Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 16

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 16
líf þrátt fyrir allt. “Hreyfihamlaðir verða að nýta alla sína kosti til náms og afla sér þekkingar til að skapa sér vinnu. Sú fjölbreytni sem er að skap- ast í margmiðlun í tölvumálum ætti að vera góður valkostur.” - Hvenær byrjarðu svo að vinna hjá Sjálfsbjörg? “Ég byrja á að leysa af í sumar- fríum 1966 og ílengist þar síðan í 22 ár. Maður verður alltaf Sjálfsbjargar- maður, þegar komið er þar inn fyrir dyr.” Guðríður veit vissulega hvað hún er að segja. Búin að vera vara- formaður Sjálfsbjargar frá því hún tók við framkvæmdastjórastarfi hjá Félagi eldri borgara 1988 og formaður frá því að Jóhann Pétur lést. - Er starfssviðið skylt? “Hagmunabaráttan er mjög skyld. Þekkingin frá Sjálfsbjörg hefur komið sér vel í starfinu hér. Það er góður andi á báðum þessum stöðum.” Vinnudagurinn getur orðið býsna langur, þegar Guðríður þarf líka að mæta á fundum hjá Sjálfsbjörg. “Það getur aldrei farið hjá því að starfsvettvangar skarist aðeins, en vinnuveitandi minn hefur sýnt mér þolgæði og saman höfum við fundið leiðir.” Ef tíma skortir til að vinna að málurn Sjálfsbjargar, þá notar hún bara hluta af sumarfríinu. “Sumarfríin eru svo löng,” segir hún brosandi. Yfirnáttúruleg orka, segja þeir sem þekkja starfsþrek Guðríðar. - Hvernig ferðu að þessu? “Með því að vera skipulögð og fá nægan svefn. Ég vil líka hafa helg- arnar fríar til að sinna fjölskyldunni.” Þau hjónin eiga eina dóttur, Kristínu Björk, sem vinnur á barnaheimilinu Hamraborg og dóttursoninn Alex Viðar sem verður þriggja ára í sumar. Það þarf tíma til að sinna slíkum sól- argeislum. Guðríður er mikil áhugakona um garðrækt. “Ég er með alltof stóran garð,” segir hún, “ef einhvem vantar að losna við plöntur, þá endilega að láta mig vita.” Þá vitum við hvar Afmælisbragur til Guðríðar frá Auðunni Braga Sveinssyni: Þótt löngum sértu Ijúflingur; ég lœt þaðjlakka svona: Þá geturðu verið, Guðríður, geðrík baráttukona. Og óskin er bara einfrá mér og ágœtu félagsliði, megirðu una ánægð hér hjá okkur áframkvœmdasviði. Guðríði er að finna á sumrin. Úti í garði að gróðursetja tré. En hún lætur krökkunum í skólagörðunum eftir að reyta illgresið. Guðríður er líka mikil ferðakona. Á ferðalögum þeirra hjóna erlendis sest Guðríður undir stýri á sjálfskiptum bílaleigubíl og ekur. Þannig hafa þau flakkað um Noreg endilangan, Danmörku og Banda- ríkin. “Við höfum reynt að hafa sam- band við ferðaskrifstofur hér, en best er að eiga vini erlendis til að leiðbeina sér um besta aðgengið. Við skoðum líka bæklinga og vegakort. Nú, ef við villumst, þá verður bara að hafa það!” Guðríður lætur sér ekki margt fyrir brjósti brenna. - Ertu trúuð? “Já, ég er það sem Islendingar kalla að vera trúaðir - að vera sæmileg manneskja og trúa því að eitthvað almætti styðji við bakið á manni. En ég trúi því ekki að syndir feðranna komi niður á okkur. Það er verk mannanna til að ná tökum á vandamálunum, a.m.k. er það ekki þannig í biblíunni. Eitt af baráttumálum Sjálfsbjargar er að gera kirkjur landsins að- gengilegri. Það var ekki lítið fjaðra- fok 1986, þegar Sjálfsbjörg samþykkti ályktun um að fá skábraut í Hallgríms- kirkju upp að altari. Og arkitektarnir mótmæltu á þeirri forsendu, að kirkjan yrði þá ekki fyrir 1200 manns sem hún var upphaflega hönnuð fyrir. Síðan hefur þetta batnað mikið.” I þeim töluðu orðum er Guðríður farin út á land til að styðja átakið “Þjóðfélag án þröskulda” í skólum landsins. Guðríður er ekki líkleg til að láta deigan síga, hvorki í nútíð né framtíð. Hagsmunamál þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu eru í góðum höndum hjá Guðríði Olafs- dóttur. Oddný Sv. Björgvins Hlerað í hornum Einu sinni fór húsfreyja af bóndabæ frá eiginmanni sínum í fússi miklu og kvaðst aldrei koma aftur, en fór þóekkilengraenánæstabæ. Forláta smalatík fylgdi húsfreyju. Nokkrum dögum síðar sendi bóndi vinnumann sinn til að reyna að blíðka húsfreyju og fá hana til að snúa aftur. Þegar vinnumaður var kominn á leið niður túnið kallaði bóndi á eftir honum. “En í öllum bænum komdu heim með tíkina”. 16

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.