Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 40

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 40
Ataksfundur LSH. Landssamtök hjartasjúklinga stóðu fyrir veglegum fundi í Perlunni þriðjudaginn 30. apríl undir kjörorðinu: Tökum á, tækin vantar. Fjölmenni var á fundinum sem hófst kl. 17 og stóð í rúman klukku- tíma. Tilefni fundarins var söfnunarátak LSH 2.- 4. maí sl., en markmið í þeirri söfnun var merki á mann. Tilgangur LSH með söfnun þessari var þríþættur þ.e. til kaupa á hjartagæzlutæki, koma á barnahjartaskurðlækningum og í þriðja lagi að vinna að öðrum brýnum verkefnum. Það var Gísli J. Eyland varaform. LSH sem setti samkomuna og stjórn- aði henni af röggsemi. Fyrsta kallaði hann til Hjördísi Kjartansdóttur, hinn 12 ára gamla hjartaþega sem gegndi því hlutverki að afhenda Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra fyrsta merkið, hvað hún og gerði með gleðibros á vör, en ráðherra þakkaði og ámaði LSH alls góðs með söfnun sína. Ráðherra sagði Hjördísi og fordæmi hennar sannar- lega vera öðrum til hvatningar. á var komið að Þórði Harðarsyni prófessor sem flutti erindi um nýjungar í hjartalækningum um leið og hann leit nokkuð til baka allt aftur til 1970 og áranna þar á undan og þeirra framfara sem þá hefðu orðið bæði í meðferð hjartasjúkdóma al- mennt svo og lyfjum, en síðan þá í raun alger endur- nýjun alls þessa m.a. í aðgerðum. Hann kvað dánar- tíðni kransæða- sjúklinga fara lækkandi með hverju ári, 1965 - 70 hefði hún verið um 20%, árið 1995 rétt 5%. Meðallegutími aðeins 1/3 þess sem áður var. Gleðilegt væri að okkur Islend- ingum hefði orðið betur ágengt en mörgum öðrum, sem væri m.a. að þakka góðri þjónustu og minnkandi vægi áhættuþátta. Hann kvað fram- farir áfram mundu stórstígar verða. Nefndi dæmi um ótrúlega mikla lækn- ingu af blóðfitulækkandi lyfjum og fleiri lyf myndu í kjölfarið sigla. Leit enn frekar til framtíðar allt að 25 árum og kvað þá æðakölkun mundu auð- veldlega verða stöðvaða. Rannsóknartækni fleygir fram. Segulómun yrði í stað hjartaþræðinga. Miklar framfarir til lækningar hjart- sláttartruflana. Hann þakkaði heil- brigðisráðherra fyrir stuðning við rannsóknarstofu á Landspítalanum vegnahjartsláttartruflana. Hannsagði að brátt yrðu hjörtu úr tilraunadýrum sjálfsagður hlutur. Einnig væri verið að þróa gervihjarta. Sagði tækni hvað háþrýsting varðaði í mikilli framför. Hann svaraði spumingunni um hvort við hefðum efni á heilbrigðiskerfi svo góðu eða enn betra og kvað hann engan vafa á því leika. Kostnaðar- hlutfall heilbrigðismála í ríkisútgjöld- um enda haldist óbreytt. Forvarnir væru góðar, en viðgerðarþjónustan jafnnauðsynleg. Metnaður okkar ætti að vera sá að stunda lækningar á sem fullkomnustu sviði í hverju einu. s Arni Kristinsson hjartalæknir flutti því næst sitt mál. Hann minnti á hve starfsemi hjartadeildar hefði aukizt hratt á þessum 10 árum frá því hjartaskurðlækningar hefðu flutzt heim. Greiningar- og rann- sóknarstofu hefði m.a. verið komið á fót enda slíkt alger nauðsyn. Lands- samtök hjartasjúklinga stutt vel við bakið á hverju einu sem til bóta hefði horft. Arni lýsti þessu næst þróun aðgerða til aukningar blóðflæðis, en um 340 sjúklingar hefðu á sl. ári notið aðgerða af því tagi. 212 hjartaskurðir hefðu verið gerðir. Hann minnti á hinn mikla fjölda sjúklinga sem þræddir hefðu verið á rúmum 10 árum. Vék að þeirri ákvörðun að endurnýja hjartarann- sóknarstofu. Eftirlit væri hins vegar hin mesta nauðsyn og því væri hjarta- gæzlutækið hið mikilvægasta örygg- istæki. Bjarni Torfason hjartaskurðlæknir vék fyrst að hinu virka og góða starfi Landssamtaka hjartasjúklinga, sem eins og laxinn synti knálega móti straumnum. Hann kvað hjartaskurð- lækningar unga sérfræðigrein. Til- gangurinn með öllu þessu væri að skapa betri meðferð, betri líðan, lengra líf. Bjami sagði 30 - 40 börn fæðast með hjartagalla á hverju ári, þar af þyrftu 20 - 25 börn í hjarta- skurðaðgerð og sum strax. Slrkar aðgerðir væru nú gerðar á Islandi, í smáum stíl þó. Hann vakti athygli á því að innlendar hjarta- aðgerðir almennt væru í kostnaði aðeins brot af kostnaði við að fram- kvæma þær erlendis þegar til allra þátta væri litið. 1800 slíkar aðgerðir hefðu verið framkvæmdar hér á þessum tíu síðustu árum. Nefndi sem dæmi varðandi barnaskurðað- gerðirnar að þær 28 sem fram- kvæmdar hefðu verið hefðu sparað 33 milljónir króna beint. Hannsagði að lokum að stefnt væri að því að 75% barnaskurð- lækninga færu fram hér heima. á var komið að Elínu Viðarsdóttur for- manni Neistans, 40

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.