Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Qupperneq 45

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Qupperneq 45
inlegan starfsmann og svo eiga þau athvarf í sal til fundahalda hjá Félagi heymarlausra. Slílc samnýting er af hinu góða og félögunum óskað til hamingju með þetta ánægjulega sameinaða framtak. Allnokkur umræða á sér alltaf stað um stöðu og hlutverk fámennra félaga og í síðasta blaði varpaði Sigrún Bene- diktsdóttir, framkvæmdastjóri Styrkt- arfélags lamaðra og fatlaðra, fram þeirri spurningu, hvort félögin litlu ættu ekki að finna sér farveg innan þeirra félagseininga sem fyrir eru, fremur en að efna til alsjálfstæðrar og oft erfiðrar tilvem. Félag heilablóð- fallsskaðaðra hefur t.d. allmargt fólk innan sinna vébanda og fer fjölgandi, en þeirra hugur stendur til að samein- ast stærri félagseiningu, en halda samt sínu sjálfstæði í veigamiklum atrið- um, verat.d. deild innan Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Styrktar- félag Perthes-sjúkra sem stofnað var á liðnu hausti er einnig í sömu eða svipaðri aðstöðu og Sjálfsbjörg boðið því félagi alla sína aðstoð. Eðlilegt er að félög sem stofnuð eru og ákveðna sérstöðu hafa um sjúkdóm eða fötlun, óttist nokkuð að týnast inni í stærri félagsheild, glata sérkennum og geta ekki einbeitt sér eins að sérmálum, en það fer auðvitað allt eftir innri styrkleika félaganna og sterkar deildaskiptar félagsheildir hafa jafnan mjög vel gefizt. Styrkur samstöðunnar, sameigin- leg baráttumál og samstillt vinna að þeim, þarf í engu að fara gegn eigin sjálfstæðu innra starfi. Félag heyrnarlausra hefur beðið okkur um að benda á það að Athugun h.f. bílaskoðun hefur í samvinnu við Félag heyrnarlausra boðið upp á sérstakan skoðunardag bíla fyrir heyrnarlausa. Táknmálstúlkur var á staðnum til aðstoðar en dagurinn var síðla í marz. Vonandi verður hér framhald á. ** Félagsmálaráðuneytið hefur sett á laggimar nefnd til endurskoðunar laga um málefni fatlaðra og hefur Haukur Þórðarson, yfirlæknir, varaformaður Öryrkjabandalagsins verið valinn fulltrúi Öryrkjabandalagsins í þessa nefnd. Þau ánægjulegu tíðindi hafa gerzt að Félagsmálastofnun Reykjavíkur hefur ákveðið að opna aðgang að félags- miðstöðvum aldraðra í borginni fólki sem yngra er en 67 ára. Að sjálfsögðu munu þar gilda ákveðin skilyrði og hver umsókn mun þurfa fyrir undanþágunefnd, en vissu- lega er hér um möguleika sem margt okkar fólk sem farið er að nálgast þennan aldur ætti að athuga, ef það býr við einangrun um of. Hingað hafa oft borist fyrirspurnir frá fólki um möguleika á þátttöku þess í hinu fjöl- breytta félagsstarfi aldraðra og nú er sem sagt opnuð leið til þess. ** Hinn 13. maí sl. var haldið í Norræna húsinu hið merkasta málþing á vegum Félags heyrnarlausra. Var það mjög vel sótt, enda voru þarna hinir ágæt- ustu fyrirlesarar, finnskur forseti Alþjóðasambands heyrnarlausra og forystumenn í landssamtökum heym- Hlerað í hornum Afspyrnufeitur maður kom til klæðskera og pantaði stakar buxur. Klæðskerinn bað stúlku, sem hjá honum vann, að taka mittismálið. Hún horfði vandræðalega á þann feita, rétti honum svo annan enda mál- bandsins og sagði: “Viltu gjöra svo vel að halda í annan endann á meðan ég fer í kringum þig”. ** Lítill drengur settist hjá ógnarfeitum manni í strætisvagni og brátt fylltist vagninn. Þegar gömul kona svipaðist um eftir sæti sagði sá feiti: “Stattu upp strákur, svo gamla konan geti sezt”. Þá sagði strákur: “Stattu upp sjálfur. Þá geta allir sezt”. ** Maður einn hálærður var eitt sinn að því spurður, hvort hann héldi að kyn- villa væri arfgeng. Svariðvar: “Ekki ef hún er iðkuð eingöngu”. ** Tómas skáld Guðmundsson var einu sinni spurður að því hvort hann hefði aldrei verið myrkfælinn. “Jú, bless- aður vertu. Ég var svo myrkfælinn arlausra í Danmörk, Noregi og Sví- þjóð. Að sjálfsögðu voru fyrirlestrar allir fluttir á táknmáli, en túlkaðir fyrir okkur táknmálslausa yfir á ensku. ** Landssamtök áhugafólks um floga- veiki - LAUF - hafa fengið nýjan for- mann og að auki talsverða endurnýjun í stjóm. I leyfi Bergrúnar Gunnars- dóttur hefur Jón S. Guðnason verið ráðinn framkvæmdastjóri. Formaður er Astrid Kofoed Hansen, en aðrir í stjóm em: Ásta Guðlaugsdóttir, Guð- rún M. Bjömsdóttir, Jón Baldvinsson, Klara Sigurbjörnsdóttir, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, Steinunn Berg- steinsdóttir og Þórey V. Ólafsdóttir. Fráfarandi formaður Guðlaug María Bjarnadóttir er einnig í stjóm og mun sjá um foreldradeildina. Skrifstofa LAUF á Laugavegi 26 er opin frá kl. 9-16 alla virka daga. Síminn er 551 4570. Á miðvikudögum er opið hús milli 14 og 16. áður fyrr að ég óskaði þess stundum að ég sæi draug svo ég þyrfti ekki að vera einsamall”. ** Drengur einn var í sveit, en skammt varð í dvöl hans og heimkominn spurði frænkan hvers vegna hann hefði farið úr sveitinni: “Jú, fyrst drapst belja og þá var étið beljukjöt endalaust, svo drapst hestur og þá var lifað á tómu hrossakjöti og svo drapst kerling og þá fór ég”. ** Maður einn úti á landi kvartaði við nágranna sinn um lélega þjónustu hjá fyrirtækinu Glóbus h.f. Þá spurði hinn: “Hefurðu reynt að tala við Glóbus sjálfan?” ** Langferðabílstjóri einn ók alltaf hægt og leiddist mörgum. Einu sinni kallaði maður til hans: “Það er kýr að fara fram úr þér”. Þá svaraði bíl- stjórinn: “Ef þér liggur á, spurðu hana þá hvort hún taki farþega”. ** Ýkinn maður sagðist hafa haft 39 rjúpur í einu skoti með haglabyssunni sinni. Vantrúaður áheyrandi spurði hvers vegna hann segði ekki heldur fjörutíu. Þá svaraði hinn með hægð- inni: “Maður fer nú ekki að ljúga fyrir eina rjúpu”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 45

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.