Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 48

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 48
Margrét Margeirsdóttir, deildarstjóri: Aðdragandi að Greiningarstöðinni Eins og kunnugt er voru lög um aðstoð við þroskahefta samþykkt á Alþingi þann 30. maí árið 1979 og tóku gildi frá 1. janúar 1980. Með gildistöku þesssara laga var mörkuð ný stefna þar sem markmiðið var að tryggja þroskaheft- um jafnrétti á við aðra þegna þjóð- félagsins og skapa þeim skilyrði til að lifa sem eðlilegustu lífi í samfélaginu. Segja má að nánast öll ákvæði í lögun- um hafi verið nýmæli á þeim tíma og áttu þau eftir að hafa mikil áhrif á þróun mála varðandi þjónustu við þroskahefta og fatlaða. Meðal nýmæla sem komu fram í lögunum voru t.d. ákvæði um skammtímaheimili, leikfangasöfn, skóladagheimili, sambýli og vemdaða vinnustaði svo eitthvað sé nefnt og þá var ennfremur í 10. gr. laganna ákvæði um Greiningarstöð ríkisins og hlut- verk hennar. Þau voru m.a. að annast þjálfun starfsmanna sem vinna að málefnum þroskaheftra o.fl. í laga- greininni var einnig tekið fram hvaða sérfræðingar skyldu starfa á Greining- arstöðinni þar á meðal voru nefndir læknar, sálfræðingar, félagsráðgjafar, sjúkraþjálfar, þroskaþjálfar og fóstrur o.fl. Þrátt fyrir að vísir að greiningar- stöð væri fyrir hendi á þessum tíma sem var Athugunar- og greiningar- deild Öskjuhlíðarskóla í Kjarvalshúsi, og heyrði undir menntamálaráðu- neytið, var starfsemi af þessu tagi í fyrsta sinn skilgreind og fest í lögum með ákvæðinu í lögum um aðstoð við þroskahefta. ✓ Igreinargerð með frumvarpi til laga um aðstoð við þroskahefta 1979, segir m.a. eftirfarandi um Greining- arstöð ríkisins: “Nauðsynlegur þáttur í velferðarmálum þroskaheftra er rétt greining. Slík greining verður ekki nema að undangenginni nákvæmri rannsókn. Öryggi yrði miklu betur tryggt heldur en nú er t.d. varðandi ákvörðun um vistun. Byggist þetta fyrst og fremst á því að ætlast er til að Greiningarstöð ríkisins sé algerlega sjálfstæð stofnun og engri annarri stofnun háð sem slík. Er sjálfstæði Margrét Margeirsdóttir. stofnunarinnar raunar lykillinn að farsælu starfi til frambúðar". Þannig var í upphafi mörkuð skýr og afdrátt- arlaus stefna í lögunum um Greining- arstöðina og undirstrikað mikilvægi hennar. Kaflinn um Greiningarstöðina sem birtist í lögunum er saminn af höfundi þessarar greinar, en hugmyndina má að hluta til rekja til námsferðar höfundar til Skotlands og Bretlands árið 1976. í borginni Aber- deen átti höfundur þess kost að skoða þar nýlega greiningarstöð sem hafði sérstaklega verið hönnuð og byggð fyrir slíka starfsemi og ekkert til sparað í þeim efnum. Þar fór fram alhliða greining á fötluðum börnum og meðferð, þjálfun, ráðgjöf til foreldra og margt fleira. Stofnunin var rekin í tengslum við háskóla og þjónaði hún ennfremur sem kennslustofnun fyrir stúdenta í læknisfræði og öðrum greinum. Þessari hugmynd um svipaða greiningarstöð hér á landi var komið á framfæri í ræðu og riti og átti eftir að hafa áhrif þó síðar yrði. ✓ Akvæðið um Greiningarstöðina byggðist einnig á þeirri starf- semi sem fór fram í Athugunar- og greiningardeildinni í Kjarvalshúsi, Sæbraut 1, Seltjamamesi og áður hef- ur verið drepið á. Sú starfsemi hófst formlega 1. september 1975 í tengsl- um við skóla fyrir fötluð börn og var skilgreind sem deild í Öskjuhlíð- arskóla. Þar störfuðu sérfræðingar s.s. læknar, sálfræðingar, fóstmr o.fl. sem gerðu athuganir á fötluðum börnum á forskólaaldri og mæltu fyrir um meðferðaráætlanir. Þar var komið á fót fyrsta leikfangasafninu og þangað kom frá upphafi mikill fjöldi barna í heimsóknir með foreldrum sínum sem fengu ráð og leiðbeiningar um uppeldi fatlaðra barna sinna. Þannig má segja að Athugunar- og greiningardeildin í Kjarvalshúsi hafi að nokkru verið forveri Greiningar- og ráðgjafar- stöðvar ríkisins eins og hún nefndist í lögum um málefni fatlaða, sem tóku gildi 1. janúar 1984 og leystu af hólmi lög um aðstoð við þroskahefta. ✓ 116. gr. þeirra laga er ítarlegur kafli um skilgreiningu og hlutverk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar rík- isins sem er mun víðtækara en í hlið- stæðri grein í lögum um aðstoð við þroskahefta. Astæðan fyrir nafnbreyt- ingunni kom til af mikilli umræðu sem átti sér stað á þessum tíma um hlutverk og nauðsyn stofnunarinnar og framtíð hennar. Þau sjónarmið voru uppi að óþarft væri að byggja yfir starfsemina eins og áformað var og starfrækja slíka stofnun, betra væri að styðja við þær stofnanir sem fyrir voru. Þessar umræður og mismunandi skoðanir leiddu til þess að sett var á laggirnar sérstök nefnd á vegum félagsmála- ráðuneytisins sem fékk það hlutverk að móta tillögur um fyrirkomulag á framtíðarskipan Greiningar- og ráð- gjafarstöðvar ríkisins. Þær tillögur bundu enda á þetta deilumál sem hafði staðið um nokkurra ára skeið og ekki verður frekar farið út í að rekja hér. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins tók formlega til starfa 1. janúar 1986 samkvæmt lögum um málefni fatlaðra undir yfirstjórn félagsmálaráðuneytisins og yfirtók starfsemi Athugunar- og greiningar- deildar í Kjarvalshúsi. Stofnunin flutti haustið 1988 í núverandi húsnæði að Digranesvegi 5, í Kópavogi og hefur skilað miklu og vönduðu starfi undir yfirstjórn forstöðumannsins Stefáns Hreiðarssonar læknis. Margrét Margeirsdóttir. Höfundur er formaður stjórnar Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar. 48

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.