Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 13

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 13
sem þarna hefðu dvalizt svo og fjöl- skyldur þeirra ekki síður. Hún þakk- aði svo hlýjar hamingjuóskir og góðar gjafir Hlíðabæ færðar. á tók Jón Snædal læknir heimil- isins til máls og flutti fróðleik góðan. Hann sagði 180 manns alls hafa dvalizt í dagvistinni á þessum 10 starfsárum. Meðaldvalartíminn verið u.þ.b. eitt ár; 60% konur, 40% karlar. Dvalartími verið frá örfáum vikum upp í tæp 6 ár. 2 - 3 ár væru hið venjulega. Alltaf væri um ákveðið brottfall að ræða þar sem fólki líkaði ekki dvölin og þar væru karlar í miklum meirihluta. Meðalaldur kvenna hefði verið 76 ár en karlanna 74 ár. Hann sagði þetta fólk hafa ákveðna rökhugsun og ályktunarhæfni, en þaulrædd atriði með ákveðinni niðurstöðu gætu að morgni næsta dags verið gleymd. Hann kvað algengt að ákveðin persónuleikaeinkenni skerptust við Hlerað í hornum Bóndi einn nyrðra var kærður fyrir að hafa selt dilkakæfu, sem blönduð var hrossakjöti. Eftir mikið þóf hjá sýslumanni viðurkenndi bóndi að hafa blandað kæfuna til helminga. Sýslu- maður sagði rannsókn hafa leitt í Ijós að í kæfunni hefði verið miklu meira af hrossakjöti svo ekki hefði þetta nú verið til helminga. “Jú, víst var það”, sagði bóndi,“eitt lamb á móti einum hesti”. heilabilun s.s. að þeir sem áður hefðu verið stjómsamir létu sér í fáu segjast. Reynt er að haga öllu sem allra bezt í þágu aðstandenda þeirra og um leið þeirra sjálfra. Jónþakkaði samstarfs- fólki sínu og kvaðst telja það ákveðin forréttindi að hafa fengið og fá að starfa með þessu fólki á heimilinu Hlíðabæ. Páll Gíslason form. Félags eldri borgara færði fram hamingjuóskir og gat um hinn góða hlut Arinbjarnar Kolbeinssonar að máli þessu. Hann sagði það sína skoðun að starfsemi þessi hefði alveg sérstaklega vel til tekizt og verulegur árangur orðið af góðu, uppbyggjandi starfi. Hann færði Hlíðabæ að gjöf lampa með stækkunargleri og góðu ljósi frá Félagi eldri borgara. á talaði Þór Halldórsson form. Reykjavíkurdeildar RKI. Hann minnti á “bæina” þrjá Múlabæ, Hlíðabæ og Foldabæ og þá um leið ** Stúlka ein kom til læknis, sem sagði henni að á því léki enginn vafi að hún gengi með bami. Þá sagði stúlkan: “Og var það furða”. ** Bóndi einn réði til sín vinnukonu og nokkru seinna spurði nágranninn hvernig gengi: “Alveg ágætlega. Hún hefur sofið hjá mér síðan hún kom, nema fyrstu nóttina”. ** I kirkju einni úti á landi var komið fyrir hátalara, sem virðulegur borgari að í Múlabæ biði annar eins hópur og hér væri eftir sambærilegri þjónustu. Þessir þrír “bæir” væru stolt Reykja- víkurdeildarinnar og nú væri sá fjórði í uppsiglingu í Mjódd og mundi sá fá heitið Skógarbær. Þar væri væntan- legt á næsta ári deildaskipt hjúkrunar- heimili þar sem yrðu nokkrar undir- deildir og ein þeirra yrði fyrir minn- isskerta. Þór kvað útlendinga sem hingað kæmu afar hrifna af Hlíðabæ, enda árangur framar öllum vonum. Starfsemi af þessu tagi væri raunar alveg sérstaklega í anda Rauða krossins. Hann afhenti Hlíðabæ pen- ingagjöf frá Reykjavíkurdeildinni. Haukur Þórðarson form. SIBS færði fram hlýjar hamingjuóskir frá sínum samtökum. Hér væri starfsemi í farsælum föstum skorðum, reynslan verið einkar ágæt. Hann sagði ýmsa spyrja hvað ylli þátttöku SIBS í þessu verkefni. Upphafið það að Múlalund- ur flutti úr Armúlanum og þá komu upp spurningar um nýtingu þess húsnæðis og þannig varð dagvist Múlabæjar til, en Hlíðabær svo afsprengi þess. Hann kvað SIBS þykja mikill sómi að því að mega hér koma að verki. SÍBS mun svo færa Hlíðabæ sérstaka gjöf í tilefni afmæl- isins. í Hlíðabæ starfa alls 10 starfs- menn, þar eru á hverjum tíma 20 ein- staklingar í 18 rýmum sem heimild er fyrir, starfstími er frá kl. 8 - 16 alla virka daga. Ritstjóri þakkar góða stund í Hlíða- bæ þar sem voru veizluföng glæsileg og viðtökur allar vermandi. Öryrkja- bandalag Islands biður starfinu í Hlíðabæ blessunar og farsællar fram- tíðar. H.S. í sókninni hafði gefið til minningar um konu sína. ** Maður einn vestra, sem aðeins hafði verið kvæntur í þrjár vikur, sótti um skilnað og bar fram þá ástæðu við bæjarfógetann, að hann hefði ekki verið búinn að fá sér gleraugu þegar hann kvæntist. ** Einu sinni spurði maður annan mann er Svanur hét, hvaðan Svansnafnið væri komið. “Hvaðan komið, það veit ég ekki. Frá álftinni býst ég við”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 13

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.