Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 37

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 37
Evrópuþjóðum um árangursríkar bar- áttuaðferðir í málaflokknum. Yegna aðildar okkar að HELIOS II höfum við nú fulla aðild að Mobility International, sem eru alþjóðleg samtök ungs fatlaðs fólks, með sömu réttindi og fulltrúar frá Evrópusambandsrrkjunum. Þetta er mögulegt vegna þess að HELIOS II verkefnið er stærsti styrktaraðili Mo- bility Intemational. Við höfum reynd- ar hingað til getað sótt verkefni á vegum Mobility International en höfum þurft að greiða mun meira fyrir þátttöku okkar í flestum verkefnunum heldur en fulltrúar Evrópusambands- ríkjanna. HELIOS II hefur að geyma gífur- lega umfangsmikla starfsemi sem Islendingar geta nú nýtt sér. Þó er vert að benda á að aðstæður í málefnum fatlaðs fólks í sumum aðildarlöndum Evrópusambandsins eru mun lakari en hjá okkur. Þá þykir undirrituðum “báknið” í sumum tilfellum afar mikið og mikil orka fer í alls kyns skrif- finnsku og skýrslugerðir. Þess vegna tel ég mikilvægt fyrir okkur, sem höfum þessa tímabundnu aðild að þessu verkefni innan Evrópusam- bandsins, að leggja áherslu á það sem kemur til góða fyrir fatlað fólk á Islandi. HELIOS II verkefnið verður að- eins í gangi út árið 1996 og ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um hvað tekur við að þeim tíma liðnum. Við erurn nú fyrst að gerast fullgildir aðilarað verkefninu. Þannig að segja má að við tengjumst því á lokasprett- inum. Því ekki að nota þetta eina ár sem við Islendingar verðum fullgildir aðil- ar að verkefninu eins vel og við get- um, í þeirri von að þátttaka okkar skili sér á jákvæðan hátt í baráttumálum fatlaðs fólks á íslandi? Þessi grein byggir að miklu leyti á erindi sem flutt var miðvikudaginn 7.febrúar á kynningarfundi sem fé- lagsmálaráðuneytið stóð fyrir um Helios II verkefnið á vegum Evrópu- sambandsins. Reykjavík 23. apríl 1996. Helgi Hróðmarsson, starfsm. Samvinnunefndar Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags. Hlerað í hornum Kona ein heldur fákæn dvaldist í Reykjavík nokkra daga og þurfti einn daginn að fara til jarðarfarar. Hún spurði þá: “Hvort er siður í Reykjavík að gráta við húskveðjur eða jarðar- farir?” Miðaldra hjón í Reykjavík áttu lítinn sumarbústað ásamt öðrum hjónum og dvöldu hjónin oft saman í kofanum sem var þó aðeins eitt herbergi. Kunningi hjónanna spurði hvort ekki væru vandræði með að klæða sig og afklæða í svona nábýli. “Já, við hengdum nú venjulega upp teppi í miðju herberginu”, svaraði maðurinn, “en nú tökum við bara ofan gler- augun”. Kona hringdi í lækni sinn og sagði honum að lítið barn hennar hefði hámað í sig heil ósköp af sandi. Hún sagðist hafa látið það drekka kynstrin öll af vatni, hvað svo næst ? “Gefið því bara ekki sement”, sagði læknirinn. Jónas hitti Gunnar vin sinn á götu og bauð honum heim með sér upp á hressingu, því konan hefði farið á spítala þá um daginn. Gunnar langaði í dropann, en vissi að þetta var eitur í beinum húsfreyju og spurði Jónas því hvort þetta myndi óhætt. “Getur ekki verið öruggara. Það er nýbúið að svæfa hana”. ** Byggingameistari hér í bæ spurði ungan son sinn að því hvers hann óskaði sér í afmælisgjöf. “Mig langar í lítinn bróður”, sagði stráksi. “Það er bara hálfur mánuður í afmælið, svo það er nú ekki hægt”. “En geturðu ekki bara boðið það út í ákvæðis- vinnu?” spurði sá litli þá. Það var á æfingu hjá knattspyrnu- félagi og þjálfarinn hrópaði: “Allir lyfti hægri fæti og haldið honum í rétt hom frá líkamanum”. Skipuninni var hlýtt sem bezt en einum varð á að lyfta vinstra fæti. Þá hrópaði þjálfarinn: “Hver lyftir báðum fótum?” ** “Ég er búinn að fá nýjan pabba”, sagði lítill hnokki við frænda sinn. “Nú hvernig fékkstu hann?” spurði frændinn.“Það var svoleiðis, að dyra- bjöllunni var hringt og litla systir hleypti rafmagnsmanninum beint inn til mömmu, en hún var í baði. Og svo er hann bara pabbi minn”. >fc* Ur minningargrein: “Hann átti því láni að fagna að eignast þrjár ágætis- konur, en því láni fylgdi sú stóra sorg að missa tvær þeirra”. ** Ur afmælisgrein: “Hann skrifar for- kunnar fallega hönd. Hver stafur er eins og prúðbúin persóna á leið til kirkju”. ** Úrminningargrein: “Lund hennar gat verið mjúk, hlý og viðkvæm eins og nýhreinsaður æðardúnn”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 37

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.