Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 25

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 25
lagsins höfðu borizt. Þar kæmu fram hugmyndir til verulegrar þrengingar, fækkun ferða, hækkun fargjalda og fleira sem athuga þyrfti og fá lagfær- ingar á. Fulltrúar hagsmunaaðila höfðu átt fund með Arthúr Mortens formanni stjórnar Strætisvagna Reykjavíkur. Lögð var af fundar- mönnum áherzla á það að þessi mik- ilvæga þjónusta mætti þörfum sem allra flestra sem á einhvem veg þyrftu á að halda. Fundi var svo slitið kl. 19.15. Fundur var haldinn í stjórn Öryrkjabandalags íslands þriðju- daginn 14. maí og hófst kl. 16.30. Nær allir stjórnarmenn mættir. Formaður Ólöf Ríkarðsdóttir setti fund og stjórnaði honum. Ólöf bauð stjómar- menn velkomna og minnti á að þetta væri hátíðarfundur í tilefni 35 ára afmælis Öryrkjabandalags íslands sem var 5. maí sl. Veizluföng góð vom á borðum af því tilefni. 1. Styrkveitingar. Hafliði Hjartarson, gjaldkeri bandalagsins lagði fram og skýrði tillögur framkvæmdastjórnar um styrkveitingar til félaga bandalagsins sem og annarra. Samtals nema styrkir til félaga 8.7 millj. kr. og til annarra 900 þús kr. Styrkveitingar em birtar sérstaklega. Hafliði vék sérstaklega að því að íþróttasamband fatlaðra yrði styrkt alveg utan þessara styrkveitinga eða um 1 millj. kr.; 700 þús vegna þátttöku í Olympíuleikunum í Atlanta og 300 þús vegna sumarbúða fatlaðra. Einar Þór Jónsson fulltrúi Alnæmis- samtakanna upplýsti að Alnæmis- samtökin hefðu fengið neitun um styrk frá norrænu nefndinni um mál- efni fatlaðra vegna norrrænnar ráð- stefnu hér í sumar, þar sem ÖBI væri eitt um að viðurkenna alnæmissamtök inn í heildarsamtök fatlaðra. Styrk- veitingar allar samþykktar með öllum atkvæðum stjómarmanna. Fyrirspum kom um Sigríðarsjóð og svaraði Hafliði henni. 2. 35 ára afmæli ÖBÍ. Formaður las því næst upp úr grein Guðmundar Löve fyrsta fram- kvæmdastjóra ÖBI, þar sem hann lýsti aðdragandanum að stofnun Öryrkja- bandalags íslands. Fulltrúar þriggja félaga aðeins á fyrsta undirbúnings- fundi, en sex félög stofnaðilar. Fyrsti forseti bandalagsins Oddur Ólafsson. Hún kynnti því næst hugmynd um hversu 35 ára afmælisins skyldi minnzt: Leikfangasafn Greiningar- og ráð- gjafarstöðvarinnar til kaupa á leik- föngum til safnsins handa þeim böm- um sem þar kæmu til greiningar styrk að upphæð 300 þús. kr. Sú hugmynd var samþykkt einróma. Hún sagði og frá fána bandalagsins og nýjum bækl- ingi um bandalagið og aðildarfélög þess. Rætt var um að koma upplýsing- um um Öryrkjabandalagið inn á In- ter-netið. 3. Erlend samskipti. Ólöf sagði frá fundi í Finnlandi á dögunum á vettvangi Norðurlanda- ráðs fatlaðra. Akvörðun Finnlands- fundarins sem Ólöf sótti var um að einbeita sér að atvinnumálum og hald- in skyldi samnorræn ráðstefna um þau mál síðar á árinu. Hún greindi einnig frá fyrirhuguðum breytingum á norr- ænu nefndinni um málefni fatlaðra. Ólöf sagði að vonir stæðu til að ESB myndi styrkja ráðstefnu á vegum ÖBÍ og Þroskahjálpar hér á landi í haust - ráðstefnu um ferðamál með þátttöku erlendra fyrirlesara. Einnig greindi hún frá tilnefningum ÖBI í starfshópa á vegum félagsmálaráðuneytis sem taka skulu þátt í ákveðnum verkefnum á vegum ESB í tengslum við Helios II. Ólöf minntist á fleira gagnlegt í hinum erlendu samskiptum sem skil- uðu okkur miklu. Allnokkrar umræð- ur urðu um þessi mál. 4. Tryggingamál og fleira. Félagsmálafulltrúi Helgi Seljan fór því næst yfir ýmislegt það sem unnið hefði verið að á liðnum vikum. Hann greindi frá frumvarpi til laga um fjármagnstekjuskatt sem nú liggur fyrir Alþingi, en þar er afnumið það undanþáguákvæði ssem gilt hefur um félög og sjóði þeirra varðandi skattskyldu, fjármagnstekjuskatturinn tæki nú til félaga og sjóða ef og þegar á kæmizt svo og tæki hann einnig til húsaleigutekna. Hvoru tveggja væri alvarlegt fyrir Öryrkjabandalagið, félög þess og sjóði svo og ekki síður fyrir Hússjóð Öryrkjabandalagsins. Helgi greindi frá væntanlegri nefnd- arskipun á vegum heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis um samspil félagslegrar aðstoðar sveitarfélaga og bóta almannatrygginga svo og skattamál því tengdu. Vonandi næðist árangur af því nefndarstarfi öryrkjum til hagsbóta. Hann gat einnig um vinnu varðandi lífeyrissjóðamál fyrr- um samvinnustarfsmanna, þar sem verulega hefðu verið skert kjör margra. Þá vék hann að skerðingu frekari uppbótar hjá lífeyrisþegum 1. marz sl. og viðbrögð bandalagsins og félaga þess þar við. Ráðherra trygg- ingamála boðið upp á viðræður við samtök aldraðra og öryrkja um lag- færingu ýmissa þátta. Niðurstaðan ný reglugerð þar sem endurgreiðsla lyfja- og lækniskostnaðar var aukin og henni hraðað, 140 % frekari uppbót veitt þeim sem allra erfiðast eiga, en það er afar fámennur hópur sem þess mun njóta, svo og er heimild til hækk- unar 35% frekari uppbótar upp í 40%. Þá er reiknað með endurskoðun alls þessa fyrir 1. sept. n.k. Helgi nefndi svo starf trygginganefndar bandalags- ins sem ynni stöðugt. Miklar umræður urðu í kjölfar þessa og m.a. komu fram sterkar raddir um að samtök fatlaðra og aldraðra ættu að huga að sérframboði við næstu kosningar. Að lokum minnti Emil Thóroddsen á stefnuskrárvinnuna sem nú þyrfti að fara í af fullum krafti, ljúka henni fyrir næsta aðalfund bandalagsins svo staðfesta mætti. Fundi slitið um kl. 18.30. H.S. Hlerað í hornum Það var áður á öldinni að fyrirtæki auglýsti eftir manni sem átti m.a. að sjá um upphitun ofna og miðaldra, geðslegur maður sótti um og var m.a. spurður að hvort hann treysti sér ekki tii að kveikja upp í ofnunum og sjá um þá. “Ég er nú hræddur um það, ég sem hefi setið inni fyrir að hafa kveikt í húsi”. ** Þegar 17 ára menntskælingur kom heim á aðfangadag með kærustuna sína í fyrsta skipti, kasólétta, varð móður hans að orði við vinkonu sína: “Ja, þetta er svona eins og að fá stóran jólapakka - og annan minni innan í þeim stóra”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 25

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.