Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 22

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 22
/ Arsæll Már Arnarson: Skýrsla um stutta námsferð í ^Danmörku, 17. - 24. mars '96 Imars síðastliðnum gafst undir- rituðum tækifæri til að taka þátt í viku námsferð á vegum “Ungs fólks í Evrópu”. Viðfangsefnið var vinna með ungu líkamlega og andlega fötluðu fólki. Sjálfur hef ég unnið síðastliðin tíu ár í sumarbúðum fyrir fötluð börn og unglinga, starfað í frístundanefnd Landssamtakanna Þroskahjálpar, setið í stjóm Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra, og haft umsjón með Félagsmiðstöð fatlaðra. Efnið höfðaði því mjög sterkt til mín og því vil ég byrja á að þakka aðstand- endum verkefnisins “Ungs fólks í Evrópu’’ kærlega fyrir það frábæra tækifæri sem þau gáfu mér. Svo ég geri grein fyrir gangi ferðarinnar, þá flaug ég til Danmerkur sunnudaginn 17. mars og hitti hina þátttakendurna 17, auk starfsmanna “Information- center for studie- og udveklingsrejser” í Kaupmannahöfn, þar sem við dvöld- umst á Cab Inn hótelinu. Um kvöldið var stutt kynning á dagskránni, auk þess sem allir þátttakendur kynntu sig og sitt starfssvið. Þetta var fjölskrúð- ugur hópur fólks, 8 karlar og 10 konur, á aldrinum 19 - 55, frá 12 löndum. Mánudagurinn 18. mars hófst á frek- ari kynningu á verkefninu “Ungt fólk í Evrópu” auk þess sem við fengum rækilega kynningu á Danmörku. Að loknum hádegisverði kom maður frá Iþróttafélagi fatlaðra í Danmörku og kynnti starfsemina. eir bjóða upp á þjálfun og keppni í bogfimi, badminton, boccia, sitjandi blaki, markbolta, innanhús- hokkí, fótbolta, hestamennsku, sigl- ingum, skotfimi, skíðamennsku, snóker, borðtennis, hjólreiðum, frjáls- um og hjólastólakörfubolta. Þátttak- endur eru um 20.000 í 270 undirfélög- um. I umræðum á eftir komu fram ýmsar mögulegar áherslur í íþróttum fatlaðra á komandi árum, svo sem frekari þróun íþrótta fyrir fötluð börn og unglinga, þróun nýrra íþrótta fyrir mjög fatlaða einstaklinga o.s.frv. Eftir Ársæll Már Arnarson. að fyrirlesarinn varfarinn, ákvað hóp- urinn að sitja eftir og ræða saman, Aðalumræðuefnið var blöndun, hvernig gengi að koma hinum fötluðu út í samfélagið. Auk þess flugu spurn- ingar út og suður, um aðstæður sem fólk þarf að vinna við í mismunandi löndum. Það var augljóst að löndin tólf skiptust í þrjá flokka. I fyrsta flokki eru Norðurlöndin þar sem þjón- usta við fatlaða er mjög góð, í öðrum flokki eru lönd Mið-Evrópu og í þriðja flokki eru lönd Suður-Evrópu auk Irlands, en hjá þeim löndurn eru vandamálin svo yflrþyrmandi, að það er meiriháttar mál að fá einföldustu þörfum sinnt. riðjudeginum 19. mars var eytt í Geelsgard Kostskole sem er sérskóli fyrir hreyfihamlaða einstakl- inga, en nokkrir þeirra eru líka greind- arskertir. Þetta var mjög merkileg heimsókn, þar sem slíkir skólar eru afturhvarf til fyrri tíma, þ.e. að hinn fatlaði er ekki í almennum skóla. Ástæðan fyrir þessu, sögðu þeir Geelsgards-menn, væri sú að þetta gæfi fötluðum börnum og unglingum færi á að vera í friði fyrir allskonar aðkasti. Um þetta sköpuðust mjög fjörugar umræður í hópnum og sýndist sitt hverjum. Helstu mótrökin gegn Geelsgards-mönnum voru þau að einhvern tíma hættu þessir ein- staklingar í skóla og þyrftu þá hvort eð er að takast á við samfélag þar sem fordómar leynast inn á milli. Auk þess eru fötluð börn ekki ein um að verða fyrir aðkasti í skólum og því var spurt hvort ekki væri eins þörf á sérskólum fyrir of feit börn, börn með gleraugu o.s.frv. Miðvikudaginn 20. mars var hópurinn sendur á fund Öryrkja- bandalags Danmerkur (Dansk Handi- cap Forbund) þar sem fulltrúar ýmissa hópa fatlaðra í Danmörku kynntu þau málefni sem helst brenna á þeim. Fyrir Islending var mjög merkilegt að heyra um reynslu þeirra af færslu málaflokks fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Til dæmis hafa komið upp vandamál þegar fatlaðir hafa verið að flytja milli sveitarfélaga, því þá verða þeir að skilja eftir öll hjálp- artæki sem sveitarfélagið sem þau flytja frá, hefur útvegað og verða að fá allt nýtt hjá því sveitarfélagi sem þau flytja til. Þetta hefur í för með sér fáránlegan kostnað fyrir sveitarfélög- in og tímasóun fyrir einstaklinginn þar sem hann þarf að fara í nýtt örorkumat o.s.frv. Stærri sveitarfélög hafa því horfið frá þessu, en mjög lítil sveitar- félög hreinlega geta ekki gefið eftir hjálpartæki fyrir milljónir króna með einstaklingum sem ekki búa þar leng- ur. Þegar þessunr fundi var lokið hélt hópurinn til Jótlands þar sem ætlunin var að kynnast Egmont lýðskólanum, sem hefur lagt ríka áherslu á að blanda saman fötluðum og ófötluðum nem- endum. Þangað komum við seinnipart dags, þannig að aðeins gafst tími til almennrar kynningar á sögu og hug- myndafræði lýðskóla. Fimmtudeginum 21. mars eyddum við í að kynna okkur skólastarfið. Um morguninn var okkur boðið að velja okkur kennslustund til að sitja í og stóð valið milli sálfræði, fjölmiðla- fræði, heimspeki, tölvufræði, náttúru- fræði og tónlistar. Undirritaður valdi tvö síðastnefndu fögin. Allar kennslu- stundimar voru upphaf á sex vikna dagskrá þar sem nemendurnir helguðu sig einu fagi. Náttúrufræðin byggði mikið á nánasta umhverfi, þ.e. ungl- 22

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.