Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Side 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Side 6
sókn í Hollandi var 274 sjúklingum, ýmist með astma eða langvinna teppu- sjúkdóma, fylgt eftir í tvö og hálft ár. Allir voru meðhöndlaðir með beta- agonistum en hluti sjúklinga fékk einnig innöndunarstera og vegnaði þeim betur. Meira en helmingur þess kostnaðarauka sem hlaust af notkun innöndunarstera, skilaði sér til baka í lækkun á öðrum heilbrigðiskostnaði. Auk þess batnaði líðan sjúklinganna og lungnastarfsemi, einkennalausum dögum fjölgaði og vinnutap varð minna. Hlutdeild sjúklinga í lyfjakostnaði almennt hefur aukist verulega á undanförnum árum og svo er einnig um astmalyf, sem sjúklingar fengu til skamms tíma að mestu leyti sér að kostnaðarlausu. Frekari aukning á útgjöldum sjúklinga getur hæglega orðið til þess að sjúklingar sem illa eru settir félagslega og fjárhagslega, fái ekki nauðsynlega lyfjameðferð. Þetta á sérstaklega við um fyrirbyggj- andi meðferð, en dragi úr henni, má búast við aukningu á kostnaði vegna annarrar meðferðar, þar á meðal bráðameðferðar og dýrrar sjúkrahús- vistar. Það er hagur sjúklinga og samfélags að lyfjameðferð við astma sé í sem bestu samræmi við það sem talið er rétt á hverjum tíma. Rannsókn okkar sem birtist í þessu hefti Læknablaðsins bendir til þess að meðferð astma hérlendis sé í meira samræmi við alþjóðlegar leiðbeining- ar en í mörgum öðrum löndum. Þó vaknar spurning um það hvort ekki væri unnt að draga úr skömmtum steralyfja til innöndunar. Astæðulaust er að meðhöndla með hærri skömmt- um en nauðsynlegir eru og má oftast komast af með lægri skammta í langtímameðferð en þarf til þess að ná tökum á sjúkdómnum í byrjun eða eftir tímabundna versnun. Fræðsla til astmasjúklinga og almennings um sjúkdóminn og meðferð hans er mjög mikilvæg. Erlendar rannsóknir sýna að skipu- lögð fræðsla til astmasjúklinga, til dæmis í svokölluðum astmaskólum, leiðir til ótrúlegs sparnaðar með fækkun bráðaheimsókna, færri inn- lögnum og fækkun á töpuðum vinnu- og skóladögum. Fjármunir sem lagðir eru í skipulagða fræðslu skila sér yfirleitt margfaldlega til baka. Hér á landi hefur slík fræðsla verið af skornum skammti, ef frá er talinn úðaskóli Vífilsstaðaspítala þar sem hjúkrunarfræðingar lungnadeildar hafa kennt sjúklingum um verkun og notkun innöndunarlyfja. Einnig hefur verið veitt skipulögð fræðsla fyrir lungnasjúklinga á Reykjalundi. Að öðru leyti er fræðsla veitt á stofum og móttökum lækna, en vegna tímaskorts og álags er hætt við að þessi þáttur verði út undan. Þannig vantar að- gengilegt fræðsluefni um astma. Markmið slíkrar fræðslu er aukin þekking á eðli sjúkdómsins, verkun og notkun astmalyfja, ásamt réttum viðbrögðum við versnun. Höfundar telja að meiri fjárfesting í aukinni þekkingu sjúklinga og aðstandenda muni skila sér sem lægri útgjöld fyrir samfélagið. Einnig er æskilegt að birtar verði einfaldar leiðbeiningar fyrir lækna um meðferð astma, aðlag- aðar að íslenskum aðstæðum. Slrkar leiðbeiningar þarfnast reglulegrar endurskoðunar. Þórarinn Gíslason, Andrés Sigvaldason. Hlerað í hornum Á hverjum laugardegi léku fram- kvæmdastjórinn og gamli gjaldkerinn hans golf og alltaf var niðurstaðan sú hin sama, gjaldkerinn vann alltaf. “Þetta er tilgangslaust, ég vinn aldrei,” sagði framkvæmdastjórinn eftir óvenjulegaslæmandag. Gjaldkerinn gamli vildi hughreysta hann: “ Sá dagur mun koma að þú stendur yfir gröf minni og jarðar mig.” Fram- kvæmdastjórinn andvarpaði og sagði: “Æi, já, en jafnvel þá verður það þín hola.” ** Kona ein kom til lögfræðings með fjögur börn í eftirdragi og eitt á handleggnum og það elzta virtist varla meira en fimm ára. Lögfræðingurinn spurði hana um erindið og hún sagðist verða að fá skilnað. “Og á hvaða grundvelli ?” “Algerrar vanrækslu,” svaraði konan. Lögfræðingurinn leit yfir barnahópinn með undrunarsvip. “Æ, þaðerekkertaðmarkaþau. Hann vanrækir mig alveg. Aðeins stöku sinnum kemur hann heim og biðst afsökunar.” Kona ein kom inn í bókabúð og spurði hvort fáanleg væri bókin Sultur eftir Knut Hamsun. Afgreiðslumaðurinn brást ókunnuglega við en spurði svo: “Er þetta matreiðslubók ?” ** Gömul erlend saga af grobbnum upp- gjafahermanni kemur í hugann. Hann var spurður að því hvort hann hefði aldrei óttast að bíða ósigur í orustu. “Nei, en oft hélt ég að það yrði búið að drepa okkur alla áður en við sigruðum.” ** Æskuvinir voru að rifja upp eftir- minnilegan atburð í æsku, þegar mikil sprenging varð áheimili annars þeirra. “Já, því gleymi ég aldrei. Mammaog pabbi þeyttust bæði út um dyrnar og það var nú í fyrsta sinn sem ég sá þau fara út saman.” ** Sá nýríki var að grobba af því að hann hefði byrjað braut sína án annars en fatagarmanna sem hann stóð í. Þá gall við í einum sem á hlýddi: “Varnema von að þú kæmist áfram. Við vesa- lingarnir urðum að byrja berir.” ** Kona ein grunaði mann sinn um græsku og einn daginn fann hún vara- lit á vanga hans þegar hann kom heim. “Þú skalt ekki halda að ég ætli að fara að leika aðra fiðlu hjá þér,” snökti konan. “Hvað er þetta manneskja. Þakkaðu bara fyrir að fá að vera með í hljómsveitinni.” ** Það varáaðventunni. 5árahnokkinn var að bera sig saman við jafnaldra sinn, hvað hvor fengi í skóinn og hversu góður og þægur sem hann var, fékk jafnaldrinn alltaf meira og merkilegra en hann. Hann ákvað því að vaka eftir jólasveininum og spyrja hann hvað hann gerði rangt. En þó hann einsetti sér að vaka sigraði svefninn hann, en svo hrökk hann upp við eitthvert þrusk og sá þá á eftir föður sínum út úr herberginu. Hann rauk upp og hrópaði: “Eg vissi það pabbi, þú kemur alltaf inn og tekur úr skónum mínum og lætur svo eitthvað ómerkilegt í staðinn.” 6

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.