Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 14

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 14
SJÁLFSBJARGARMAÐ UR VERÐ ÉG ALLTAF Guðríður Ólafsdóttir, for- maður Sjálfsbjargar og framkvæmdastjóri Félags eldri borgara, varð 50 ára 12. mars síðastliðinn. Á sama tíma, 10.-15. mars, fagnaði Félag eldri borgara tíu ára starfsaldri. M. a. í tilefni þess fór Oddný Sv. Björgvins og rabbaði við Guðríði og fer spjall þeirra hér á eftir: Rólegt andrúm einkennir skrif- stofuloftið hjá Félagi eldri borg- ara, en athafnasemin liggur í loftinu. Persónuleiki framkvæmdastjórans geislar frá sér eitthvað svo rösklegu yfirbragði. Kannski finnst einhverj- um undarlegt að lýsa Guðríði Ólafs- dóttur sem rösklegri konu. Hún sem þarf að nota tvær hækjur til hreyfings. Röskur telst yfirleitt sá sem hreyfir sig fljótt. En morgunstund með Guðríði leiðir í ljós, að orðið RÖSKUR getur ekki síður átt við þann sem er fljótur að hugsa og framkvæma. “Ég er á kafi í morgunverkunum,” segir Guðríður brosandi um leið og hún leggur frá sér Morgunblaðið. Framkvæmdastjóri Félags eldri borgara og formaður Sjálfsbjargar þarf sannarlega að vera meðvituð um alla þjóðfélagsumræðu, lesa hverja blaðagrein sem tæpir á hagsmuna- málum skjólstæðinganna. Þennan morgun er grein Ólafs Ólafssonar landlæknis í brennidepli: “Er fólk yfir fimmtugt ekki gjaldgengt á vinnu- markaðinum?” “Hvernig verður það þjóðfélag, sem ræður aðeins yngra fólk til starfa?” segir Guðríður og stynur. “Á að sópa til hliðar þekkingu, færni og reynslu fólks sem alltaf er að verða heilsubetra og menntaðra?” Nei, hér þarf að gera átak, skjól- stæðingar Guðríðar þurfa að taka höndum saman. Á skrifborði Guðríðar stendur sjónvarp. Sú sem gætir hagsmuna fatlaðra og eldri borgara í þjóðfélag- inu þarf að fylgjast með því sem er að gerast á Alþingi til að geta gripið inn í á réttum tíma. Guðríður er sár Guðríður Ólafsdóttir. yfir öllum þeim tíma sem fer í hags- munamál, tíma sem væri gaman að eyða í innra starf félaganna. Hún segir geysilegar framfarir hafa orðið í afkomu fatlaðra árið 1971 með breytingu á almannatrygginga- lögum, sem hafi haldist nokkuð stöðugt fram til 1990, en þá hafi sigið Oddný Sv. Björgvins. á ógæfuhliðina. “I hálfan áratug hefur afkoman verið að breytast til hins verra.” Guðríður segist vera stólpa- reið út í síðustu ríkisstjóm, sem stóð fyrir því að ígildi grunnlífeyris var dregið frá atvinnuleysisbótum. “Þar með var hætt að viðurkenna þann umframkostnað sem hlýst af fötlun. Þegar fólk fer að hafa 12 þúsund krónum minna á mánuði, hlýtur það að spyrja sjálft sig: - Á ég að vinna eða vera á bótum? Enginn þáttur almannatrygginga hefur fengið að vera í friði - alltaf verið að hræra í lögum og reglugerðum. Fólk veit aldrei um afkomumöguleika sína frá ári til árs. Óöryggið er mikið. Nú er talað um að það sé að birta til í þjóð- félaginu. Sú birta á að koma í hlut lífeyrisþega eins og annarra.” Eitt baráttumál Guðríðar er að ná sátt við ríkisstjórnina um að koma á fót viðræðunefnd hagsmuna- aðila og ríkisstjómar áður en fjárlaga- frumvarpið er unnið, til að koma í veg fyrir vandann. “Þeir horfa aðeins á peningana - ekki fólkið á bak við ein- stakar fjárveitingar.” Nei, þá er nú betra hjá norskum lífeyrisþegum. Guðríður er heitreið út í ástandið og vindur sér í símann, biður um ljós- ritun á sáttagjörð milli norsku ríkis- stjómarinnar og samtaka fatlaðra og eldri borgara í Noregi. “í þessum dúr viljum við hafa þetta!” segir hún, “fá viðræðunefnd við þessa ráðherra.” Hér er ekki verið að tvínóna við hlutina. Hér situr kona sem kann að vinna fljótt og vel - og láta vinna fyrir sig sem er stór þáttur í því að vera góður framkvæmdastjóri. Guðríður er geysisterk fyrirmynd allra hreyfi- hamlaðra - að láta ekki fötlun hamla sér í starfi. Og nú, eftir að hún er búin að ná þeim merka áfanga að verða fimmtíu ára, er hún lýsandi dæmi um hve vel einstaklingur - sem byggir á reynslu, færni og þekkingu - getur unnið. - Hvernig fannst þér að verða fimmtug, Guðríður? “Mér fannst hræðilegt að vera allt í einu komin á efri ár, eiga bara 20 ára vinnutíma eftir. Einkennilegt,” segir Guðríður, “ég fann ekkert fyrir því að verða þrítug eða fertug, en tímamót fimmtíu ára áfangans eru geysistór. Þá er maður allt í einu komin á sextugsaldurinn, ægilegt!” ✓ Aþjóðfélagið þátt í þessu viðhorfi, með sinni æskudýrkun og ákveðinni afneitun eldri borgara til dæmis á vinnumarkaðinum? “Kannski mætti segja að aug- lýsinga- og ráðningastofur eigi mestan þátt í þessari æskudýrkun með því að birta alltaf myndir af fólki í 14

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.