Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 34

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 34
nú af Félagi heyrnarlausra, en vill gjarnan kaupa það og þá með styrk frá Framkvæmdasjóði fatlaðra svo og Reykjavíkurborg. Guðlaug María kvaðst undrast það að Framkvæmda- sjóður fatlaðra gerði ekki svo mikið sem anza umsókn LAUF og væri und- arlegt vægast sagt, ef svo fjölmennur og um margt illa settur fötlunarhópur fengi ekki eðlilega fyrirgreiðslu úr sjóðnum. Þarna væru félagasamtök að inna af hendi ýmsa þjónustu fyrir fatlaða, sem annars kæmi alfarið á hið opinbera og hún tryði því ekki öðru en Framkvæmdasjóður fatlaðra sinnti þessu þó síðar yrði. Fiún sagði að Tourette-samtökin fengju þarna aðstöðu svo og Sorgarsamtökin. Guðlaug María sagði að oft væri talað um að 1% þjóðarinnar væru flogaveikir, 60 - 70 börn greinast ár- lega með einhver einkenni flogaveiki, en af mörgum eldist þetta sem betur fer. Hins vegar væri heildartala þeirra sem árlega greindust með einhverja flogaveiki nær 120. Hún sagði að ýmislegt væri vissu- lega á döfinni en öll fjáröflun væri þeim afar tímafrek og erfið um leið. Alltaf væri verið að afla tekna með kökusölu m.a. í Kringlunni svo og í Kolaportinu og þar lægi að sjálf- sögðu mikið sjálfboðaliðsstarf að baki. Guðlaug María sagði frá móti í Finnlandi í sumar, en þangað færu 8 héðan á aldrinum 18-26 ára. Hún greindi okkur frá starfinu, m.a. klúbb- starfi, ráðgjöf ýmiss konar m.a. félagsráðgjöf vikulega, fyrirgreiðslu við félaga, en enn meira þyrfti í raun að gera í ljósi þess að 20% flogaveikra eru í raun afar illa sett í samfélaginu og fá hvergi þá þjónustu sem þyrfti. Hún kvað fólk mikið leita til samtak- anna sem sannaði þörfina fyrir slíka félagsaðstöðu sem allra bezta. Eftir að hafa þegið kaffi og góðgerðir var þakkað fyrir fróðleik góðan, en stanz þótti of stuttur og heitið betur að gera síðar. Aðeins þess svo getið í framhald- inu að um mánaðamótin apríl - maí mun enn fjölga á þriðju hæðinni á Laugavegi 26 þar sem þá flytja inn í sameiginlega aðstöðu Parkinson- samtökin, Félag heilablóðfalls- skaðaðra og Félag sykursjúkra. Innlitið verður örugglega þangað og þá annars staðar frá því greint. Við flytjum gestgjöfum okkar að Laugavegi 26 hina beztu þökk fyrir móttökurnar og árnum öllum þeim félagasamtökum sem þar eiga athvarf farsæls framtíðarstarfs. H.S. Hlerað í hornum Frambjóðandi til þings kom á sveitabæ og falaðist eftir stuðningi við sig. “Áður en ég ákveð nokkuð vil ég spyrja þig hvort þú neytir áfengra drykkja”, sagði bóndi. Þá sagði frambjóðandinn: “Áður en ég svara, spyr ég á móti hvort þú sért að bjóða mér eða bara spyrja mig”. Margrét Guðmundsdóttir: í RÖKKRINU Þegar sólin sest milt rökkrið leggst yfir bankar þú ofurlaust á dyrnar hjá mér og kemur inn. Þú hikar lítillega í fyrstu en horfir svo í augun mín, þá veistu allt veist hvað ég vil. Eftir það hikar þú ekki. TIL BJARNA ÞORS 8 ARA Stundum ertu svo stríðinn. Stundum ertu svo hundleiðinlegur. Stundum ertu dapur. Stundum ertu kátur. í öllum þessum litbrigðum lífsins elska ég þig óendanlega. Hlátur þinn er svo dillandi og smitandi. Það er dauður maður sem ekki hlær með þér. Sorg þín er djúp. Spurningar þínar eru heimspekilegar, þér finnst skemmtilegra að spjalla við fullorðna en að leika þér í “pleimó”. Stundum er eins og þú sért aftanúr grárri forneskju, stundum ertu langt á undan okkur hinum. Hendur þínar eru alltaf heitar. Örlæti þitt er mikið. í öllum þessum tilbrigðum lífsins elska ég þig óendanlega. M.G. 34

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.