Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 31

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 31
an að lausn ýmissa mála fyrir fjöl- skylduna. Læknar: Yfirlæknar og deildarlæknar sjá um meðferð fjölskyldunnar og halda utan um fjölskylduna á meðan á dvöl stendur. Tannlæknir: Ef þörf er á fær barnið tannlæknis- meðferð. Hjúkrunarfræðingar: Sinna hjúkrun fjölskyldunnar á meðan hún dvelur á Frambu. Félagsráðgjafar: Halda fyrirlestra um ýmis mál er varða réttindi og valmöguleika. Fjölskylduviðtöl, hjálpa við að fylla út eyðublöð og fl. Iðjuþjálfar: Eru í daglegum athöfnum. Ráðleggja fjölskyldunni og handleiða við skipulag ýmissa athafna svo sem að matast, klæðast, leika sér, vinna og að skipuleggja umhverfi heimilisins. Þetta er gert í gegnum almenna athugun á börnunum og viðtöl við foreldrana. Sjúkraþjálfarar: Sjá um fyrirlestra og einstaklings- bundna meðferð. Sum barnanna þurfa sjúkraþjálfun sem þau fá ekki stöðugt í heimabyggð, þá er lögð áhersla á sjúkraþjálfun á staðnum. Frá Starfsþjálfun fatlaðra Forstöðumaður Starfsþjálfunar fatlaðra, Guðrún Hannesdóttir, hefur tekið saman yfirlit um þá tólf hópa sem hafa verið teknir inn í Starfsþjálfun fatlaðra þ.e. 14-16 einstaklingaríhverjum hóp. 98 einstaklingar hafa lokið öllum þrem önnunum, en fyrsti hópurinn var útskrifaður í desember 1988 og síðast var útskrifað í maí 1995. Alls hafa 155 einstaklingar lokið a.m.k. einni önn við Starfsþjálfun fatlaðra. Konur eru 68 og karlar 87. Fjölmennasti hópurinn var á aldrinum 20 - 29 ára og þá á aldrinum 30 - 39 ára, en fámennasti hópurinn 50 ára og eldri eða aðeins 9. Guðrún hefur skipt nemendum í sex meginflokka eftir eðli og tegund fötlunar- allir nemendur teknir með: 1. Þeir sem eru með gigtar- og baksjúkdóma alls 22 eða 13%. 2. Þeir sem eru spastískir eða með helftarlömun alls 25 eða 15%. 3. Þeir sem eru þverlamaðir eða með klofinn hrygg alls 19 eða 11%. 4. Þeir sem eru geðfatlaðir alls 46 eða 28%. 5. Þeir sem eru sjónskertir alls 10 eða 6%. 6. Vegna ýmissa sjúkdóma (s.s. flogaveiki, krabbamein, rýrnun), höfuðáverka, heilablæðingar, útlimamissis o. m. fl. alls 45 eða 27%. Þá er Guðrún með í þessari tölu alla sem nám hafa hafið í Starfsþjálfun fatlaðra eða 167. Þetta eru fróðlegar upplýsingar sem ritstjóra þykir sjálfsagt að korna á framfæri við lesendur. H.S. TÖFFARI í STÆÐI FATLAÐS Meðan foreldrar hlusta á fyrir- lestra fá bömin þjálfun í leik og starfi, eins eru systkini með í leik- skóla eða skóla þar sem em iðjuþjálfar og kennarar sem ráðleggja síðan kennurum og fóstmm á heimaslóðum. ÖIl börn og fjölskyldur þeirra sem eiga við fötlun að stríða svo og börn með langvinna sjúkdóma t.d. sykur- sýki, astma og ofnæmi, flogaveik böm og fl. geta dvalið á Frambu í fallegu umhverfi, notið sérfræðiaðstoðar, fengið endurmat á sínum sjúkdómi og allir koma endurnærðir til baka og betur færir um að takast á við sjúkdóm sinn eða fötlun. Þetta er verðugt framtak nágranna okkar sem við gætum tekið til fyrir- myndar. Guðrún Ragnars Höfundur er barnahjúkrunarfrœðing- ur og vinnur við heimahjúkrun lang- veikra ogfatlaðra barna. Lögreglumaður í Reykjavrk segir frá Borgin átti afmæli. Varð 200 ára og löggan tjaldaði öllu sem hún átti til. Ég var á pósti niðri í Tryggvagötu og allt var svo rosalega vel skipulagt. Ég átti að passa bflastæði og sjá til þess að strætó kæmist leiðar sinnar. Stæðin sem ég passaði voru annars vegar biðstöðvar fyrir strætó og hins vegar stæði sem voru merkt fötluðum. Nú, það kom töffari á stórum amerískum kagga og renndi beint í stæði fatlaðra. Svona gæi með græjumar á fullu, handlegginn lafandi út um gluggann, sígarettu í kjaftinum og fráhneppta skyrtuna og auðvitað með sólgleraugu. Mér fannst að hann væri að þessu í og með til að gefa skít í lögguna af því að ég stóð þarna rétt hjá, og stæðin voru rækilega merkt. Mér finnst frekar gaman að díla við svoleiðis gæja. Ég labbaði að bflnum og spurði hann inn um opinn gluggann hvort sólgleraugun og hávaðinn úr græjunum hefðu sljóvgað hann svo að hann tæki ekki eftir því að hann hefði lagt í þrælmerkt stæði fyrir fatlaða. Svo mældi ég hann út með augunum og lét í það skína að kannski gæti hann eftir allt bara alveg staðið á því að gefa sig út fyrir að vera fatlaður. Hann svaraði mér með því einu að fara út úr bílnum og staulast á stoðtækinu sínu í átt að hátíðarsvæðinu. Ég fraus eitt augnablik. Svo labbaði ég til hans og gerði það eina sem hægt var að gera í stöðunni. Ég bað hann afsökunar á heimskulegri framkomu minni. Og ég fattaði það þarna að fatlaðir geta líka verið töffarar. Eftirmáli: Þessa skemmtilegu lífsreynslusögu rákumst við á í Lögreglublaðinu. Með góðfúslegu leyfi birt hér. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 31

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.