Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 47

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 47
Hér fjalla um niðurstöður greiningar Unnur Árnadóttir, Maggý Magnúsdóttir, Pétrína Þorsteinsdóttir, Steingerður Sigurbjörnsdóttir og Rannveig Traustadóttir. svo inn á milli lækni og félagsráðgjafa. Úti á landi er svip- uð þjónusta veitt á heimasvæðum tengd svæðisskrifstofum, þar sem m.a. er farið á leikfangasöfn en Stefán benti á að 14 slík væru nú á landinu. Hins vegar væru börn utan af landi eina viku á stöðinni til greining- ar, þar sem lagðar væru línur um áherzlur í meðferð. Með börn sem komin væru á leik- skólaaldur og eldri væri grunnregla að öll meðferð færi fram í almennum stofnunum, leikskólum eða skólum og hjá þjálfurum utan Greiningarstöðvar, t.d. Æfingastöð Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra. Stefán vék svo beint að vikuathug- uninni þar sem hópur sérfræðinga með mismunandi fagþekkingu skoð- uðu barnið og legðu til við foreldrana og meðferðaraðilana hvað gera skyldi - vikuathuganir færu fram einu sinni til tvisvar á forskólaárum en einnig á milli væri farið til stakra sérfræðinga. Þegar um er að ræða börn með flókn- ari fatlanir þarf oft að koma til 5 til 6 vikna dvöl á dagdeild stofnunarinnar, þar sem bömin dvelja daglangt og eru skoðuð í nokkurs konar leikskóla- umhverfi. 90% þeirra sem koma eru forskólabörn. á kom hann inn á það sem hann kallaði sérhæfðar móttökur - annars vegar væm þar á ferð böm með klofinn hrygg - hins vegar börn með tauga- eða vöðvasjúkdóma - þ.e. böm með mjög fjölþættar þarfir sem þyrftu á miklu sérhæfðu liði að halda. Þessi börn koma á stöðina á sex mánaða fresti með fjölskyldu sinni en fjöl- skyldurnar hittast einnig til að bera saman bækur sínar. Þá er kannað hvernig mál standa, hvað þau þurfa mikið af hjálpartækjum o.s.frv. og þessum börnum er fylgt til 16-18 ára aldurs, þrátt fyrir reglubundna skóla- göngu og sjúkraþjálfun. Þetta er m.a. gert til að þau þurfi ekki að leita á marga ólíka staði með öllu sem því fylgir í umstangi og kostnaði. Þessar sérhæfðu móttökur sagði Stefán að þyrfti áfram að þróa t.d. gagnvart börnum með heilalömun, hvað varð- aði t.d. hjálpartæki, tjáskiptatæki, um- hverfisstjóm o.s.frv. Stefán kvað hér farið fljótt yfir sögu um hið margslungna starf stöðv- arinnar, alla þá miklu og fjölþættu vinnu sem lögð væri í hvern einstakl- ing til að búa hverjum og einum sem bezta möguleika til framtíðar. Hann hvarf þessu næst að öðrum hlutverkum stöðvarinnar. Samkvæmt lögunum bæri Greiningar- og ráðgjaf- arstöð ríkisins að vera með forystu- hlutverk í faglegum vinnubrögðum innan málaflokksins; málefna fatl- aðra. Það væri reynt s.s. frekast væri kostur nr.a. með nánu samstarfi við svæðisskrifstofur um málefni fatlaðra. Einu sinni á ári hverju er farið í vinnuferðir, heimsóknir til allra svæð- isskrifstofanna, en að auki eru farnar sérstakar ferðir þegar þess gerist þörf. Greiningar- og ráðgjafarstöðin á einnig að stunda fræðilegar rannsóknir, en í því efni er alltaf viss vinna í gangi, þó hin daglegu störf og þeirra þörf sé vissulega látin hafa forgang. En varðandi fræðslustarfið ber vornámskeiðin hæst - tveggja daga námskeið á hverju vori. Þau hafa verið með afbrigðum vel sótt, yfir 300 manns verið á hverju námskeiði síð- ustu árin. Stefán nefndi sem dæmi um annað námskeiðshald, nýlegt námskeið um málhamlanir á vegum Endurmenntunarstofnunar H.I., sem um 100 manns hefðu sótt, en sérfræð- ingar Greiningar- stöðvar voru margir meðal fyrirlesara. Þá kom Stefán inn á ráðgjafardeild um ann- ars háttar tjáskipti, litla deild sem sinnti ráðgjöf og þjálfun fyrir þá sem ekki geta talað, inn í það samhengi kæmi “bliss- ið” fyrir hreyfihamlaða og tákn með tali fyrir ýmsa þroskahefta. Stefán var að því spurður hvaða hópum barna og ungmenna væri helzt þjónað. Hann sagði þroskaheft börn og ungmenni stærsta hópinn, þá koma börn með hinar ýmsu hreyfi- hamlanir, langflest einhverf börn koma til greiningar og síðan eru þama fjölfötluð börn. Hann sagði að yfirleitt kæmu ofvirk og misþroska börn ekki nema þá að fleira kæmi inn í myndina. Stefán sagði nýjar tilvísanir á stöðina árlega í kringum 100. Hluti barna færi í stutta athugun og væri vísað í önnur úrræði, hluti barna færi í vikuathuganir og svo væri hluti bama sem fengi mjög þétt eftirlit. Tók sem dæmi um hið síðasttalda barn sem kæmi tvisvar- þrisvar í viku með foreldrum sínum í allt að tvö ár og svo eftirlit eftir það, yfir í að barn kæmi í eina heimsókn í nokkra daga og svo allt þar á milli. Stefán undirstrikaði það að þarna væri vissulega á einum stað sam- þjöppuð mikil sérþekking og verðmæt reynsla. Hann gat þess í lokin, að stöðin hefði búið við það lán að starfs- lið væri mjög stöðugt, sem skapaði óneitanlega festu í starfinu. Stjórnarformaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins er Margrét Margeirsdóttir en aðrir stjórnarmenn eru Árni Gunnarsson, Jóhann Ingi Gunnarsson, Þórey V. Olafsdóttir og Þórdís Þormóðsdóttir. Stefáni þökkum við mætan og mikinn fróðleik og óskum honum og hans fólki alls hins bezta í bráð og lengd. Megi komandi áratugir verða eins farsælir og sá sem nú er að baki. Helgi Seljan. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 47

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.