Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 30

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 30
Guðrún Ragnars barnahjúkrunarfræðingur: Hreyfihömluð börn í samfélaginu Undirrituð sat ráðstefnu NOB AB (Nordisk organisasion for syke barns behov) í Osló í september síðastliðnum. Þar hélt Arvid Heiberg læknir við Frambu center fyrirlestur og kynnti heilsumiðstöð fyrir hreyfihömluð og langveik börn í Noregi. Þar sem þetta var mjög fróðlegt erindi og ég heillaðist af fyrirkomu- lagi og framtaki Norðmanna þá fannst mér ástæða til að kynna þetta hér og koma þessari hugmynd á framfæri. Kynning á FRAMBU Frambu er heilsu- og upplýsinga- miðstöð fyrir langveik og hreyfihöml- uð börn frá öllum Noregi. Hún er staðsett skammt sunnan við Ósló í fallegu umhverfi og hefur verið starf- rækt frá árinu 1955, nánar tiltekið var hún stofnuð 19. júní 1955. Dvöl á Frambu er oftast 2 vikur í einu fyrir alla fjölskylduna. Oftast er reynt að hafa vissa sjúkdómahópa saman. Frambu heilsumiðstöðin er með 72 rúm með baðherbergi. Fjölskyldan býr saman. Tekið er tillit til hjólastólafólks og einnig fólks með astma og ofnæmissjúkdóma þar sem þetta er reyklaus staður. Eldhúsið er með sérfæði sem þarf að panta áður en komið er. Bömin verða að koma með hjálpartækin sín og lyfin sín með sér. Markmið Frambu er að styrkja fjölskylduna í umönnunarhlutverkinu og að auka getu þátttakenda til að fást við fötlun sína heima, í skólanum og úti í atvinnulífinu. Til að ná þessu markmiði: 1. Sérþjálfað starfslið Frambu er til reiðu fyrir fjölskylduna: Heldur fyrirlestra. Eru ráðgefendur. Gefa viðtöl. 2. Miðla sérþekkingu út í samfélagið með því að: gefa út bæklinga, greinar og með útgáfu bóka, Guðrún Ragnars. heimsækja heilsugæslustöðvar, halda ráðstefnur fyrir fagfólk. Frambu er sjálfseignarstofnun sem er rekin af ríkinu. Stjórnin saman- stendur af fulltrúum frá félagsmála-, kirkjumála- og menntamálaráðuneyti, rannsóknarstofnun Óslóarborgar, fulltrúa frá Frambu og fulltrúa sjúkl- inga. Samstarf er við félagasamtök sjúklinga og fatlaðra. Árlega eru haldnir fundir með þeim sem nýta sér Frambu og rekstur stofnunarinnar ræddur. Frambu er rekið allt árið fyrir utan jól og páska. Flestir sem dvelja þarna eru í upp- lýsinga- og meðferðardvöl. Dvölin á Frambu er skipulögð með fyrirlestrum, hópsamtölum og viðtölum. Börnin fá leikmeðferð, kennslu, skoðanir og einstaklings- bundna meðferð. Umhverfið býður upp á mikla möguleikabæði úti og inni. íþróttaað- staða og hjólastólastígar eru í fallegu umhverfi. Sundlaug er á staðnum og aðstaða til að fara út á vatnið á bátum og einnig að synda í vatninu. Á kvöld- in eru haldnar kvöldvökur og félags- leg samvera er fyrir foreldra þar sem komið er saman og spjallað. Oft eru haldnir stjómarfundir eða félagsfundir í hinum ýmsu foreldra- hópum sem eru á staðnum. Aðstoðar- fólk vinnur með fjölskyldunum, hjálp- ar börnunum í skóla og á leikskóla sem eru reknir við stofnunina og pass- ar börnin á kvöldin. Hópur fyrir foreldra þar sem þeir tala saman um vandamál, ræða málin og koma með uppástungur um breyt- ingar til batnaðar er starfræktur og allir sem dvelja þama fara á 3 fundi á þessu tveggja vikna tímabili. Eftir dvölina eru sendar skýrslur til lækna barnanna og í skóla eða dag- heimili. Teymisvinna: Þverfagleg vinna á sér stað og vinna hinir ýmsu hópar fagstétta sam- 30

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.