Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 27
grundvallarþarfir einstaklingsins miðað við félagslegar aðstæður þ.e. hjúskaparstétt, fjölskyldustærð o.fl. Hlutverk almannatryggingakerfisins er að uppfylla þessa grundvallarþörf, þegar viðkomandi er ófær til þess sjálfur vegna veikinda, fötlunar eða elli, ef hann hefur ekki í önnur hús að venda. * í endurbættri löggjöf þarf að tak- marka rétt heilbrigðisráðuneytis til að vera sífellt að hræra í almanna- tryggingalöggjöfinni með misjafn- lega gáfulegum reglugerðum. * Hækka þarf upphæð sjúkradag- peninga, sem eru hlægilega lágir (kr. 15.000,- á mánuði þ.e. svipuð upp- hæð og ráðherrar hafa í dagpeninga á dag). Þessi lága upphæð eykur mjög eftirspurnina í örorkubætur og eykur þannig í raun heildarkostn- aðinn. * Bæta þarf starfsaðferðir Trygginga- stofnunar við að meta minnkaða starfsgetu til vinnu þ.e. örorku. I Bretlandi hafa menn t.d. tekið upp staðlað örorkumat, þar sem umsækj- andi og heimilislæknir hans fylla út ákveðna spurningalista, sem gefa síðan ákveðin stig. Slíkar aðferðir gefa í mörgum tilvikum raunsærri og um leið réttlátari mynd af getu ein- staklingsins en núverandi aðferðir, sem oft eru harla tilviljanakenndar. Gera þarf skýrari mun á læknisfræði- legum og félagslegum vandamálum, sem krefjast ólíkra úrræða. * Auka þarf fræðslu í þjóðfélaginu um rétt manna í veikindum, við örorku og atvinnuleysi. Oft virðist það til- viljunum háð, hvort menn leita sér aðstoðar í félagslega- eða almanna- tryggingakerfinu. Það getur verið erfitt fyrir einstaklinga að átta sig á því hvort vandamál þeirra flokkast undir félagsleg vandamál eða læknis- fræðileg. Astæðan er sú, að trygg- ingalöggjöfin er orðin svo flókin, að venjulegir menn skilja hana ekki lengur og má þar nefna fyrirkomulag tekjutryggingar og heimildabóta sem er fyrir löngu er orðið úrelt og í raun óskiljanlegt. * Viðurkenna þarf rétt þeirra öryrkja, sem búa við mikla læknisfræðilega örorku (>50%) t.d. þeirra sem eru mikið líkamlega eða andlega fatlaðir, til að halda sínum réttindum varð- andi ódýrari læknis- og lyfjakostnað sem og þjálfun, þó þeir stundi launaða vinnu. Einnig þarf að koma í veg fyrir í slíkum til- vikum, að menn þurfi endurtekið að sanna fötlun sína og greiða fyrir dýr vottorð t.d. vegna hjálp- artækja, þjálfunar, bifreiðakostn- aðar o.fl. Tryggingastofnun ætti sjálf að greiða fyrir þau vottorð, sem hún óskar eftir. * Viðurkenna þarf rétt einstakl- ingsins. Hvaðan kom sú hug- mynd, að það væri ódýrara fyrir einstakling að lifa sem er í hjóna- bandi eða sambúð? * Hætta verður að miða greiðslur almannatrygginga við lágmarks- taxta á vinnumarkaði, sem ekki gefa raunhæfa mynd af afkomu fólks. Endurskoða þarf upphæðir vasapeninga þeirra sem dvelja til langframa á stofnunum. Þessar upphæðir era til hreinnar skamm- ar. Tekjutengingarákvæði bóta og eigna er gott dæmi um að mönn- um er refsað fyrir að spara og sýna fyrirhyggju. * Örorkulífeyrisþegar (75% örorka eða meiri) ættu að hafa rétt til eingreiðslu slysabóta eins og aðrir landsmenn (þ.e. ef örorka þeirra vegna slyss er 10% eða hærri). Þetta atriði hefur þegar verið leiðrétt varðandi sjúklinga- trygginguna. * Stofna þarf til lyijatjónstryggingar hjá T.R. líkt og þekkist í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Núverandi sjúklingatrygging greiðir ekki bætur vegna skaðlegra aukaverkana lyfja þótt þær leiði til varanlegrar örorku, ef lyfið er ávísað á réttum forsendum og í réttum skömmtum. Sjúklingar eru þarna varnarlausir og hafa ekki aðrar leiðir í dag en að fara í mál gegn lyfjaframleiðandanum. * Setja þarf á stofn endurhæfinga- og orkumatsstofnun, sem hefði það hlutverk að annast endurhæfingu til vinnu og mat á vinnugetu umsækj- anda um örorkubætur. Slíkt mat ætti að fara fram t.d. eftir að viðkomandi væri búinn að vera á sjúkradagpen- ingum í 1-2 ár og ef ekki er ljóst, hvort um er að ræða örorku til lang- frama. Upphæð sjúkradagpeninga þarf auðvitað að hækka sbr. hér að ofan. Stórauka þarf möguleika lang- tímasjúkra og öryrkja til launaðrar vinnu. Slíkar breytingar þurfa að haldast í hendur við almennar úrbæt- ur í atvinnumálum. * Athuga ætti gaumgæfilega, hvort Tryggingastofnun eigi í ríkari mæli að taka þátt í kostnaði við og skipu- lagi fyrirbyggjandi aðgerða í heil- brigðismálum. Þannig væri hægt að auka samvinnu greiðandans, þ.e. T.R. og neytandans þ.e. sjúklingsins t.d. í gegnum hagsmunafélög sjúkl- inga. * Skapa á lífeyrissjóðunum traustari starfsgrundvöll og endurskoða þarf ákvæði um tekjutengingu bóta, sem í mörgum tilvikum stuðla að mjög háum jaðarsköttum. Sjá næstu síðu FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 27

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.