Bændablaðið - 19.09.2019, Page 78

Bændablaðið - 19.09.2019, Page 78
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201978 Næsta Bændablað kemur út 9. janúar Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða, sérstaklega viðtökurnar við nýju nafni og ásýnd fyrirtækisins. Hlökkum til framhaldsins – skiljum ekkert eftir. KH Vinnuföt • Nethyl 2a 110 Reykjavík • Sími: 577 1000 info@khvinnufot.is www.khvinnufot.is Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskipin á árinu sem er að líða. Merry Christmas Starfsfólk og sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar sendir íbúum og landsmönnum öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur með þökkum fyrir ánægjulegt samstarf á líðandi ári. Á þessari teikningu má sjá breytta legu Eyjafjarðarbrautar vestri (vegur 821-02/03) út fyrir þéttbýli Hrafnagils. Breytingin er í samræmi við gildandi aðal- skipulag sveitarfélagsins. Eyjafjarðarbraut vestri verður færð út úr Hrafnagilshverfi: Mun liggja meðfram Eyjafjarðará frá Jólahúsi að Stokkahlöðum Fyrirhugað er að færa Eyja­ fjarðar braut vestri niður á bakka Eyjafjarðarár, en hún liggur nú í gegnum Hrafnagilshverfið. Færsla brautarinnar er inni á samgöngu­ áætlun og gert ráð fyrir að verk­ efninu verði lokið árið 2021. Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, segir öryggi barna og annarra íbúa hverfisins stóraukast í kjölfar þess að vegurinn færist út úr hverfinu. Nýi vegurinn mun liggja meðfram Eyjafjarðará norðan við Jólahúsið og allt suður að Stokkahlöðum. Ekið of hratt gegnum hverfið Meðalökuhraði bílstjóra á Eyja­ fjarðarbraut vestri gegnum Hrafna­ gilshverfi er um 58 kílómetrar á klukkustund samkvæmt úttekt Vegagerðarinnar. Það er töluvert meira en hámarkshraði vegarins leyfir og er tilfærsla hans því stórt skref í átt að auknu umferðaröryggi á svæðinu. Áætlun Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir að framkvæmdin verði í tveim áföngum og hefjist á næsta ári og ljúki árið þar á eftir, 2021. Við færslu vegarins opnast möguleikar til aukinnar upp­ byggingar í Hrafnagilshverfi og mun nýtt deiliskipulag taka mið af því, að sögn sveitarstjóra. Þannig er gert ráð fyrir að á næstu tveimur árum rísi um 12 ný einbýlishús þar auk raðhúss í Bakkatröð. Þá stendur til að skipuleggja nokkurn fjölda nýrra lóða á árinu 2020 en unnið er að nýju deiliskipulagi fyrir Hrafnagilshverfi í heild. Fjárveiting nemur 300 milljónum vegna fyrri áfanga Margrét Silja Þorkelsdóttir, deildar­ stjóri tæknideildar norðursvæðis, kom á fund skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar í liðnum mánuði og kynnti fyrstu drög af nýrri hönnun Eyjafjarðarbrautar vestri. Hún segir frumhönnun vera í fullum gangi. Í drögum að samgönguáætlun er gert ráð fyrir fjárveitingu til fram­ kvæmdarinnar upp á 300 milljónir króna árið 2021. Sú fjárveiting nær til fyrri áfanga framkvæmdar­ innar, þ.e. færslu Eyjafjarðarbrautar norðan Miðbrautar. Seinni áfangi framkvæmdarinnar hefur ekki verið tímasettur en hann gerir ráð fyrir áframhaldandi færslu vegarins að árbakka Eyjafjarðarár suður fyrir Stokkahlaðir. Tenging núverandi vegakerfis að nýjum vegi í fyrsta áfanga er enn í útfærslu. /MÞÞ Séð yfir Hrafnagilshverfi. Við færslu vegarins opnast möguleikar til aukinnar uppbyggingar í hverfinu og mun nýtt deiliskipulag taka mið af því. Mynd / Eyjafjarðarsveit Hvar auglýsir þú? Sími 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 45,6% fólks á landsbyggðinni les Bændablaðið 20,4% 45,6% á landsbyggðinniá höfuðborgarsvæðinu 29,5% landsmanna lesa Bændablaðið Lestur Bændablaðsins: BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup, okt.-des. 2018. Aldur 12-80 ára. Óveðrið: Óttast að yfir hundrað hross hafi drepist Talsvert af útigangshrossum drápust í óveðrinu sem gekk yfir landið fyrir stuttu. Talið er að rúmlega 70 hross hafi drepist en óttast er um afdrif fleiri. Flest hross drápust í Húnavatnssýslum. Hross sem lifðu óveðrið af voru mörg örmagna af þreytu og þurfti björgunarfélagið Blanda á Blönduósi að sinna fjölda verkefna tengdum hrossum í veðrinu. Mörg hross fenntu í kaf í skjóli Ingunn Reynisdóttir, dýralæknir að Syðri­Völlum í Miðfirði, segir að hún hafi staðfest að 70 hross hafi drepist en að sú tala eigi ör­ ugglega eftir að hækka. „Hrossin sem drápust fenntu mörg hver í kaf í skjóli, bæði náttúrulegu og manngerðum. Hrossin hröktust undan veðrinu og fóru í skurði, að girðingum þar sem hlóðst að þeim og sum fóru í skafla þar sem þau fóru á kaf og snjórinn svo þungur og pakkaður að þau gátu enga björg sér veitt. Ég geri fastlega ráð fyrir því að tala dauðra hrossa vegna óveðursins eigi eftir að hækka og að hún fari yfir hundrað. Aðstæður sem enginn ræður við „Við svona aðstæður ræður enginn við neitt. Það reyndu margir að gera vel við hrossin og koma þeim í skjól og fóður en í fæstum tilfellum skilaði það tilætluðum árangri. Öll hrossin sem lifðu storminn af eru ofboðslega þreytt eða hreinlega uppgefin og flest hrossin sem grófust undir hafa verið aflífuð. Það er eitthvað verið að reyna að bjarga folöldum en tvísýnt hvort þau lifa af.“ Ingunn segir að margir geldingar sem voru með skaufann úti og gátu ekki dregið hann inn hafi ekki getað migið frá því að veðrinu slotaði og aðrir hafa heldur ekki getað skitið og allt stopp. „Ég hef verið að meðhöndla þrjá þannig sem ég hafði litla trú á að myndu jafna sig en þeir eru samt að koma til. Önnur hross hafa ofkælst og fengið lungnabólgu og svo er farinn að detta inn hrossasótt um leið og þau komast í fóður.“ /VH Magnús Ásgeir Elíasson á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal að moka upp eitt af hrossum sínum sem fennti í kaf í óveðr- inu í síðustu viku.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.