Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Page 36

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Page 36
framkvæmdastjórnarinnar í ýmsum málum sem tengjast málaflokknum svo eitthvað sé nefnt. VERKEFNAHÓPAR Verkefnahópar (Exchange and In- formation Activities) voru stofnaðir til að auka samskipti og miðla þekkingu milli aðildarríkjanna. Þetta er að mínu mati einhver þýðingarmesti hluti HELIOS II verkefnisins. Þarna fær fólk sem er að vinna að ákveðnum þáttum í málefnum fatlaðra tækifæri til að tengjast og sækja fræðslufundi og ráðstefnur sem styrkir það í störf- um sínum. I þessu verkefni er m.a. leitast við að benda á og skilgreina nýjungar og gagnlegar aðferðir í málaflokknum í aðildarríkjunum. Þetta verkefni byggir m.a. á skoðunar- ferðum, þar sem fulltrúar frá aðildar- ríkjunum fátækifæri til að heimsækja og kynnast aðstæðum og aðferðum sem notaðar hafa verið í hinum aðild- arríkjunum. Verkefnahópunum er skipt niður í fjóra flokka sem eru Functional Re- habilitation (virk eða raunhæf endur- hæfing), Educational Integration (blöndun fatlaðs fólks í almenna skóla), Economic Integration (þátt- taka í atvinnulífi) og Social Integra- tion eða Independent Living (virk þátttaka í þjóðfélaginu). ✓ Akynningarfundi sem félags- málaráðuneytið stóð fyrir 7. febrúar s.l. um HELIOS II, fjallaði Kolbrún Gunnarsdóttir sérstaklega um það sem boðið er upp á í verkefna- hópum innan Educational Integration (blöndun fatlaðra í almenna skóla) og Guðrún Hannesdóttir um það sem tengist Economic Integration (þátt- töku í atvinnulífi). Undirritaður nefndi dæmi um það sem boðið er upp á í Functional Re- habilitation (í raunhæfri eða virkri end-urhæfingu) og Social Integration/ eða Independent Living (í virkri þátttöku í þjóðfélaginu). Tengsl við þetta verkefni hér á landi eru með þeim hætti að félags- málaráðuneytið sér um að tilnefna fulltrúa í ofangreinda fjóra liði verk- efnisins. Islendingar mega tilnefna mest 26 aðila. Það er einmitt verkefni sem Margrét Margeirsdóttir, deildar- stjóri málefna fatlaðra í félagsmála- ráðuneytinu og aðal tengiliður frá upphafi fyrir íslands hönd í HELIOS verkefninu, hefur verið að vinna að að undanförnu. I þessari vinnu sinni leitaði Margrét til hagsmunasamtaka fatlaðra, Þroskahjálpar og Öryrkja- bandalags, eftir ábendingum um fólk til þess að tengjast þessum fjórum verkefnahópum. Það var hins vegar ráðuneytið sem ákvað endanlega hverjir voru valdir. Nú þegar eru nokkur þeirra byrjuð að taka þátt í verkefninu. Auk þátttöku í verkefnahópunum eru haldnar ráðstefnur þar sem ofangreindir fulltrúar eiga möguleika á að taka þátt. Þá eru settar fram skýrslur um hvern hinna fjögurra hluta verkefnisins þar sem farið er yfir starfsemi ársins. SAMSKIPTIVIÐ SAMTÖK FATLAÐRA Samtök fatlaðra í aðildarlöndunum geta sótt um styrki til að fjármagna ráðstefnur og fundi um efni sem talið er að heyri til úrbóta í málaflokknum. Þetta er sá hluti HELIOSII sem nefn- ist samskipti við samtök fatlaðra (Co- operation with NGO'S). Eitt af skil- yrðum fyrir styrkveitingu er að verk- efnið hafi “evrópskt yfirbragð” (Eu- ropean dimension). Með því er átt við að skipuleggjendur ráðstefnunnar eða fundarins bjóði þátttakendum frá a.m.k. þremur aðildarríkjum Evrópu- sambandsins til að taka þátt, annað hvort sem fyrirlesarar eða almennir þátttakendur. Þettaernokkuðsemvið íslendingar eigum möguleika á að nýta okkur sem fullgildir aðilar að HELIOS II verkefninu. HVERS VEGNA ÞÁTTTAKA ÍSLENDINGA? Einhver kann að spyrja, hvers vegna erum við að þessum þvælingi til útlanda til þess að gera hluti sem við gætum fullt eins gert hér heima án utanaðkomandi afskipta eða teng- ingar við önnur lönd? Því er til að svara að Islendingar eru aðilar að EES samningnum. Sú aðild gefur okkur rétt til þátttöku í HELIOS II verk- efninu. Full þátttaka Islendinga í verkefninu er staðreynd og nú er sem sé verið að reyna að nota HELIOS II í þeirri von að þátttakan skili sér á hagnýtan hátt í málaflokkinn hér á landi. Þetta hefur ekkert með það að gera hvort fólk er hlynnt Evrópusam- bandinu eða ekki. Þá er mikilvægt að hvar sem ákvarðanataka fer fram, verður að vera ljóst að réttur allra þjóðfélagsþegna sé tryggður hvort sem um er að ræða í alþjóðlegu sam- starfi milli þjóða, á landsvísu, í sveit- arfélögum eða í smærri einingum. Þessi krafa er þess vegna að sjálf- sögðu sú sama gagnvart fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins, t.d. með því að hún ráði fatlað fólk til vinnu. Einnig er mikilvægt að sjá til þess að byggingar Evrópusambands- ins séu aðgengilegar öllum og að efni og upplýsingar sem koma frá Evrópu- sambandinu séu á aðgengilegu formi. I þessu upplýsingaþjóðfélagi sem við búum við er nauðsynlegt að fólk geti skilið þær upplýsingar sem koma frá opinberum aðilum. Auk þess sem við miðlum af reynslu okkar og þekkingu getum við að sjálfsögðu einnig fengið gagnlegar upplýsingar frá öðrum 36

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.