Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 33

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 33
Frá opnun húsnæðisins hjá LAUF. gegnir góðu hlut- verki. au sögðust leggja sér- staka alúð við eldra fólkið m.a. það sem er á elli- heimilinu í Vest- urhlíð svo það ein- angrist ekki um of, m.a. farnar ferðir með þeim. Það er Anna Jóna sem sér um félagsmið- stöðina og starfið þar. Þau Björn greindu okkur frá fyrirhugaðri ferð til Færeyja til að kynnast menningu Færeyinga, en þangað mun allnokkur fjöldi fara í maí, en þar er dvalizt í boði Félags heyrnarlausra í Færeyj- um. í þessu sambandi komu þau inn á, hve svipað táknmálið er hjá báðum þjóðum. Þau sögðu einnig að alþjóð- leg tákn og látbragð margs konar hjálpaði mjög til í samskiptum heyrnarlausra af hinu ýmsa þjóðerni. Nokkuð var rætt um samskipti Félags heymarlausra og Iþróttafélags heymarlausra, sem væru á réttri leið svo sannarlega og var það okkur mik- ið gleðiefni. Við ræddum allhreinskilnislega um stöðu heyrnarlausra og skilgrein- ingar í því sambandi - eru heymar- lausir fatlaðir eða málminnihluta- hópur eða hvoru tveggja ? Ekki skal frekar farið út í hér, en við vorum allsátt um það að heyrnar- leysi væri viss fötlun, sem taka yrði tillit til sem slíkrar, en um leið ættu heyrnarlausir sitt eigið móðurmál - táknmálið, sem þyrfti sem slrkt að fá fulla viðurkenningu löggjafans og samfélagsins. Við ræddum einnig mikið atvinnu- leysisvandamálið og hin sértæku vandamál heyrnarlausra varðandi vinnu. Dregið hefði úr atvinnuleysi meðal heymarlausra, en þau gátu þess einnig, að fleiri heyrnarlausir ny tu nú fullra örorkubóta vegna þess að þeim hefði með öllu reynzt ókleift að fá vinnu. Félagið er með á döfinni áætl- un um að koma heyrnarlausum í vinnu, efna m.a. til sjálfsstyrkingar- námskeiðs fyrir þá sem lengi hafa verið atvinnulausir og eru oft á tíðum félagslega niðurbrotnir eftir langa, vonlausa leit. Þau lögðu bæði áherzlu á mikil- vægi þess að hægt væri að veita ráð- gjöf út á hina almennu vinnustaði þar sem hinn fatlaði ræðst til vinnu, ein- faldlega af því að vinnuveitandinn þekkir ekki heim hins heymarlausa og báðir lenda í vanda. au Anna Jóna og Björn sögðu okkur frá því að útgáfu hins prentaða fréttabréfs þeirra hefði verið hætt og í stað þess væri nú hafin myndbandaframleiðsla með helztu tíðindum og fróðleik ýmsum. Mynd- bandið nefnist Táknmynd og ætlunin að það komi út fjórum sinnum á ári. Ársrit yrði svo gefið út eða þá rit vor og haust, ef þurfa þætti. Þá ítrekuðu þau bæði hversu ónóg túlkaþjónustan væri, of fáir túlkar og ónógu fjármagni veitt til þessarar þjónustu sem skipti heymarlausa svo miklu. í þessum efnum væru menn alltaf að reka sig á hindranir. Sömu- leiðis var á sjónvarpið minnzt og hversu þar hefur á ný ýmsu aftur farið, fréttir á afleitum tíma og auk þess styttar frá því sem var. Textavarpið er nefnilega fjarri því að vera sú lausn sem forráðamenn RUV höfðu haldið, því enn og aftur væri rétt að undir- strika þá staðreynd, að það væri tákn- málið - táknmálstúlkunin sem fyrst og síðast gagnaðistheyrnarlausum. Þau undirstrikuðu þá staðreynd, að í samanburði við hin Norðurlöndin væru heyrnarlausir hvergi nærri nógu vel settir. Nefndu aðeins sem dæmi að á hinum Norð- urlöndunum sæi hið opinbera fé- lögum heyrnar- lausra fyrir hús- næði, en hér gengi afar illa að fá hið opinbera til þess að taka þátt í fjár- mögnun þess hús- næðis sem heym- arlausum væri brýn nauðsyn að hafa. Þau minntu líka á þá þörf sem væri fyrir það að gefa út námsbækur á myndböndum. nnars bundu þau bæði miklar vonir við nefndarálit sem vænt- anlegt væri um túlkaþjónustu al- mennt, en nefnd undir forystu Sól- veigar Flelgu Jónasdóttur kennara var einmitt í þann mund að ljúka störfum, þegar við vomm þama á ferð. Frá því áliti munum við ugglaust greina síðar. Þau greindu okkur svo frá Norð- urlandasamstarfi og fundi um miðjan maí hér með fulltrúum frá öllum Norðurlöndunum, en áhrifamönnum í íslenzku þjóðlífi yrði boðið til þess fundar. Hinir ágætustu erlendir fyrir- lesarar verða þar málshefjendur. Að lokum vildu þau aðeins koma því á framfæri við lesendur, að stað- reynd væri að fáir fatlaðir mættu eins miklu skilningsleysi svo víða sem heyrnarlausir. Vissulega væri góð þjónusta við heymarlausa kostnaðar- mikil, en þess bæri þá að gæta að þjón- ustan skapaði aukna vellíðan og enn frekar virkari þjóðlífsþátttöku heym- arlausra, þannig að þjónustan ætti að skila sér inn til samfélagsins aftur. Við færum þeim Önnu Jónu, Bimi og Þóreyju alúðarþakkir fyrir ágæta vist í þeirra húsum og mikinn fróðleik og mætan. Við skmppum svo niður á þriðju hæðina í stutta heimsókn til LAUF - landssamtaka áhugafólks um flogaveiki, þar sem formaðurinn Guð- laug María Bjamadóttir tók á móti okkur en framkvæmdastjórinn Berg- rún Gunnarsdóttir var veik. Nú munu félagsmenn LAUF vera nær 450. LAUF leigir þetta húsnæði Sjá næstu síðu FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 33

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.