þar sem fjallað var um þá ógn sem steðjar að heims- byggðinni í formi sýklalyfjaónæmis. Ísland hefur einstaka stöðu í heim- inum varðandi sinn landbúnað. Íslenskir bændur nota sýklalyf af mikilli varfærni og sú ábyrgð sem þeir hafa sýnt eru mikilvæg lýðs- heilsu þjóðarinnar. Við hófum sókn og börðumst fyrir því að Ísland yrði fyrsta landið í heiminum til að banna dreifingu á matvælum sem innihalda tilgreind- ar sýklalyfjaónæmar bakteríur. Þessi sókn okkar snýst um sérstöðu íslensks landbúnaðar sem skapar einstaka stöðu okkar hvað varðar lýðheilsu en sýklalyfjaónæmi er ásamt loftslagsbreytingum helsta ógn við líf og heilsu manna og dýra í heiminum. Í þessu máli sýndum við svo ekki verður um villst að við erum framsækinn og framsýnn flokkur. Nýtt ár mun hafa miklar breytingar í för með sér á alþjóðasviðinu. Nágrannar okkar, Bretar, munu eins og útlit er fyrir ganga frá útgöngu sinni úr Evrópusambandinu þótt margir þræðir séu enn lausir. Sú atburðarás mun eflaust hafa áhrif á Ísland en ríkisstjórnin hefur lagt kapp á að fylgjast vel með henni og sjá tækifæri og ógnanir sem henni fylgja. Líklegt er að áhrifin á Evrópusamstarfið verði þó nokkur. Ég hef áður talað um mikilvægi þess að við stöndum fast á okkar þegar kemur að EES-samningnum. Við þurfum að vera vakandi fyrir þróun hans samningsins og hvernig hann verndar íslenska hagsmuni. Íslensk stjórnvöld hafa þær skyldur að hugsa um heildarhagsmuni þjóðarinnar og það munu þau gera. Ég vona að nýtt ár verði okkur farsælt. Stöndum vörð um það sem er gott og vinnum saman að umbót- um á því sem betur má fara. Ég óska bændum og búaliði og landsmönn- um öllum gleðilegra jóla. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra. Yfirborðskenndum pólitískum rétt trúnaðar kenningum hafnað Stórsigur Boris og breska íhaldsflokksins hefur svo miklu útbreiddari þýðingu en bara fyrir Bretland og Evrópusambandið. Þetta eru pólitísk vatnaskil þar sem fólkið, venjulega fólkið, hafn- ar öllum þeim yfirborðskenndu pólitísku rétthugsunarkenningum sem tröllriðið hafa hinu vestræna samfélagi undanfarinn áratug. Það er nefnilega svo merkilegt að eftir því sem háværar frekjuraddir kváðu harðar að með sínar „réttu“ skoðanir þeim mun sjálfhverfari varð heimurinn. Náungakærleikur og samkennd eru á miklu undan- haldi og fólk er löngu hætt að hugsa 'við' en í stað farið að hugsa 'ég'. Þessu harðneitar að sjálfsögðu vinstri hliðin en við þurfum ekki að líta langt til að sjá dæmi um þetta. Hér áður fyrr tíðkaðist að karlmenn opnuðu dyrnar fyrir kvenfólki en sá siður hefur að mestu liðið undir lok því nú geta herramennirnir orðið fyrir hörðum ávítum ef þeir svo mikið sem dirfast að rétta fram hjálparhönd af þessu tagi. Börnin hafa svo ekki farið varhuga af þessu en þeim er hent á milli stofnana því foreldrarnir hafa ekki tíma eða jafnvel áhuga á að sinna þeim og þunglyndi meðal ungmenna hækk- ar staðfastlega. Hvað er svo fengið með þessu annað en óhamingja? Nákvæmlega ekki neitt. Ég er nefnilega með kenningu um hvers vegna svo auðvelt hefur reynst að selja allar þessar rétt- hugsunarkenningar, sem eru ekkert nema orð á blaði, og hún er sú að fólk gengur um með bullandi sam- viskubit. Það stekkur því á hverja hugmyndina á fætur annarri sem lætur því líða örlítið betur með sjálft sig og auðvitað er það skiljanlegt. Það er ekki þar með sagt að það sé rétt en þannig rennur aukin skatt- heimta vegna loftslagsvár á hinu græna Íslandi ljúflega ofan í kokið á fólkinu okkar. Ekki vegna þess að það er endilega sammála þessari nálgun heldur vegna þess að þau eru með samviskubit. Ég las eitt sinn bók eftir Martha Stout sem er með doktorsgráðu í sálfræði og ber bókin heitið „The sociopath next door“, eða Siðblindinginn, við hliðina á þér og kemur sú bók inn á siðblindu og hvað það í raun er. Hún segir að uppáhaldstæki siðblindingjans til að stjórna öðrum sé samviskubit. Hann finnur sjálfur ekki fyrir því en verður fljótt sérfræðingur í að nota það gegn venjulegu fólki og ég tel ráðamenn nota þessa aðferð í allt of miklum mæli en í nótt þá hafnaði fólkið þessu. Það sagði hingað og ekki lengra. Nú hættið þið að segja okkur að gera eitt á meðan þið gerið annað. Nei, takk, við þessari kúgun. Já, takk, við einstaklingsfrelsi og mannkærleik. Við ætlum að elska okkur sjálf og elska aðra og við ætlum að breyta samfélaginu til hins betra. Ég hef nefnilega trú á því að samkenndin eigi eftir að koma aftur. Það er nefnilega gott að búa í sam- félagi þar sem fólk hjálpast að og styður hvað annað og þangað ættum við að stefna. Guðmundur Franklín Jónsson viðskipta- og hagfræðingur Guðmundur Franklín Jónsson. Sigurður Ingi Jóhannsson á Borgarfirði eystri þar sem Samtök sveitarfélaga á Austurlandi funduðu í október. Frá Dalvík í síðustu viku. Frá opnun verslunar í Norðurfirði.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.