Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 43

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 43
viðbót við hefðbundnar kennslu- aðferðir en á ekki að koma í staðinn fyrir hefðbundna kennslu. Börnin eiga áfram að þjálfa skrift en það ætti líka að gefa þeim tækifæri til að kynnast tækninni sem þau vafalítið eiga eftir að nota mikið í framtíðinni. Sum börn ættu að nota tölvuna mun meira til skrifta og þá á ég ekki við til að æfa skrift heldur til að tjá sig með rituðu máli. Börn geta vegna skertra fínhreyfinga eða vegna lestrar- og skriftarörðugleika átt í miklum erfið- leikum með að skrifa með blýanti. Þá fer t.d. hreyfifæmin að taka það mikla krafta frá eiginlegu markmiði, sem er að tjá sig með rituðu máli, að barnið fær ekki þá þjálfun í að vinna með málið sem því er nauðsynlegt. Það missir fljótt sjálfstraust, blaðsíðurnar í sögubókinni verða útstrokaðar og eftir stendur lítil frásögn sem kannski ekki inniheldur það sem nemandinn eiginlega vildi segja frá. Geta ung börn leikið í tölvu? Urvalið af forritum fyrir yngstu kynslóðina er sífellt að aukast og til eru dæmi um böm sem byrja nokkurra mánaða að leika í tölvu. Við vitum að böm þroskast í gegn- um leik. En sum börn geta ekki leikið sér á hefðbundinn hátt, vegna hreyfi- eða skynörðugleika. Það eru til forrit og sérbúnaður sem komið getur til móts við þessi böm. Það er mikilvægt að öll börn upplifi að þau geti haft áhrif á umhverfi sitt, að þau geti sjálf stjórnað og gert eitthvað án alltof mikillar áreynslu. Það eru þessi börn sem geta byrjað nokkurra mánaða í tölvu. En tölvan er líka farin að koma í marga almenna leikskóla þar sem bæði fötluð og ófötluð börn eru. Eg las ný- lega um til- raun í dönsk- um leikskóla þar sem tölva var lánuð til prófunar í tvo m á n u ð i . Leikskóla- kennararnir voru ekki alltof hrifnir í upphafi. En tölvunni var komið fyrir í sameiginlegu leikher- bergi til frjálsra afnota. Fyrstu vikuna var alltaf fullorðinn til staðar en það sem eftir var af tímanum gátu börnin farið frjálst í tölvuna. Það voru 3ja-6 ára börnin sem fóru mest í tölvuna, og það var ekki hægt að sjá kynjamun. Leikskólakennararnir sögðu að bömin hefðu unnið rnjög vel saman í tölv- unni, þau hefðu semsagt ekki einangrað sig eitt og eitt fyrir framan hana heldur vildu hafa aðra með til að spila. Tölvan átti hvorki hærri né lægri sess í leikherberginu en önnur leikföng. Börnin gengu að henni sem eðlilegum hlut. Leikskólakennararnir dönsku voru svo ánægðir með tilraun- ina að þeir eru nú með hjálp foreldra- félagsins að safna fyrir tölvu. Lokaorð Eins og að framan greinir er tölvan orðin almennt verkfæri í daglegu lífi okkar sem eðlilegt er að börnin nái færni í að nota hvort heldur sem er í námi eða leik. Tölvan er það verkfæri sem við mötum hana til að vera og með góðum forritum getur hún verið afbragðs þjálfunar- og kennslutæki sem lang- flestum börnum finnst gaman að vinna við. En það er okkar ábyrgð að finna forrit sem við teljum góð og hæfa barninu. Sigrún Jóhannsdóttir, forstöðumaður Tölvumiðstöðvar fatlaðra Styrkir til aðildarfélaga • • / OBI og annarra Alnæmissamtökin 350.000,- kr Blindrafélagið 550.000,- - Félag aðst. Alzheimersjúklinga 300.000,- - Félag heymarlausra 600.000,- - Félag nýrnasjúkra 200.000,- - Foreldrafélag misþroska barna 350.000,- - Foreldra- og styrktarfélag heymardaufra 250.000,- - Geðhjálp 500.000,- - Geðverndarfélag Islands 350.000,- - Gigtarfélag Islands 500.000,- - Heyrnarhjálp 350.000,- - LAUF 450.000,- - MG félag íslands 200.000.- - MS félag íslands 450.000,- - Parkinsonsamtökin 350.000,- - SÍBS 550.000,- - Sjálfsbjörg 700.000,- - SPOEX 250.000.- - Styrktarfélag lam. og fatlaðra 450.000,- - Styrktarfélag vangefinna 650.000,- - Umsjónarfélag einhverfra 350.000,- - Samtals: 8.700.000,- kr. Styrkir til annarra námu samtals 900 þús. kr. - Þeir hæstu til Halaleikhópsins 150. þús. kr., Perlunnar, Daufblindrafélagsins og Hleinar - sambýlis 100 þús kr. hver. Aðrir styrkir námu 50 þús. kr hver. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 43

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.