Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 50

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 50
• f B RENNIDEPLI Erindin eru æðimörg sem inn til okkar berast og ævinlega reynt sem bezt að bregðast við þeim, þó ekki verði alltaf af sá árangur sem við helzt vildum sjá. Oft er það svo að við erum beðin um viðbrögð við ýms- um ákvörðunum stjórnvalda og fáum jafnvel ákúrur nokkrar fyrir aðgerðar- leysi, þegar við þó höfum brugðist hart við löngu áður en að framkvæmd kom. Svo var t.d. á liðnum vetri þegar lækkun heimildabóta kom til fram- kvæmda 1. marz að þá undraðist fólk þá aðgerð, þó við hefðum þegar við framlagningu fjárlagafrumvarps mót- mælt harðlega og með áberandi hætti fyrirhugaðri lækkun heimildabóta í enn ríkara mæli en varð þó raunin á við afgreiðslu fjárlaga endanlega. Glöggur maður í öryrkjahópi sagði að við skyldum ekki láta okkur þetta á óvart koma í öllum þeim endalausa fréttaflaumi sem yfir skylli dag hvem, enda væri sín reynsla sú að þá fyrst tæki fólk við sér þegar framkvæmt væri, þegar hver og einn fyndi á eigin skinni hvað til síns friðar heyrði. Efa- laust er þetta svo um okkur öll, en okkur þykir oft lakara þegar við erum beint þeim sökum borin að hafa hreinlega á verði sofið, þegar margra vikna barátta gegn aðgerðum liggur að baki. Hins vegar dregur ritstjóri ekkert úr nauðsyn þess að halda okkur vel við efnið og sjá til þess að upplýsa okkur um hvaðeina sem öndvert fer, því engan veginn erum við undanþeg- in góðri gagnrýni. * Margir öryrkjar hafa hingað haft samband, þegar þeir hafa yfir þann þröskuld komizt að verða löggilt gamalmenni eins og það er stundum orðað. Ástæða þessa er yfirleitt tví- þætt. Annars vegar bregður mönnum nokkuð í brún og það að vonum þegar í ljós kemur að upphæð tekjutrygging- ar hefur lækkað um yfir 800 kr. og engin von að fólk uni því þegjandi og leiti eftir skýringum. Sannleikurinn auðvitað sá eins og einn ágætur fyrir- spyrjandi orðaði svo ljóslega: “Ekki lagast örorkan þó við aldurinn þegar alls kyns ellihrumleiki fer á að sækja í ofanálag.” Hins vegar er svo bif- reiðagjaldið sem þeir sem njóta örorkulífeyris eða örorkustyrks eru undanþegnir en ekki ellilífeyrisþegar, þannig að með lækkaðri tekjutrygg- ingu, lægri tekjum fylgja svo viðbót- arútgjöld ef viðkomandi á bifreið. Til skamms tíma var það svo að upphæðir bóta voru nákvæmlega þær sömu hjá lífeyrisþegum hvort sem um var að ræða öryrkja eða aldraða. I tíð fyrrum heilbrigðisráðherra varð svo á sú breyting að tekjutrygging aldraðra var lækkuð og það bil síðan haldist. Landssamband aldraðra krafði ráðu- neyti og Tryggingastofnun skýringa hér á en þau svör öll voru afar mikið í “af því bara” stíl, enda augljóst að hér var um beina sparnaðaraðgerð að ræða án allra fullgildra raka. Þungur verður sá róður ef reyna á að leiðrétta þennan óeðlilega mismun, en hingað til daufheyrzt við öllu slfku þegar á hefur verið knúið. Þegar enn er þrengt að er varla við því að búast að ein- hverjar þær leiðréttingar fáist er leitt geta til aukinna útgjalda, en engu að síður ber okkur að vekja verðuga athygli hér á og freista þess að fá fram úrbætur. Trygginganefnd bandalags- ins sem nú er að störfum mun rneðal margra annarra réttlætismála koma til- lögum um þetta áleiðis til endurskoð- unarnefndar almannatrygginga. * Meðal þess sem trygginganefnd bandalagsins er að fást við varðar örorkumat og framkvæmd þess. Alveg sérstaklega vill nefndin láta fara ofan í saumana á því hvers vegna 65% mat til örorku gefi jafnlítið og raun ber vitni : þ.e. örorkustyrk aðeins sem er eins og fólk veit 3/4 grunnlífeyris og það er hreinlega allt og sumt. Margir hafa haldið því fram að einmitt þetta valdi þeirri ásókn fólks með skerta starfsgetu í að fá 75% sem raun ber um vitni. Eðlilegt væri ef 65% örorkumat á að segja rétta sögu, gefa rétta mynd af ástandi hvers einstaks, að það mat gæfi möguleika á a.m.k. fullum grunnlífeyri og tekju- tryggingu í stað þeirrar hungurlúsar, sem þó svo rnikil örorka sem 65 % matið hlýtur að gefa til kynna, færir örorkuþegum. Oft er spurt um það hversu á því standi að örorkulífeyris- þegum fjölgar svo ört sem raun ber vitni. Eðlilega kemur þar margt inn í myndina en nefna má almennt erfið- ara þjóðfélagsástand og viðvarandi atvinnuleysi en eðlilega hefur það haft sínar alvarlegu afleiðingar fyrir alltof marga með minnkaða möguleika til hvaða starfs sem er. Hér ber brýna nauðsyn til að finna einhveija eðlilega millileið, þannig að það fólk sem metið er til 65% örorku, sem er auðvitað hreint ekki lítið, fái úr býtum borið í tryggingakerfinu önnur og betri kjör en boðið er upp á í dag. Þess ber þá um leið að geta að tekjuteng- ingin er svo rækilega niðurnjörvuð varðandi allar bætur að öll tekjuöflun 65% öryrkja mundi skila sér svo sannarlega í skertum bótum, svo ekki þyrftu menn að hafa áhyggjur af óþarfa austri hvað þetta varðar. * Að mörgu þarf sannarlega að huga á vettvangi okkar fólks, ekki sízt þegar ýmsar beinar aðgerðir eru í gangi, sem beinlínis þrengja og skerða hag þess. Stundum þykir okkur hér sem alltof lítill árangur verði af amli okkar og vaknar þá um leið spuming um það, hvort við náum ekki að standa nógu vel í ístaðinu í hinum ýmsu málum er að höndum bera. Á hitt ber að líta að langflest þessara atriða varða löggjöf og reglugerðir, sem oft er hægara sagt en gert að fá fram breytingar á til hagsbóta fyrir okkar fólk, eftir að settar hafa verið. Eitt þeirra atriða sem erfið hafa reynzt okkur til úrbóta, hvað þá úrlausnar, varðar hina félagslegu aðstoð félags- málastofnana við okkar fólk. Eins og menn vita þá er öll slfk aðstoð, hvers eðlis sem hún kann að vera, sett á launamiða fólks og meðhöndluð sem slík í skattalegu tilliti. Gildir þá einu hvort um er að ræða reglulega viðbót- araðstoð við fólk eða sértæka neyðar- aðstoð, jafnvel til að bæta fyrir ákveð- ið tjón hjá viðkomandi, sem ekki fæst á annan veg bætt eða þá að um sér- staka aðstöðusköpun viðkomandi er að ræða á ýmsan veg. Allt er þetta fært 50

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.