Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Page 7

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Page 7
Gluggað í góð rit og gott betur Hingað inn á okkar borð berast ævinlega hin ágætustu rit ein- stakra félaga okkar og reyndar fleiri en þeirra. Örðugt reynist oft að fá þar vinzað úr þá fróðleiksmola sem fólk helzt vildi að til haga sé haldið, en þetta einmitt hinn kjörni vettvangur til þess. I Klifri l.tbl. þessa árgangs, sem er fréttablað Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra er ýmislegt ágætt efni. M.a. veltir Lilja Þorgeirsdóttir, félags- málafulltrúi fyrir sér hverjar afleiðing- ar það geti haft fyrir öryrkja, ef við- komandi gifdr sig eða fer í sambúð, hversu bætur þess hins sama lækka vegna mögulegra tekna makans svo og að niður falla þá ýmis einstaklings- bundin fnðindi. Jafnvel getur svo farið að grunnlífeyrir sé einn eftir. Umrædd- ur maki er þá farinn að taka á sig út- gjöld þau sem ríkið annaðist áður. Kynnt er vordagskrá FFA - fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur þeirra en þar er býsna margt á döfinni og allt í fulla framkvæmd komið þegar þetta blað kemur út. Fróðleg grein er um mænuskaða og þar m.a. frá því greint að sl. rúm 20 ár hafa um 100 manns hlotið mænuskaða og komið til endurhæf- ingar á Grensásdeild Borgarspítala, um helmingur slasaðra innan við þrítugt. Tæplega helmingur þeirra urðu hjóla- stólsbundnir. Það er Asgeir B. Ellertsson yfir- læknir Grensásdeildar sem svo glögg- lega greinir hér frá, en góðu fréttirnar þær að tíðni mænuskaða hefur minnk- að mjög á síðustu árum. Ásgeir kveður SEM-hópinn eða Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra hafa unnið mjög gott starf í þágu mænuskaddaðra. Sagt er frá Sjálfs- bjargarhúsinu á Suðurnesjum, en kveikjan að því húsi tilkomin vegna þess að fyrrum Sjálfsbjargarfélagi arfleiddi félagið að 3/5 eigna sinna. Og Brynhildur Bjamadóttir á þama vísnakom þar sem þetta er f: Hart ég skora á hal og víf, hefja upp raust og sanna, að aldna stakan á sér líf enn hjá fjölda manna. Og svo eitt af mörgum gullkomum úr tjónaskýrslum tryggingafélaga: “Ég rakst á kyrrstæðan vörubíl sem var að koma úr hinni áttinni”. Gísli Theódórsson heldur ritinu Geðjálp við með sama glæsi- brag og venjulega. í síðara hefti 1995 er grein eftir Ólaf Þór Ævarsson geðlækni. Þar kemur margt fróðlegt fram m.a. það að talið er að 8 -10 af hundraði íslendinga eigi við geðræn vandamál að stríða. Greint er frá stórstígum framfömm innan geð- læknisfræðinnar bæði í lyfjum, rann- sóknatækni og sjúkdómsgreiningum. Rætt er um forvarnir sem mikilvægan þátt og síðan um endurhæfinguna, þar sem þessir þættir eru taldir: Lyfja- meðferð, samfelld meðferð, þáttur aðstandenda, fræðsla, stuðningur, sér- hæfðar aðgerðir, störf og starfsþjálfun og mikilvægi sem bezts líkamlegs heilsufars. Björg Einarsdóttir rifjar upp hina frægu Islandsgöngu Reynis Péturs Ingvarssonar, glögg upprifjun á góðri framgöngu. Þá er einstaklega fróðleg grein frá 1899 eftir Guðmund Björns- son landlækni um stöðu “geðveikinga” um síðustu aldamót. Þar kemur m.a. fram að meðferð “geðveikinga” sé oft og hafi verið talsvert verri en á skepn- um. Við manntal 1890 hafi 126 geð- veikar manneskjur fundist - 38 karlar og 88 konur. Hugmynd er komið á framfæri um byggingu sérstakrar stofnunar fyrir þetta fólk, en talið að vegna erfiðrar stöðu landssjóðs verði slíkt að bíða betri tíðar. Bent er á úrræði á dönskum stofnunum fyrir geðveika ef allt um þrýtur. Afar gott viðtal er við Tómas Helgason yfirlækni og kemur Tómas að vonum víða við. Hann bendir á að geðsjúkdómar séu sjúkdómar ungs fólks, meðalaldur sjúklinga á geðdeildum 10-15 árum lægri en á öðrum deildum sjúkrahúsa. Karlar veikjast fyrr en konur og oft verr. Tómas rifjar upp að árið 1962 voru enn hátt í 300 manns á Kleppi og svo þröngt að varla var hægt að ská- skjóta sér milli rúma. Hann segir að líffræðilegar orsakir einar valdi sjaldan geðsjúkdómum. Athyglisvert er að Tómas segir að innan við 20% ávísana á geðlyf komi frá geðlæknum. Hann segir misnotendur hins vegar mjög fáa þó þeir séu til. Hann spyr sig að því hvort við höfum gengið of langt í fækkun innlagna. Hins vegar segir Tómas að um- fjöllun um geðheilbrigðismál hafi um margt til batnaðar breyzt á síðustu árum. Þá er bráðskemmtileg grein í blaðinu um fjölskyldustefnu karla eftir Snorra S. Konráðsson framkv.stj. MFA þar sem okkur körlum er heldur betur sagt að taka okkur saman og berja í brestina sem býsna margir sýnast. ** Skýrsla Styrktarfélags vangefinna fyrir starfsárið síðasta hefur hing- að borizt að venju og er hið myndar- legasta rit. Þar kennir fleiri góðra grasa en svo að sú flóra verði öll rakin hér, enda starfsemin vel kynnt hér á síðasta ári og allt er þar sem áður í föstum, farsælum farvegi. Hins vegar kemur fram að fjárhagsstaða heimila Styrkt- arfélagsins er erfið, en illa gengur að fá fram nauðsynlega leiðréttingu þó nokkuð hafi áunnizt vegna uppsafnaðs rekstrarhalla. Fram kemur að Gréta Bachmann hefur tekizt á hendur að halda áfram við að rita sögu félagsins, en saga fyrstu 25 áranna er til í handriti. I samvinnu við Þroskahjálp er for- eldraráðgjafi í hálfu starfi. Af fram- kvæmdum má nefna flutninga sam- býlis frá Víðihlíð 11 í nýtt húsnæði að Barðavogi 19 og þjálfunaríbúð í tengslum við Lyngás, sem er á Háteigsvegi 6. Sumarbústaður félagsins á Kjalar- nesi hefur verið seldur og verið er að kanna aðra möguleika í þeim efnum t.d. í Hveragerði. Enn kemur fram hinn góði hugur er margir bera til félagsins og m.a. kemur fram í gjöfum og framlögum frá Lions- og Kiw- anisfélögum að ekki sé minnzt á þær dýru dánargjafir sem félaginu hlotnast m.a. á liðnu ári þá hæstu frá upphafi vega. Skýrsla Styrktarfélags vangefinna gefur einstaklega glögga og góða hugmynd um hið mikla starf svo víða og er mikill fróðleiksbrunnur um far- sælt og árangursríkt starf. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 7

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.