Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 2

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 2
fréttabréf ÖRYRKJABANDALAGS ÍSLANDS 2. TÖLUBLAÐ 9. ÁRGANGUR 1996 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Helgi Seljan Umbrot og útlit: Fjóla Guðmundsdóttir Prentun: Steindórsprent/ Gutenberg h.f. Ljósmynd á forsíðu: Björn G. Eiríksson. Frá ritstjóra Enn er úr hlaði heypt út í hlýju sólar og sumars. Enn skal vonað að lesendur okkar sem mörgum þúsundum skipta megi hér finna eitthvert það efni sem til þeirra fær höfðað og veitt getur þeim gagn sem gleði. Enn hafa margir góðir kraftar lagt blaðinu dýrmætt liðsinni sitt, aukið fjölbreytni þess og gefið því sitt góða svipmót. Tíðindi af vettvangi svo víða eru sem fyrr fyrir- ferðarmikil og víst að vonum, enda felst það í nafninu að það skuli fréttir flytja og freistað er þess sem bezt. Barátta daganna með öllum sínum tilbrigðum setur óneitanlega sinn svip á blaðið, en lakara hve þessi annars víðfeðmi vettvangur er slaklega nýttur af hinum fjölmörgu sem gætu þar sannarlega lagt orð í belg. Það er vissulega víða komið við í viðtölum fólks við okkur bæði hér á bæ sem símleiðis og margt af því á erindi lengra og ætti að birtast á síðum blaðsins. Jafnerfitt er hinsvegar að fá fólk til að tjá sig í rituðu máli um sömu hluti og það ræðir um af skynsemi og þekkingu og því fer sem fer. Það er hrein hending, ef okkur berst aðsent efni að eigin frumkvæði höfundar einu saman, en þegar það gerist er því fagnandi tekið. Mætti ritstjóri biðja um meira af svo góðu. Þegar blaðið nú kemur fyrir sjónir lesenda sinna ríkir einmitt “nóttlaus voraldar veröld” og von okkar sú að vorið og sumarið vitji fólks með vermandi hlýju og veki birtu og yl í sál og sinni. Megi birta þess og blær fylgja okkur áfram í vongleði á vit verka góðra til heilla og hagsbóta fyrir fatlað fólk á landi hér. Sú er sumaróskin æðst. Helgi Seljan. EFNISYFIRLIT Frá ritstjóra...............................2 En samt kemur sumarið.......................3 Meginreglur Sameinuðu þjóðanna..............4 Frá Styrktarfélagi Perthes-sjúkra...........4 Astmalyfjameðferð...........................5 Gluggað í góð rit og gott betur.............7 Lögfræðiþjónusta ÖBÍ í dag..................8 Tvítugsafmæli tíundað.......................9 Þroskahjálp samfagnað...................... 10 Molar til meltingar....................... 11 Hlíðabær 10 ára............................ 12 Sjálfsbjargarmaður verð ég alltaf.......... 14 Sjálfsbjörg sótt heim...................... 17 Endurhæfing eystra......................... 19 Skýrmæltasti fjölmiðlamaðurinn.............20 Úthlutun úr Sjóði Odds Ólafssonar..........21 Skýrsla um stutta námsferð.................22 Vísur um vor...............................23 Af stjórnarvettvangi.......................24 Málefni öryrkja eru í ólestri..............26 Frá Lífsvog.................................28 Fundur um Helios II.........................28 Gátuvísur Magnúsar Jónssonar................29 Hreyfihömluð börn í samfélaginu.............30 Frá Starfsþjálfun fatlaðra..................31 Töffari í stæði fatlaðs.....................31 Félag heyrnarlausra og LAUF heimsótt......32 I rökkrinu..................................34 Hlerað í hornum...............6,9,13,16,19,20, ......................... 21,25,29,34,37,45,49 Hlutverk ráðgjafarnefnda....................35 Kærleiksmolarnir............................38 Helstu áfangar í 10 ára sögu íslenskrar getspá...........................39 Átaksfundur LSH.............................40 Stökur héðan og þaðan.......................41 Tölvan í leik og námi.......................42 Styrkir til aðildarfélaga ÖBÍ...............43 Fréttir í fáum orðum........................44 Áratugur í ágætu starfi.....................46 Aðdragandi að Greiningarstöðinni............48 í Bjarkahlíð................................49 I brennidepli...............................50 2

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.