Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 5

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 5
Þórarinn Gíslason læknir og Andrés Sigvaldason læknir: Astmaly fj ameðferð Kostnaður og ávinningur Þórarinn Gíslason. Ritstjórnargrein úr Læknablaðinu Formáli ritstjóra: Sjóður Odds Ólafssonar hefur þegar veitt þrisvar sinnum styrki til hinna ýmsu, ágætu verkefna. I fyrstu úthlutun var úthlutað styrk til rannsóknar á not- endum astmalyfja á Islandi. Henni er nú lokið og niðurstöður verið birtar í Læknablaðinu og í framhaldi af því var þeim ágætu læknum sem að höfðu stuðlað falið að skrifa ritstjómargrein í Læknablaðið sem hér með birtist, með góðfúslegu leyfi Læknablaðsins. Þeir Þórarinn og Andrés vilja færa stjóm Sjóðs Odds Ólafssonar alúðar- þakkir fyrir styrkinn, en greinin fylgir hér með: Astmalyfjameðferð, kostnaður og ávinningur Umræður um heilbrigðismál ein- kennast æ meira af efnahags- legum sjónarmiðum. Nýir, áhrifaríkir, en dýrir meðferðarmöguleikar eru jafnvel taldir ógna afkomu ríkissjóðs. Læknar verða í vaxandi mæli að taka þátt í umræðum um hinar fjárhagslegu hliðar heilbrigðisþj ónustunnar, ef þeir ætla sér að hafa áhrif á þróun hennar. Arsútgjöld vegna lyfjameðferðar hvers einstaks sjúklings nema oft tug- um eða hundruðum þúsunda og sífellt koma fram ný og dýr lyf sem bæta líðan og horfur. Astmalyf eru gott dæmi um þessa þróun, en samkvæmt upplýsingum heilbrigðisráðuneytisins hefur kostnaður vegna astmalyfja undanfarin fimm ár nær tvöfaldast og nam heildarkostnaðurinn 305 milljón- um árið 1994. Einkum er notkun innöndunarstera kostnaðarsöm (156 milljónir). Notkun astmalyfja hefur aukist svipað á íslandi og öðmm Norð- urlöndum miðað við fjölda skil- greindra dagskammta fyrir hverja 1000 íbúa. Notkunin er þó minnst á Islandi og aðeins 67% þess sem hún er í Svíþjóð þar sem hún er mest. I Andrés Sigvaldason. nýlegri rannsókn var borin saman tíðni astmaeinkenna og astmalyfja- notkunar í Reykjavík og nokkrum öðrum norrænum borgum. Meðal þeirra sem höfðu fengið astmakast eða voru með astmaeinkenni voru hlut- fallslega mun færri með astmalyf í Reykjavík. Því virðist ólíklegt að astmaeinkenni séu ofmeðhöndluð hér á landi. Má leiða að því líkum að astmi hafi frekar verið vangreindur, til dærnis sem öndunarfærasýking, og meðhöndlaður með sýklalyfjum. Þannig er ekki vitað hvort raunveruleg tíðni astma hefur aukist á Islandi eins og víða erlendis. Hins vegar hefur orðið veruleg fjölgun sjúklinga með langvinna teppusjúkdóma; langvinna berkjubólgu og lungnaþembu. Sjúkl- ingum með þessa sjúkdóma mun vafalaust fjölga enn frekar þegar þeir aldursflokkar sem mest hafa reykt, komast á efri ár. Meðferðarvenjur langvinnra teppusjúkdóma á íslandi virðast svipaðar því sem gerist í Evrópu, enda ekki kostur annarrar meðferðar en reykbindindis og ofan- greindra lyfja. Óljóst er hversu gagn- legir innöndunarsterar eru við lang- vinnum teppusjúkdómum og hefur reynst erfitt að spá fyrir urn árangur hjá einstökum sjúklingum, sumir svara meðferð aðrir ekki. Ljóst er þó, að ekki er að vænta árangurs hjá sjúkl- ingum með hreina lungnaþembu, en við teljum sjálfsagt að reyna inn- öndunarstera hjá fólki með langvinna berkjubólgu og teppu. Jafn sjálfsagt er að láta ekki slíka sjúklinga vera endalaust með ofangreinda meðferð, sérstaklega ef hún ber ekki augljósan árangur, heldur sjá einnig hvernig þeim vegnar lyfjalausum. Kostnaður (samfélags- ins) vegna astma og langvinnra teppusjúk- dórna er margþættur og þessir sjúk- dómar skerða lífsgæði mikils fjölda fólks. Auk lyfjakostnaðar fellur til kostnaður vegna læknisheimsókna, bráðavitjana, sjúkrahúsvistar og miss- is vinnu- og skóladaga. Þá er ótalinn kostnaður samfélagsins vegna ótíma- bærra dauðsfalla, sem þó eru fátíð hér á landi vegna astma miðað við það sem gerist víða annars staðar. Erfitt er að meta heildaráhrif, kostnað og ávinning lyfjameðferðar og annarra meðferðarúrræða. Vissulega er unnt að meta áhrif breyttrar lyfjameðferðar á kostnað í heilbrigðiskerfinu, dánar- tölur og fjarvistir frá vinnu og skóla. Slíka þætti má mæla í krónum og aurum en þeir einir mega þó ekki ráða alfarið þegar rætt er hvort ákveðin meðferð sé réttlætanleg, heldur verður að sjálfsögðu að hugsa um áhrif á líðan og lífsgæði sjúklinga. Aukinn kostnaður vegna bættrar lyfjameðferðar getur skilað sér sem sparnaður í ofangreindum út- gjöldum. Við athugun á fjölda sjúkra- húsinnlagna í Svíþjóð kom í ljós, að samhliða aukinni notkun innöndun- arstera fækkaði innlögnum sjúklinga með astma. Niðurstaða rannsóknar- hópsins var sú að fyrir hverja krónu sem samfélagið varði til slíkra lyfja, spöruðust tvær til þrjár annars staðar í heilbrigðiskerfinu. I annarri rann- Sjá næstu síðu FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 5

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.