Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 32
FÉLAG HEYRNARLAUSRA OG LAUF HEIMSÓTT eimsóknir til félaga okkar eru fastur liður að verða og vissulega af hinu góða. Undramargt er fram í dagsljós dregið á báða bóga, svo hvorir tveggja hafa af ágæta fræðslu um ýmislegt sem ekki var um vitað eða ekki nógu vel, svo og verða af skoðanaskipti um hin margvíslegustu mál, mætanýt báðum. í þessar heimsóknir förum við yfirleitt þrjú: for- maðurinn Olöf Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjór- inn Ásgerður Ingi- marsdóttir og und- irritaður sem hrip- ar niður það helzta sem talið berst að. Einmitt þetta á að vera til enn frekari fróðleiks enn fleirum, því óneitanlega fer Fréttabréfið svo víða, að verulega margir eiga þess kost að sjá og nema. Á Laugavegi 26 eru bækistöðvar þriggja félaga okkar nú svo og fleiri félaga skyldra, svo sá heimsóknarstaður var sjálf- sagður hinn 9. apríl sl., en þá voru Parkinsonsamtökin raunar ekki flutt inn í sitt húsnæði. Félögin eru: Félag heyrnarlausra, LAUF -landssamtök áhugafólks um flogaveiki og svo Parkinson-samtök- in. Parkinson-samtökin deila aðstöðu með Félagi heilablóðfallsskaðaðra og Félagi sykursjúkra, en hjá LAUF eiga Tourette-samtökin og sorgarsamtökin athvarf. ríeykið lagði leið sína fyrst upp á fjórðu hæð þar sem Félag heymarlausra ræður nkjum, en félag- ið á einnig að mestu þriðju hæðina, en vill gjarnan losna við hana. Á fjórðu hæðinni er hið vistlegasta rými, fundarsalur sem með góðu móti tekur 50 - 60 manns, minni fundarsalur og svo skrifstofuherbergi formanns, framkvæmdastjóra og félagsráðgjafa. Þá er þarna hin ágætasta eldhúsað- staða einnig. Hin rúmgóðu húsakynni koma sér vel, því oft er þama gestkvæmt, enda er þama í raun félagsmiðstöð heyrnar- lausra á svo marga lund. Þau Anna Jóna Lámsdóttir formað- ur félagsins og Bjöm Hermannsson framkvæmdastjóri buðu okkur vel- komin og settu okkur að girnilegu veizluborði. Túlkurinn Þórey Torfa- dóttir fékk sannarlega nóg að iðja, því ærið margt var spjallað. Við inntum allra fyrst eftir því hver félagatalan væri en þau sögðu um 150 manns á skrá hjá félaginu. Það er oft erfitt að segja til um mörk heymar- leysis og þau kváðu töluna 230 - 250 vera sennilega sem heildartölu á landinu miðað við þá ákveðna, gefna skilgreiningu á heyrnarleysi. Hjá félaginu starfa framkvæmdastjóri í fullu starfi, formaður í hálfu starfi, ritari í hálfu starfi og félagsráðgjafi í 75% starfi. Þau sögðu að nokkuð vantaði upp á að unga fólkið kæmi til starfa, en aldur félagsmanna miðast við 16 ár. Hin góðu tengsl við Vesturhlíðarskóla tryggja það hins vegar að nemendur þaðan koma til liðs við félagið og njóta um leið þeirrar aðstöðu og aðstoðar er það býður upp á. ✓ Iheimsókn koma 10-15 heyrnar- lausir daglega til að spjalla saman og gera sér eitthvað til dægrastytting- ar, þau hella sér sjálf upp á kaffi og hafa það notalegt. Sú nýlunda var í vetur tekin upp að hafa mat í hádeginu á föstudögum, súpu og brauð, og æ fleiri koma, föstudaginn fyrir okkar komu voru það alls um 30 manns sem þetta nýttu sér. Rétt til að skjóta hér inn í þá hittum við þarna Júlíu Hreinsdóttur og gripum tækifærið og inntum hana eftir því hversu háskólanámið í táknmálsfræðum gengi. Hún svar- aði því til að það gengi ljómandi vel fyrir sig, en Júlía kennir þar málfræði sem hún kvað alls ólíka hvað táknmál varðaði. Hún sagði 18 nemendur vera á öðru ári og 29 á fyrsta ári, svo áhuginn virðist ærinn og þóttu okkur þetta góð tíðindi. Þau Anna Jóna og Björn sögðu okkur að íþróttafélag heymarlausra væri væntanlegt í húsnæði hjá þeim fljótlega. Þau sögðu okkur svo frá ýmsu því sem aðhafzt væri enda félagsaðstaðan ágæt, en í mörg hom vissulega að líta. Dagskrá vetrar- mánaðanna sem við fengum í hendur sýndi mjög góða fjölbreytni og skal fátt eitt hér talið: Opið hús er fyrir aldraða öðru hvoru, mæðradagur sömuleiðis, þá er dansskóli, atvinnu- lausir fá ýmsa fræðslu, farið með þeim út í þjóðfélagið o.s.frv., ýmsir fræðslu- fyrirlestrar eru haldnir og svo sitthvað gert til gamans og yndis. Ekki má gleyma Kirkju heyrnarlausra sem Táknmálsfræðinemar í H.í. á síðasta kennsludegi fagna með fyrirlesara. 32

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.