Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 39

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 39
sárt að hafa brotið svona hræðilega af mér og ég grét í faðmi ömmu minn- ar, hún huggaði mig, kallaði mig elsk- una sína og sagði að þetta mætti ég aldrei gera. Hún útskýrði fyrir mér vandlega að það væri á móti lögum mannanna og vilja Guðs að taka nokk- uð án leyfis. Nú liðu sumarmánuðimir, dagamir styttust, heyönnum var lokið, haustið kom með frostnóttum og eftirvænt- ingin og tilhlökkunin fyrir heimferð- ina úr sveitinni náði tökum á mér. Ég mundi fyrri haust lík þessu. Hestamir höfðu verið tygjaðir með hnakk og beisli. Bleikur gamli var með ein- teying og á honum var reiðingur undir töskur og poka. Ferðinni var heitið inn að Haga, þar sem við áttum að fara um borð í póstbátinn Konráð. Einar frændi ætlaði að fara með okkur inn eftir. Ég átti að vera á Brún gamla, mamma ætlaði að reiða Hrefnu litlu Ráðningar við gátuvísum frá bls. 29 1. ör 2. lóð 3. lest 4. hamar 5. vagn, Vagn - Karlsvagninn stjömumerki. 6. orðið sem vantar er ber 7. orðið sem vantar er brá 8. orðin sem vantar brún og Brún. 9. orðið sem vantar í efstu línu er strekkja og svo er ekki annað en stytta það. 10. orðið sem vantar í efstu línu er skrám eða skránum og svo er að stytta það. Og sannarlega mega þessu fylgja þakkir svo fjölmargra lesenda okkar og í þeirra stað og okkar allra aðeins sagt: Ég gátuvísur góðar blessa gaman veita, andann hressa. Margir sakna munu þessa Magnúsi sé lof og prís. Honum fylgi heilladís. H.S. systur mína á Þokka og Einar frændi ætlaði að teyma undir Eddu systur minni, hún átti að sitja á Sleipni. Var nú komið að kveðjustundinni sem ég man eins og hún væri að ske í þessari andrá. Hestarnir voru tilbúnir og allt ann- að sem tilheyrði ferðinni, aðeins var eftir að kveðja. Allir sem gátu höfðu komið út á hlaðið til að kveðja okkur, það var suddarigning þennan dag en ekki mjög kalt. Ég var í svartri olíu- borinni regnkápu sem mér þótti mjög fín, það voru stórir hliðarvasar á henni, en í öðrum þeirra geymdi ég snærisspottann sem allir alvöru menn upp til sveita höfðu á sér. Nú var ég búinn að kveðja alla nema ömmu og gekk nú til hennar. Hún kyssti mig og faðmaði, bað Guð um að vera með mér að eilífu, hún fór í svuntuvasa sinn, náði þar í lófafylli af sykurmol- um sem hún setti í regnkápuvasa minn og sagði mér um leið að Guð og allir hefðu fyrirgefið mér þá yfirsjón að taka sykurmolana á hjallloftinu. Við þessi orð hennar varð ég glað- ur, ég fann hvernig orka hennar og kærleikur flæddu um mig og fylltu brjóst mitt sælu og fögnuði. Upp frá þessari stund hefur kærleikurinn verið til staðar í brjósti mínu og kærleiks- molarnir í regnkápuvasanum orðið að leiðarljósi á erfiðum stundum. Já, sykurmolarnir hennar ömmu urðu annað og meira en nesti til einnar ferðar. Guðs blessun, kærleikur og fyrir- gefning ömmu minnar í rigningunni á hlaðinu þennan haustdag fyrir fimm- tíu og þremur árum hafa fyllt brjóst mitt ljósi góðvildar og kærleika alla tíð síðan. Sigurður Magnússon. Helstu áfangar í 10 ára sögu Islenskrar getspár 8.júlí 1986 Stofnfundur eignaraðila haldinn í Iþróttamiðstöðinni í Laugardal. 21. júlí Fyrsti stjórnarfundurinn haldinn. 22. nóvember Sala hófst í Lottói 5/32. 29. nóvember Fyrsti útdráttur sýndur í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. 5. september 1988 Lottó 5/32 breytt í 5/38 og sérstök bónustala tekin upp. 14.apríl 1991 Tölvudeild flutt í nýtt húsnæði í Laugardal og tæknideild nokkru síðar. 15. nóvember 1992 Skrifstofur fluttar í nýja húsnæðið. 11. mars 1993 Sala hófst í Víkingalottói. 17. mars Fyrsti útdráttur sýndur í sjónvarpi. 21. nóvember 1994 Nýtt og enn fullkomnara sölukerfi tekið í notkun. 7. október 1995 Sala hófst í Kínói. Öryrkjabandalag íslands á 40% í íslenskri getspá, sem rekur Lottó 5/ 38, Víkingalottó og Kínó hér á landi. Lottó 5/38 fékk strax í upphafi mjög góðar viðtökur meðal landsmanna og varð fljótt einskonar landsleikur þjóðarinnar. Einnig er Víkingalottó vinsælt enda eiga þátttakendur jafna möguleika á að vinna upphæðir sem eiga sér ekki hliðstæðu á íslenska happdrættismarkaðnum. Lottóið hefur lyft Grettistaki við uppbyggingu starfs í þágu íþrótta, ungmenna og öryrkja hér á landi, gert rúmlega 400 íslendinga að milljónamæringum og fært þúsundum manna hundruð þúsunda króna í aukavinningum. Peningum til kaupa á lottómiða er því vel varið ! FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 39

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.