Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 23
Frá Egmont-lýðskólanum. ingarnir voru sendir í skoðunarferðir og áttu að kynna sér dýra- og plöntu- líf. Síðan var þeim kennt að nýta sér umhverfið til ýmissa hluta, t.d. var þeim kennt að tína sveppi til neyslu, að meðhöndla jurtir til fatalitunar o.s.frv. Tónlistarkennslan var ekki síður athygliverð, því þar sameinuðust ófatlaðir og fatlaðir og spiluðu saman af ótrúlegri leikni. Aðstaðan var enda ótrúlega góð, eiginlega öll hljóðfæri sem hugurinn girntist. Eftir hádegi skoðuðum við skólann og heimavist- ina. Skólabyggingin sjálf var ekki neitt arkitektúral meistaraverk, heldur bara ósköp einföld, en tækjabúnaður- inn var meiriháttar. Meðal annarra kostagripa var skotbraut til að æfa skotfimi, mjög rúmgóður íþróttasalur, lyftingasalur, fullkomið upptöku- stúdíó, risastór klifurveggur o.s.frv. Danir virðast, öfugt við Islendinga, hafa áttað sig á því að það er betra að eyða fjármunum í rekstur en dýrar byggingar. Seinnipartinn fórum við síðan og skoðuðum litla skipasmíða- stöð sem skólinn á og rekur. Þarna er um að ræða stöð sem varð gjaldþrota fyrir nokkrum árum og skólinn keypti með aðstoð frá ýmsum aðilum. Nem- endum gefst síðan kostur á að vinna við smíðar og viðhald á bátum á vet- urna og síðan er rekinn öflugur siglingaklúbbur á sumrin. Um kvöldið bauð síðan skólastjórinn til kvöld- verðar þar sem hann hélt frábæra ræðu um sögu skólans og mjög hreyfihaml- aðs föður síns sem var fyrsti skóla- stjórinn. Föstudaginn 22. mars fórum við í skoðunarferð til Vejlefjord- endurhæfingarsjúkrahússins. Þar dveljast einstaklingar sem hafa fengið heilaskaða vegna slysa eða sjúkdóma. Yfirmaður rannsóknardeildar sjúkra- hússins tók á móti okkur og hélt fyrir- lestur um hugmyndafræðilegan grunn endurhæfingarinnar sem var mjög nýstárlegur og athygliverður. Síðan var okkur sýnd aðstaðan sem var aldeilis frábær. Vejlefjord-sjúkrahúsið var byggt sem berklahæli á síðustu öld og minnir hreinlega á nýuppgert fimm stjörnu hótel. Áætluð heimsókn til “The Jytland Dynamo” féll niður og því var deginum eytt í skoðunarferð þar sem meðal annars var farið á Himmelbjerget. Laugardagurinn 23. mars byrjaði á því að hópurinn lagði mat á heimsóknina. Allir þátttakendur voru sammála um að hún hefði verið mjög gagnleg og afar skemmtileg. Kostirnir sem fólk benti á voru, að fólki var gefinn kostur á að kynnast hugmyndafræði Dananna sem án efa er sú háþróaðasta í heimi, að við feng- um tækifæri til að kynnast fólki víðs- vegar að úr Evrópu og gátum miðlað reynslu sem nýtist í framtíðinni, að við eignuðumst tengla í 11 löndum sem allir voru tilbúnir að halda áfram samskiptum og við kynntumst hrein- lega frábæru fólki sem er manni afar dýrmætt persónulega. Gallarnir sem hópurinn nefndi voru: að ekki var gefinn tími til að þátttakendurnir gætu kynnt starf sitt fyrir hinum á skipu- lagðan hátt, að hópurinn samanstóð af fólki sem starfar beint með fötluð- um og því hefði mátt leggja meiri áherslu á hagnýta hlið vinnunnar á kostnað hugmyndafræðinnar. Að loknu þessu mati yfirgáfum við Egmont lýðskólann með söknuði og héldum aftur til Kaupmannahafnar. Sunnudaginn 24. mars kvöddust þátt- takendur með virktum og hélt hver til síns heima. Fyrir mig persónulega var þessi ferð hreint frábær og vil ég enn og aftur koma á framfæri kærum þökkum fyrir stuðninginn. Ég hef nú þegar haft samband við allan hópinn og er töluverður áhugi hjá þeim að heimsækja Island og halda áfram að miðla hugmyndum. Það er líka mjög skemmtilegt að þó við Islendingar séum að mörgu leyti á eftir öðrum Norðurlandaþjóðum, þá getum við líka miðlað ríkulega af reynslu okkar í málefnum fatlaðra. Einnig hefur hópur fatlaðra ungmenna hér heima, sem ég sagði frá ferðinni, lýst áhuga á að heimsækja þessa erlendu vini mína sem ég tel að gæti verið mjög gagnlegt fyrir þau. Reykjavík 16. apríl 1996, Arsæll Arnarson. Vísur um vor Vor um veröld alla vafið ilmi blóma. Lífsins kraftar kalla kveðja allt úr dróma. Ylþeyr boðar yndi angan loftið þrungið. Tindrar sól á tindi töfrum allt er slungið. Man ég dýrðardaga draumaveröld mína. Lék um holt og haga hugðist dáðir sýna. Vakti vorsins strengur villta þrá í hjarta. Átti ungur drengur unaðstíma bjarta. Ennþá vorið vekur von og þrá að nýju. Fjöldann fanginn tekur færir sól og hlýju. Ekkert þó sem áður aldið hjarta grætur. Samt er hugur háður heiði bjartrar nætur. Helgi Seljan. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJAB ANDALAGSINS 23

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.