Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 42

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 42
Sigrún Jóhannsdóttir forstöðum.: TÖLVAN í LEIK OG NÁMI Tölvuleikir Tölvan er orðin virkur þáttur í daglegu lífi okkar í starfi, leik, námi og samskiptum. Böm og unglingar eru fljót að taka nýja miðla í notkun, og gera það oft svo hressilega að við verðum stundum hrædd viðaðmissatökin! Viðviljum sem foreldrar að börnin nái tökum á tækninni, við vitum að eftirsóknar- verð störf í framtíðinni krefjast þekk- ingar og vinnubragða sem nýta tölvu- tæknina. Bömlæranýjafærniígegn- um leik, það gera þau líka þegar þau eru í tölvuleikjum, þau em vissulega að drepa tímann en það þýðir ekki að þau séu ekki að tileinka sér ýmsa fæmi í leiðinni, fæmi sem framtíðin mun krefjast af þeim. En auðvitað má öllu ofgera og enginn vill að börnin sitji tímunum saman við tölvuna. Ætli óhófleg yfirseta yfir tölvunni sé ekki bundin nýjabrumi nýs forrits? Það á sjálfsagt líka við um aðra miðla eins og t.d. nýja spennandi bók eða mynd- band. En tölvuleikir em margskonar og hin neikvæða umræða sem hefur verið um tölvuleiki er að ég held bundin leikjum sem eru fullir af ofbeldi og óhugnaði en slíkir leikir eru því miður framleiddir. Ég hvet því fólk til að vera gagnrýnið á það sem bömin era að fást við í tölvunni og kynna sér forritin. Ekki vera hrædd við að taka afstöðu til þess boðskapar og umhverfis sem þar birtist þó svo að það sé barnið sem er “tölvusér- fræðingurinn” en ekki við. Nám gert að leik Forrit sem fela í sér leik og nám hafa verið kölluð skemmtimenntunar forrit eða Edutainment forrit. Nám er þá gert að leik. Við læmm jú best ef okkur finnst gaman að því sem við erum að fást við. Kannski höfum við haft tilhneigingu til að finnast að nám og leikur eigi ekki saman, böm eiga að leika sér þegar þau koma heim úr skólanum en ekki í skólanum. Það er þó gamall sannleikur og nýr að við nemum best þegar við höfum gaman að því og börnum finnst skemmtilegt að leika sér. Skemmtimenntunar for- Sigrún Jóhannsdóttir. ritin hafa aðlaðandi umhverfi sem gefur möguleika á samspili og virkni. Bamið er í gegnum leik látið skoða, skapa og prófa, námið felst í því að í leiknum tileinkar það sér nýja vitn- eskju, skilning og færni. Skemmtimenntunar forritin eru eins og önnur forrit misgóð. Danski blaðamaðurinn Pia Grund- baum telur eftirtalda þætti eiga að prýða gott barnaforrit: 1. Vekur áhuga barnsins 2. Barnið getur notað forritið án hjálpar. 3. Hæflr aldri, þroska, áhuga og kyni barnsins. 4. Er hægt að þyngdarstilla. 5. Innihaldið bjóði upp á að barn- ið sé virkt. 6. Gefur strax skýra svörun. 7. Felur í sér leik og eykur færni. 8. Utlit og innihald er vandað. 9. Er í tengslum við aðrar athafnir barnsins. 10. Passar tölvunni og er einfalt að setja inn. Skemmtimenntunar forrit eru margskonar Forrit sem nota leik til að ná fag- legu markmiði sínu t.d þjálfa stærð- fræði eru m.a.: Þrír í röð og Slöngu- spilið sem Námsgagnastofnun gefur út. Önnur forrit þar sem leikur er kannski meira ráðandi og barnið lærir með því að skoða, prófa sig áfram og svara spurningum eru amerísku forritin ThinkinThings og Millie’s Math House. I þriðja lagi em forrit þar sem bamið er skapandi t.d. teikni- forritið KidPix. Forrit sem eru skapandi og örva barnið til að tjá sig á rituðu máli eru m.a. ameríska forritið Creative Writer og íslenska teiknimyndasöguforritið Myndrún. Sú fæmi sem börnin eiga að þjálfa er oft stýrð í skemmtimenntunar for- ritum en það sem öll góð leikjaforrit gera er að þau þjálfa hugsun sem byggir á sjálfsprottinni þekkingarleit, barnið prófar sig áfram og skoðar hvað virkar og hvað ekki og kannski er ekki bara eitt svar hið eina rétta. Sumir hafa bent á að slíkri hugsun sé oft ekki gert hátt undir höfði í hefðbundnu skólanámi. Tölvan sem kennslugagn Tölvan vekur áhuga flestra barna og áhugi er gmndvöllur náms. Tölv- an ætti því að vera gott kennslugagn og góð viðbót við hefðbundnar kennsluaðferðir. Hún er verkfæri sem býður upp á möguleika á að prófa sig áfram. En hún er ekkert meira eða minna en það verkfæri sem við mötum hana til að vera. Tölvan er í sjálfri sér ekkert galdratæki sem leysir öll vandamál. Það er hvemig við vinnum úr því efni sem við höfum matað hana með sem skiptir máli. Það er til úrval kennsluforrita sem nota fjölbreytta miðlun þ.e. skýrar myndir, hljóð, tal og litaprentun til að þjálfa fæmi í hinum ýmsu námsgrein- um. Með einungis venjulegri rit- vinnslu býður tölvan upp á marga möguleika til að skrifa og þjálfa ritun. En það getum við líka gert með pappír og blýanti sem em mjög góð verkfæri. En tölvan með sinni tækni gefur fleiri möguleika á einfaldan hátt. Með tölvu getum við skrifað bókstafi stað- setta fallega hver við hliðina á öðram. Við getum á einfaldan hátt leiðrétt, stækkað og breytt bókstöfunum. Þar að auki getum við fengið hjálp í staf- setningu með sérstökum villuleitar- forritum. Eins og áður sagði er tölvan góð 42

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.