Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 20

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 20
Skýrmæltasti fjölmiðlamaðurinn Mánudaginn 4. mars sl. fór fram í húsakynnum Heyrnarhjálpar hin ágætasta athöfn er kynnt voru úrslit í vali félagsins á skýrmæltasta fjölmiðlamanninum. Arla árs sendi Heyrnarhjálp frá sér tilkynningu þar sem frá þessu var glögg- lega greint og beðið um ábendingar frá almenn- ingi. Sérstök dómnefnd var skipuð þeim Sigrúnu Hjálmtýsdóttur söng- konu, Gylfa Baldurssyni heyrnar- og talmeina- fræðingi og Jóhönnu S. Einarsdóttur fram- kvæmdastjóra Heymar- hjálpar. Framtakið til þess ætlað að stuðla að því að fólk í fjölmiðlum tali skýrt og greinilega svo heymarskertir megi betur ná að nema. Niður- staða dómnefndar var sú að allmargir fjölmiðlamenn hafi skýran og greinilegan framburð og af 25 tilnefndum var valið 8 manna úrtak en það voru: Broddi Broddason, Edda Andrésdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Olöf Rún Skúladóttir, Páll Magnússon, Sigríður Arnardóttir og Þröstur Emilsson. Fólk mælti meir með þeim sem í sjónvarp töluðu en í hljóðvarp, enda sjónvarp áhrifameiri miðill fyrir þá sem eru heymarskertir. En beint að athöfninni sjálfri. Jóhanna S. Einarsdóttir flutti í upphafi ávarp og bauð fólk vel- kornið. Hún gerði í upphafi nokkra grein fyrir félaginu Heymarhjálp og fyrir hvað það stæði. Hún sagði um 250 manns í félaginu, en talið væri að tæp 10% af þjóðinni væri eitthvað heyrnarskert. Meginmarkmiðið að bæta réttarstöðu heyrnarskertra, þannig að þeir fengju notið þeirra mannréttinda að heyra sem allra bezt er unnt, vera á jafnréttisgrunni á við aðra. Heyrnarskertir vilja að fötlun þeima sé viðurkennd þó hinn heymar- skerti beri hana ekki utan á sér eða hún skeri ekki í augu. Helztu hags- muna- og réttindamál þau að allir fái heyrnartæki og hjálpartæki við sitt hæfi og fái þau frí, að heymarskertir fái að njóta nýjasta og bezta heymar- tæknibúnaðar og til þess þurfi aukið fjármagn, tryggja aðgengi heyrnar- skertra m.a. með því að tónmöskva verði komið fyrir í öllum opinberum byggingum. Tryggja þarf rétt heym- arskertra til rittúlkunar, aukin verði textun í sjónvarpi, endurhæfing heymarskertra verði aukin og stuðlað sé að heyrnarvernd almennt í sam- félaginu á tímum vaxandi hávaða- mengunar. Jóhanna kvað átakið nú til þess gert, annars vegar að hvetja til skýmar framsagnar í fjölmiðlum og hins vegar að vekja athygli á stöðu heyrnarskertra í samfélaginu. Við hlýddum þessu næst á hlýja hljóma frá fiðlu og flautu í flutningi þeima Auðar Hafsteinsdóttur Hlerað í hornum Góðuroggegnsiðureraðsegja: Guð hjálpi þér, ef einhver hnemar. Karl einn gerði svo samvizkusamlega, en bætti um betur: Guð hjálpi þér, því ég má ekki vera að því. ** Utgerðarmaðurinn bauð bankastjór- anum til kvöldverðar. Þegar frúin bar fram steikina, gall við í syni þeirra hjóna: “Hvaðerkjötnúna? Þúsagðir pabbi, að þú ætlaðir að koma með stórlax í matinn”. ** Fræg er sagan af stúlkunni sem sagt og Hallfríðar Ólafsdóttur, sem léku saman verk eftir Bach, Telemann og Mozart. Sigrún Hjálmtýsdóttir kynnti því næst úrslitin endanlegu s.s. dómnefnd hefði ákveðið. Minnti á hve sjónvarpsmenn væru meira áberandi en hljóðvarpsmenn í tilnefningum öllum. En að lokum hefðu þau ákveðið að sæmdar- heitið: Skýrmæltasti fjölmiðlamaðurinn skyldu þau Broddi Broddason og Ólöf Rún Skúladóttir hljóta, en þau vinna sem kunnugt er bæði hjá Ríkisútvarp- inu, Broddi hjá hljóð- varpi og Ólöf Rún hjá sjónvarpinu. Friðrik Rúnar Guðmundsson formaður Heyrnar- hjálpar afhenti þeim Brodda og Ólöfu Rún svo verðlaunagripina sem Ófeigur Bjömsson hafði gert úr grjóti, brim- sorfnu sunnan með sjó. Var vali þeirra og verðlaunum vel fagnað af við- stöddum, en þama var allmargt manna saman komið m.a. frá fjölmiðlum ýmsum, svo greinilega var að æma athygli hafði þetta framtak Heyrnar- hjálpar vakið. Menn þágu svo veit- ingar góðar á eftir. Heyrnarhjálp er samfagnað vel með þetta ágæta og eftirtektarverða framtak sitt um leið og þeim er árnað árangurs góðs í öllum störfum. H.S. var af lækninum að hún gengi með tvíbura. “Það get ég svarið að ég hefi aldrei verið með tveim mönnum sama kvöldið”. ** Nafnkunnur maður var að því spurður, hvort hann hefði lent í bílslysi. “Ekki eiginlega, en þó. Eg kynntist konunni minni í bflskúr”. ** Það var á tímum fyrstu bflanna. Mað- ur einn var staddur í Reykjavík og sá þá bíl í fyrsta sinn, en þegar bifhjól kom á eftir, sagði hann steinhissa: “Ekki datt mér í hug að svona hjóla- meri ætti folald”. 20

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.