Bændablaðið - 19.09.2019, Page 72

Bændablaðið - 19.09.2019, Page 72
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201972 LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Þau Ágúst og Anna Margrét hófu búskap á Stærri-Bæ árið 1994 og tóku við búi af foreldrum Ágústs. Býli: Bærinn okkar heitir Stærri- Bær. Staðsett í sveit: Bærinn er staðsettur í Grímsnes- og Grafningshreppi í nágrenni við Borg. Ábúendur: Á bænum búa Ágúst Gunnarsson, Anna Margrét, kona hans, og elsti sonurinn, Sigurður Yngvi. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Ábúendurnir og yngri sonurinn Guðjón sem er við nám í Reykjavík. Stærð jarðar? Jörðin er um 700 hektarar. Gerð bús? Við stundum kúabúskap ásamt því að vera skógræktarbændur. Fjöldi búfjár og tegundir? Gripir eru um 100 talsins, þar af um 40 mjólk- andi kýr. Einn pattaralegur krummi sér um músaveiðar og nokkrir hestar tilheyra okkur einnig. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hefðbundinn vinnudagur hefst með gjöfum og mjöltum. Gjöfum er svo sinnt 2–3 á dag ásamt ýmsum öðrum tilfallandi verkum eins og þrifum. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er að heyja og skera korn þegar tíð er góð, rétt eins og var í sumar sem leið. Leiðinlegast er að eiga við óþekkar kýr og liggja andvaka vegna bleytu- tíðar á sumrin. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Nýverið hófst bygging á 60 bása fjósi og eftir 5 ár má sjá fyrir sér bætta aðstöðu fyrir gripi og betri vinnuaðstöðu fyrir okkur að starfa við. Jafnvel getur hugsast að bætt hafi verið við kvóta verði það mögulegt. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við teljum mikilvægt að bændur séu virkir í félagsmálum og gætum sjálf verið virkari þar. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Íslenskur landbúnaður er í jákvæðri þróun og mikilvægt að hann geti blómstrað áfram. Til að svo megi verða þurfa íslensk stjórnvöld að skapa fordæmi með lögum og reglum sem styðja við bændur og búalið. Ef vel er að því staðið og bænda- forystan meðvituð um hvað gera skal er framtíð í íslenskum landbúnaði björt. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Við látum aðra um að finna tæki- færin varðandi útflutning á íslensk- um afurðum en höfum fulla trú á að hægt sé að gera enn betur á því sviði. Gæðin og sérstaðan eru til staðar. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Í ísskápnum er „alltaf“ til mjólk eða hún stutt undan. Skyr, smjörvi, lýsi, rabarbarasulta og marmelaði ómiss- andi líka. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Best þykir okkar að snæða góða nauta- eða lambasteik. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegt í búskapnum er þegar blessaðar kýrn- ar skreppa í heimsókn heim á bæ til að kíkja á pallinn eða jafnvel að kanna heita pottinn. Grafinn lax og kalkúnabringa Sítrus- og sinnepsgrafinn lax Þessi vinnsluaðferð tekur sólarhring og mun umbreyta óelduðum laxi í grafinn silkimjúkan fisk. Ekki ósvipað og graflax sem allir þekkja. Hráefni › 300 g salt › 200 g sykur › 100 g púðursykur › 1 tsk. svört piparkorn › 1 tsk. kóríanderfræ › 1 tsk. fennelfræ › 1 tsk. sinnepsfræ › ½ teskeið muldar rauðar chiliflögur › 1 beinlaust laxaflak › ½ teskeið fínt rifinn sítrónubörkur › ½ tsk. fínt rifinn lime-börkur › ½ tsk. fínt rifinn appelsínubörkur Aðferð Blandið saman salti, sykri, púðursykri, piparkornum, kóríander- fræjum, fennelfræjum og rauðum chilifræjum í miðlungsstórri skál. Dreifið helmingnum af sykur- og saltblöndunni á miðjuna á smjörpappír (sem er aðeins stærri en fiskurinn) ofan á bökunarplötu. Setjið fiskinn á blönduna með roðhliðina niður. Dreifið sítrónu-, lime- og appel- sínuberki jafnt yfir fiskinn; hyljið afganginn af flakinu með því sem eftir er af salt- og sykurblöndunni. Færið brúnir smjörpappírsins upp og yfir laxinn. Setjið aðra bökunarplötu ofan á laxinn og þyngið með nokkrum stórum dósum eða þungum potti. Slakið nú á og látið þetta hvíla í sólarhring. Skolið fiskinn, þurrkið og setjið roð- hliðina niður á skurðarbretti. Notið lengsta, skarpasta hnífinn ykkar og þurrkið hnífsblaðið með röku þvotta- stykki á milli skurðarsneiða. Skerið á ská fallegar sneiðar og hendið roð- inu. Rúllið hverri sneið upp í rós og framreiðið með majónesi og sýrðum rjóma, með ögn af safanum úr sítrus- ávöxtunum og smá hlynssírópi. Mandarínu-jólakalkúnabringa Hráefni › 1 kalkúnabringa › 5 mandarínur, skornar í tvennt › ½ msk. salt › „Herbes de Provence“ kryddblanda › 1/4 bolli smjör Aðferð Setjið bringuna í stórt, eldfast fat og hyljið vel með salti á allar hliðar. Setjið plastfilmu yfir og í ísskáp yfir nótt. Daginn eftir, hitið ofninn í 185 gráð- ur og hjúpið bringuna bræddu smjöri og stráið síðan „Herbes de Provence“ kryddi yfir. Kreistið mandarínurnar yfir bringuna til að gefa henni smá bragð. Setjið mandarínurnar yfir bringurnar (eða inn í kalkúninn ef þið eruð með skip eða heilan). Setjið brjósthliðina niður á steikarpönnu í um það bil 25 mínútur inni í ofni og snúið henni síðan við. Gangið úr skugga um að enn séu jurtir á bringunni. Ef ekki, setjið þá meira á bringuna. Bakið í ofni þar til kjarnhiti nær 68 gráðum. Hjá mér var það um 45 mínútur til viðbótar. Framreiðið með hvítum aspas og rauðrófum og jólasósu að eigin vali. Gott að gljá með ögn af hunangi og setja aðeins undir grillið. Hyljið létt með álpappír og látið sitja í 20–30 mínútur áður en kjötið er skorið. Fimm mínútna snickers-mús › 1 bolli marcapone-ostur, eða rjóma- ostur › 2 tsk. kakó/kakóduft › 1/3 bolli hnetusmjör › 2 msk. hlynsíróp › 1 msk. dökkt súkkulaði plús aukalega til að skreyta Blandið vel saman öllum hráefnum í skál. Berið fram í bollum eða skálum og toppið með auka súkkulaði – kælt úr ísskápnum. Þetta þarf að vera í 30 mínútur til klukkustund í kæli. Stærri-Bær JÓLAMATURINN Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari Þ að eru enn þá einhverjir að spá í jólamatinn og vantar innblástur fyrir einfalda, fljótlega en ekki síst hátíðlega jólamáltíð. Hér eru nokkrar hentugar útfærslur.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.