Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 46

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 46
Aratugur í ágætu starfi Ijanúar 1986 tók Greiningar- og . ráðgjafarstöð ríkisins sem stofn- un á vegum félagsmálaráðuneytis við starfsemi þeirri er áður var í Kjarvals- húsi á Seltjarnarnesi, en þar og á Sæbraut 2 var svo stöðin til húsa fram til ársins 1988. Þá flutti Greiningar- og ráðgjafarstöðin í núverandi hús- næði að Digranesvegi 5 í Kópavogi þar sem hún hefur yfir allgóðu rými að ráða, sem var innréttað með þarfir starfseminnar í huga. A þessu tíu ára afmæli stöðvarinn- ar sem slíkrar þótti ritstjóra mjög við hæfi að leggja leið sína suður í Kópa- vog og fá af fregnir nokkrar, hversu starfsemin fer fram til fróðleiks les- endum. Forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar frá upphafi hef- ur verið Stefán Hreiðarsson læknir, en hann ber alla faglega ábyrgð á starf- seminni. Framkvæmdastjórinn, Asgeir Sig- urgestsson, sálfræðingur, sérhins veg- ar um fjármálahliðina og hina daglegu umsýslu allra rekstrarþátta. Starfsemin fer fram á þrem hæðum á um 1200 ferm. gólffleti. Á ann- arri hæð er jafnframt Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Reykjanesi til húsa með 1/3 þeirrar hæðar og á fyrstu hæðinni er svo Blindrabókasafn Islands, svo nábúar eru góðir. Þarna starfa flestar þær stéttir sem starfa að málefnum fatlaðra, en alls eru stöðugildi 29. Við stöðina starfa 4 sálfræðingar, 4 talmeinafræðingar, 2 iðjuþjálfar, 4 sjúkraþjálfarar, 3 félagsráðgjafar, 2 bamalæknar (annar að vísu aðeins í 20% starfi), auk for- stöðumanns, 8 þroskaþjálfar, þar af 2 í deildarstjórastöðum, 3 læknaritarar og matráðskona, en stöðin er með eigið mötuneyti. Stefán Hreiðarsson fer svo yfir starfsemina og hlutverkið fyrir rit- stjóra, sem reynir að koma því áleiðis til lesenda af vanburðugum mætti þess sem er svo alger leikmaður í þessum efnum. Meginhlutverk stöðvarinnar er greining á fötlun, en í því felst að kort- leggja getu og vangetu hins fatlaða, ráða í framhaldi af því í framtíðar- horfur, á hvern hátt er hægt að hjálpa viðkomandi með þjálfun og sérstök- um úrræðum. Einnig þarf stundum að leita orsaka, ef heilbrigðiskerfið hefur ekki þegar fundið þær. Stefán tekur það fram að í mjög vaxandi mæli hlusti starfsmenn heilbrigðis- kerfisins á foreldra, þegar þeir bera fram áhyggjur sínar eða athugasemdir varðandi börn sín og væri það vel. Við Stefán ræddum nokkuð í framhaldi hér af þá hugmynd sem upp kom við síðustu lagasetningu um málefni fatlaðra að við Greining- ar- og ráðgjafarstöðina yrði göngu- deild fyrir fullorðna. Stefán sagði verkefni stöðvarinnar ærin enda þyrfti þar að forgangsraða verkefnum eftir mikilvægi þeirra og hinnar fjölþættu aðstoðar sem veita þyrfti væri lang- mestrar þörf hjá börnum fyrstu árin eftir að fötlun þeirra uppgötvast. Sömuleiðis væri sérþekking innan stöðvarinnar mest bundin bömum og ungmennum. Stöðin hefði því ekki talið sig geta sinnt einnig greiningu fullorðinna að óbreyttu. Ef af því yrði þyrfti til að koma viðbótarstarfslið með sérþekkingu á þeim sviðum. Stefán ræddi því næst um fötlunarhugtakið og mismunandi notkun þess. Þróunin er sú að líta á fötlun sem félagslegar afleiðingar af vandamáli viðkomandi. Samkvæmt þessu líkani er gerður greinarmunur á sjúkdómi, hömlun og fötlun. Sjúk- dómur getur leitt til hömlunar, ef hann skilur eftir sig varanlegar afleiðingar. Hömlun leiðir hins vegar því aðeins til fötlunar, að um sé að ræða varan- lega röskun á félagslegri stöðu og þörf fyrir víðtæka langvinna aðstoð. Hann nefndi dæmi um geðsjúkdóm annars vegar og geðfötlun hins vegar. Geð- sjúkur einstaklingur er ekki geðfatl- aður, nema sjúkdómurinn sé á því stigi að viðkomandi þurfi víðtæka félags- lega aðstoð, en ekki ef viðkomandi gengur að störfum sínum og er sjálf- stæður í daglegu lífi, þó hann þurfi reglubundna læknis- og lyfjameðferð. Stefán ræddi um þann mun hömlunar og fötlunar, að hinn fatlaði spjarar sig ekki félagslega og í daglegu lífi án fjölþættra hjálparaðgerða. Hann ræddi ýmsar hamlanir sem ekki féllu undir fötlunarhugtakið samkvæmt þessu. Lesblinda og stam væru dæmi um hamlanir, sem gætu t.d. takmarkað náms- og starfsval, en skerða ekki möguleika til sjálfstæðis. Fleiri hugleiðingar Stefáns hér um náði ritstjóri ekki að festa á blað en vissulega væri skemmtilegt að fá Stefán einhvern tímann til að reifa skoðanir sínar á þessu sem fleiru hér í Fréttabréfinu. Þá fór Stefán nokkrum orðum um feril þess starfs sem fram fer á stöð- inni. Allt hæfist þetta á því að barni eða ungmenni væri vísað á stöðina. Sú krafa er gerð af hálfu stöðvarinnar að til grundvallar liggi frumgreining sem staðfesti þau þroskafrávik sem benda til fötlunar. Frumgreiningin getur farið fram á sjúkrahúsum, hjá læknum, fræðsluskrifstofum, Heym- ar- og talmeinastöð ríkisins eða sér- fræðingum dagvistarstofnana. Stef- án vildi hér koma því að, að erlendar rannsóknir hefðu sýnt, að ef frá væru talin börn með augljósa fötlun við fæðingu þá uppgötvaðist fötlun helzt þannig að grunur vaknaði hjá foreldr- umumaðekki værialltmeðfelldu. I þessu sambandi sagði Stefán það staðreynd að foreldrar ættu oft erfitt uppdráttar með að finna hljómgrunn, þegar svo stæði á. Vissulega hefði þar orðið á breyting til batnaðar en betur mætti ef duga skyldi. Ferli meðhöndl- unar fer svo eftir aldri viðkomandi sem leitar til stöðvarinnar. Fyrir börn undir leikskólaaldri er bein þjónusta þ.e. böm í Reykjavík og nágrenni koma í reglubundnar heimsóknir á leikfangasafn stöðvar- innar, fá sína sjúkraþjálfun og hitta 46

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.