Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 51

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 51
sem laun og skattlagt eftir því og virðist tæpt að úr fái rætzt miðað við skattaréttinn almennt svo sem hann er í dag skilgreindur. A móti benda fjármálaráðuneyti og skattayfirvöld á heimild í skattalögum til að sækja um lækkun gjalda vegna sérstakra, til- greindra ástæðna og sannast sagna höfum við af slíkum umsóknum góða reynslu. Gallinn er bara sá að um þennan möguleika vita þeir máske hvað sízt sem mest þurfa á að halda og okkar grunur sá að alltof margir beri of háar álögur af þeim einföldu ástæðum að þeir hafa ekki leitað síns lögheimila réttar í þessu efni. En þessi aðstoð, hversu sem hún er, er ekki einungis í skattalegu tilliti reiknuð svo sem venjuleg laun, heldur leiðir af skattalegri meðferð félagslegrar aðstoðar, að hún kemur beint inn í bótakerfi almannatrygg- inga. Þar geta tekjur skv. þessari aðstoð lækkað heimildabætur eða tekjutryggingu vegna hinnar ríku tekjutengingar sem kerfið byggir á og gera það mjög oft. Þannig myndast hjá mörgum hinn fáránlegasti og um leið versti vítahringur, sértæk neyðarað- stoð félagsmálastofnunar getur skert heimildabætur sem svo verður til svo ríkrar lækkunar heildarbóta að við- komandi þarf aftur að leita á náðir félagsmálastofnunar og þannig áfram. Þennan vítahring verður að rjúfa og við höfum farið fram á það, að fjár- málaráðuneyti og heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti setji á laggirnar starfshóp með þátttöku okkar til að fara ofan í þessi mál og finna þeim bezta hugsanlegan farveg. Okkur hefur verið afar vel tekið, því slík hringavitleysa er engum til gagns eða góðs, þó út yfir taki þegar að hlut öryrkjans kemur. Jafnvel er svo langt gengið að sérstök neyðaraðstoð félagsmálastofnunar við konu er á stofnun dvaldist var nýtt til ítrustu skerðingar á vasapeningum konunnar, þar til hver króna var til baka fengin. Við slík rangindi verður ekki unað og vonandi taka hin ágætu áður umgetnu ráðuneyti rögg á sig og vinna með okkur að farsælli lausn þessa máls, svo að réttlæti og sanngimi megi þar ríkja. Til þess er þeim treyst miðað við ágætar undirtektir. * s Iframhaldi af hörðum mótmælum samtaka aldraðra og öryrkja vegna skerðingar frekari uppbótar lífeyris- þega 1. marz sl. og þá ekki hvað sízt mótmælastöðu Sjálfsbjargar við ráðu- neyti heilbrigðis- og tryggingamála, bauð heilbrigðis- og tryggingaráð- herra fulltrúum þessara samtaka til viðræðna um einhverjar þær breyt- ingar sem gætu að hluta vegið upp á móti skerðingunni 1. marz. sl. og þá sér í lagi bætt þeim verst settu sinn hlut. Rétt er að taka fram að megin- krafa samtakanna í þessum viðræðum var sú að skerðingarupphæðum yrði skilað, en áþað varekki fallist. A móti var boðin frekari og hraðari endur- greiðsla lyfja- og lækniskostnaðar sem nú hefur náð fram að ganga skv. reglugerð, endurgreiðsla fjórum sinn- um á ári í stað tvisvar og endurgreiðsla hefst við lægri kostnaðarmörk en áður svo og er lyfjakostnaður vegna bama til endurgreiðslu aukinn. Endur- greiðslur eru tekjumörkum tengdar. Sömuleiðis var boðin fram og nú í framkvæmd komin skv. sömu reglu- gerð hækkun frekari uppbótar til þeirra sem mestan hafa kostnað vegna umönnunar, lyfja- og lækniskostnaðar svo og húsaleigu eða úr 120% í 140% af grunnlífeyri. Þetta er góðra gjalda vert, en snertir aðeins mjög takmark- aðan hóp, en um leið almennt afar illa settan og skal því vel metið. Hins vegar rétt að gera sér þess grein að talan 150 hefur verið nefnd í þessu sambandi um fjölda þeirra sem njóta munu þessarar réttarbótar. Sömuleiðis var boðin fram og nú í framkvæmd komin með reglugerð sama prósentu- tala frekari uppbótar og var fyrir skerðinguna 1. marz til þeirra sem hafa sérstaka heimilisuppbót og er það vel, því þar er vissulega á ferð hópur lífeyrisþega, sem þarf á öllu sínu að halda og hrekkur tæpast til. Þessi lagfæring er vissulega af hinu góða og skal fagnað, þó mörgum sem skerðingu hlaut 1. marz muni lítil huggun í þessum leiðréttingum. En fleira kom inn í hina umræddu reglugerð og varðaði tekju- og eignaviðmiðun til frekari uppbótar. Það atriði er ráðuneytisins eins sem samtök aldraðra og öryrkja bera enga ábyrgð á og það vita ráðuneytismenn sem ráðherra, þó svo að samtökin hafi fengið fram nokkra leiðréttingu á eignaviðmiðun frá því sem áform voru uppi um. Þetta ákvæði kann vissulega að verða svo í framkvæmd að við lífeyrisþega komi og okkar ótti sá, að margir sem eru þama rétt yfir mörkum missi frekari uppbótina og þá án tillits til annarra aðstæðna sem erfiðar kunna að vera. Þá kynni svo að fara að margumræddur kostnaðar- auki af reglugerðinni nýju yrði hverf- andi, þegar upp væri staðið þar sem ýmsir yrðu fyrir uppbótarskerðingu eða missi af þessa völdum. Við vonum svo sannarlega allt það bezta, gleðj- umst yfir þeim sem nú fengu leiðrétt- ingu og lítum með vissri vongleði til endurskoðunar þeirrar sem heitið er í yfirlýsingu ráðherra sem ráðuneytis. Viðleitni góð til lagfæringar vissra hluta er sannarlega að verðleikum metin. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 51

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.