Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 28
Lokaorð. Hér að framan hefur verið stiklað á stóru varðandi núgildandi almanna- tryggingalöggjöf. Ekki er hægt að gera neina tæmandi úttekt á svo stór- um málaflokki í stuttri grein. Lögin þurfa stöðugt að vera í gagnrýnni endurskoðun. Engar raunhæfar end- urbætur verða þó gerðar á lögunum fyrr en menn koma sér saman um ný heildarmarkmið almannatrygginga. Um það atriði virðist ekki vera sam- staða í þjóðfélaginu og er það helsti dragbíturinn á allar framfarir í mál- efnum öryrkja á Islandi. Núverandi löggjöf er löngu orðin úrelt og að mörgu leyti óréttlát. Mikilvægt er að menn átti sig á því, að hlutverk líf- eyrissjóða og einkatrygginga er ann- ars eðlis en hlutverk almannatrygg- inga. Hingað til hefur ekki verið náð því háleita markmiði, sem sett var í upphaflegu lögunum frá 1946 þ.e. ...”að svo fullkomnu kerfi almanna- trygginga verði komið á, að Island verði á þessu sviði í fremstu röð ná- grannaþjóða”. Á meðan menn koma sér ekki saman um neina heildarstefnu og framtíðarmarkmið eru málefni öryrkja á Islandi í ólestri. Eg óska öllum bótaþegum og starfsmönnum T.R. innilega til hamingju með 60 ára afmælið. Höfundur þakkar Emil Thóroddsen framkvcemdastjóra Gigtarfélags Islands, góðar ábendingar við samningu þessarar greinar. Stjórn Lífsvogar á síðasta starfsári. Frá Lífsvog Eins og frá var greint á sínum tíma hér í Fréttabréfinu voru samtökin Lífsvog stofnuð á haustdögum 1994 og hafa því starfað í um hálft annað ár. Aðsetur samtakanna er í húsnæði Neytendasamtakanna að Skúlagötu 26. Síminn er: 552 3737. Samtökin voru stofnuð til að freista þess að fá rétt hlut þess fólks sem illa hafði orðið úti vegna læknisaðgerða eða mistaka í meðferð. Fyrsti formaður samtakanna var Amheiður Vala Magnúsdóttir en núv. formaður er Guðrún María Oskarsdóttir. Félagsmenn munu nú nær 300 og verkefni samtakanna virðast nær óþrjótandi. Á þeim tíma sem Lífsvog hefur starfað hafa rúmlega tvö hundruð manns leitað aðstoðar samtakanna. Sú aðstoð hefur aðallega verið fólgin í því að afla gagna fyrir fólk og koma kvörtunum rétta boðleið. Einnig hefur fólk verið aðstoðað við endurupptöku mála, þar sem árangur hefur oft orðið sá að ítarlegri svör hafa fengizt. Stjórnarfólk Lífsvogar segir að fólk sem telur mistök hafa verið orsök örorku sinnar sé yfirleitt mjög ósátt við meðferð mála sinna. Þau telja að mjög hafi á brattann verið að sækja með rétt síns fólks, því forsendan fyrir miskabótum sé sú að fyrir liggi viðurkenning af hálfu yfirvalda á mistökum og sú viðurkenning sé síður en svo auðfengin. Júlíus Valsson gigtarlæknir. Fundur um Helios II I frásögn minni í 1. tbl. Frétta- bréfsins 1996 af fundi félagsmála- ráðuneytisins um samstarf Evrópu- þjóða í málefnum fatlaðra - Helios II - hafði fallið niður nafn fundarstjóra en það var Margrét Margeirsdóttir, deildarstjóri í ráðuneytinu, sem leysti það starf af hendi með heiðri og sóma og hefur enda borið hita og þunga dagsins í málefnum Helios þar í ráðu- neytinu. Er beðist velvirðingar á þessu. Ásgerður Ingimarsdóttir Orðrétt segir: “Þörfin fyrir stuðning á þessum vettvangi er sannarlega til staðar og rík ástæða er til þess að veita stjórnvöldum aðhald á þessu sviði. Þar sem ekki aðeins getur verið brotið á réttlætiskennd einstaklingsins, heldur einnig möguleikum hans til þess að skapa sér og sínum lífsafkomu. Þegar svo langt er gengið að hinum mannlega þætti á að kippa út vegna sparnaðarhugmynda, þá er einu þjóðfélagi hollt að staldra við og hugsa sig um.” Aðalfundur Lífsvogar var haldinn 17. aprfl sl. og eftir þann fund er stjórn skipuð: Formaður: Guðrún María Óskarsdóttir, varaform.: Ásdís Frímannsdóttir, ritari: Ester Sveinbjarnardóttir og meðstjórnendur: Jórunn Sigurðardóttir og Gunnar Tryggvason. Þessar línur fylgdu með frá Guðrúnu Maríu: “Forsendur málanna fljúgct til hœða fróm orð um tilgang og markmið þauflœða. Hver er svo árangur eftir allt þetta? Aðeins þarf skræðunum betur aðfletta. ” Já, það þarf mörg gögn að skoða og í rúnir að ráða, ef réttlæti skal náð í þessum efnum. Lífsvog er allrar farsældar óskað í vandasömum málatilbúnaði og ekki alltaf auðveldum að færa fram í dagsljósið. Megi þeim mætavel farnast og sem fyrst unandi árangri ná. H.S. 28

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.